Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 97
96 Þjóðmál voR 2013
eðlileg spurning sem höfundur setur fram
í kjölfarið (101): „Hvað er það sem fær
sprenglærða hagfræðinga til að koma með
svo harkaleg ummæli?“ Höfundur reynir
að svara því þannig að flokkshollusta hafi
blandast að einhverju leyti inn í viðhorf
margra . Eins ömurlegt og það kann að
hljóma þá má ráða það af ummælum helstu
talsmanna samningaleiðarinnar á vinstri
vængnum að draumastaðan hafi verið sú að
Íslendingar hefðu Icesave-skuldbindingar
yfir sér næstu áratugina . Með fyrirsjáan-
legum frösum um hrunhreinsun ætluðu
þessir vinstri menn að nýta næstu ár til þess
að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, halda
honum frá völdum eins og þeir orða það
jafnan . Tilvísun til flokkshollustu skýrir
hins vegar ekki afstöðu þingflokks sjálf-
stæðismanna til Icesave-samninganna .
Hvernig má það vera að einungis einn
þing maður Sjálfstæðisflokksins treysti
sér til þess að greiða atkvæði gegn öllum
þremur Icesave-samningunum? Vissulega
hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nokkra
stöðu í Icesave-málinu utan þess sem fram
fór fyrstu dagana eftir hrunið og laut að
gerð minnisblaða sem enga þýðingu hafa
að lögum og í raun ekki heldur sem slík í
ljósi aðstæðnanna þegar þau voru sett fram .
Umfjöllun um afstöðu sjálfstæðismanna
hefði samt gjarnan mátt vera meiri í bókinni .
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins barðist þó
fyrir því að málið yrði borið undir þjóðina .
Ekki er óvarlegt að ætla að forsetinn hafi
tekið af því nokkurt mið er hann synjaði
lögunum staðfestingar .
Aðrir kaflar í bókinni fjalla svo um
sumarþingið langa er alþingi fékk til
meðferðar Icesave-I og setti þá fram hina
ýmsu fyrirvara sem Bretar og Hollendingar
féllust svo ekki á nema með eigin breytingum
sem urðu að samningnum sem nefndur
hefur verið Icesave-II . Lyginni líkust er
lýsing á vinnubrögðum Indriða Þor láks-
sonar varðandi fyrirvarana við Icesave-I .
Hvernig hann sat í flugvél og skrifaði
þannig að nærstaddir komust ekki hjá að
sjá minnisblað til fjármálaráðherra um
harkaleg viðbrögð Breta og Hollendinga
við fyrirvörunum . Hátt í þrjár vikur liðu
þar til afstaða Breta og Hollendinga var
kunngerð . Aftur er hér lýsing á undarlegu
leynimakki sem talsmenn gagnsæis og
svokallaðrar nútímalegrar stjórnsýslu urðu
ítrekað uppvísir að í Icesave-málinu .
Þáttur forseta Íslands, fyrri og seinni
hluta, er ágætlega reifaður í bókinni .
Hins vegar er heldur rýr umfjöllunin um
seinni hluta Icesave-málsins, frá því er for-
setinn synjaði lögunum um Icesave-III
(Buchheit-samninginn) staðfestingar . Þrátt
fyrir undirritun 33 þúsund manna undir
áskor un til forsetans um að synja lögunum
stað festingar bentu skoðanakannnir ein-
dregið til þess að þjóðin myndi samþykkja
samn inginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 .
apríl 2011 . Það var ekki fyrr en viku fyrir
at kvæða greiðsluna að kannanir sýndu veru-
legan viðsnúning . Að ósekju hefði mátt
rekja ástæður þess en eins og höfundur
bendir á sýndi almenningur allt í einu veru-
legan áhuga á Icesave-málinu fyrir þessa at-
kvæða greiðslu . Ummæli og aðgerðir helstu
ákafa manna voru einnig sum óborganleg og
á bók sem þessari hefði mátt skjalfesta þau .
Það er ekki ónýtt fyrir blaðamann að
grauta í máli eins og Icesave . Með titli
bókar innar veltir höfundur því fyrir sér
hvort að um afleik aldarinnar hafi verið
að ræða með Icesave-samningunum . Til-
vísun til aldarinnar, sem rétt er ný hafin,
sýnir kannski fullmikla trú á stjórn-
málamönnum . Við lestur þessar bráð-
skemmtilegu og læsilegu bókar velkist
þó varla nokkur í vafa um að afstaða og
gjörðir stjórnmálamannanna, sem að
málinu komu, verðskulda verðlaun í flokki
einhvers konar mistaka .