Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 97

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 97
96 Þjóðmál voR 2013 eðlileg spurning sem höfundur setur fram í kjölfarið (101): „Hvað er það sem fær sprenglærða hagfræðinga til að koma með svo harkaleg ummæli?“ Höfundur reynir að svara því þannig að flokkshollusta hafi blandast að einhverju leyti inn í viðhorf margra . Eins ömurlegt og það kann að hljóma þá má ráða það af ummælum helstu talsmanna samningaleiðarinnar á vinstri vængnum að draumastaðan hafi verið sú að Íslendingar hefðu Icesave-skuldbindingar yfir sér næstu áratugina . Með fyrirsjáan- legum frösum um hrunhreinsun ætluðu þessir vinstri menn að nýta næstu ár til þess að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn, halda honum frá völdum eins og þeir orða það jafnan . Tilvísun til flokkshollustu skýrir hins vegar ekki afstöðu þingflokks sjálf- stæðismanna til Icesave-samninganna . Hvernig má það vera að einungis einn þing maður Sjálfstæðisflokksins treysti sér til þess að greiða atkvæði gegn öllum þremur Icesave-samningunum? Vissulega hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekki nokkra stöðu í Icesave-málinu utan þess sem fram fór fyrstu dagana eftir hrunið og laut að gerð minnisblaða sem enga þýðingu hafa að lögum og í raun ekki heldur sem slík í ljósi aðstæðnanna þegar þau voru sett fram . Umfjöllun um afstöðu sjálfstæðismanna hefði samt gjarnan mátt vera meiri í bókinni . Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins barðist þó fyrir því að málið yrði borið undir þjóðina . Ekki er óvarlegt að ætla að forsetinn hafi tekið af því nokkurt mið er hann synjaði lögunum staðfestingar . Aðrir kaflar í bókinni fjalla svo um sumarþingið langa er alþingi fékk til meðferðar Icesave-I og setti þá fram hina ýmsu fyrirvara sem Bretar og Hollendingar féllust svo ekki á nema með eigin breytingum sem urðu að samningnum sem nefndur hefur verið Icesave-II . Lyginni líkust er lýsing á vinnubrögðum Indriða Þor láks- sonar varðandi fyrirvarana við Icesave-I . Hvernig hann sat í flugvél og skrifaði þannig að nærstaddir komust ekki hjá að sjá minnisblað til fjármálaráðherra um harkaleg viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörunum . Hátt í þrjár vikur liðu þar til afstaða Breta og Hollendinga var kunngerð . Aftur er hér lýsing á undarlegu leynimakki sem talsmenn gagnsæis og svokallaðrar nútímalegrar stjórnsýslu urðu ítrekað uppvísir að í Icesave-málinu . Þáttur forseta Íslands, fyrri og seinni hluta, er ágætlega reifaður í bókinni . Hins vegar er heldur rýr umfjöllunin um seinni hluta Icesave-málsins, frá því er for- setinn synjaði lögunum um Icesave-III (Buchheit-samninginn) staðfestingar . Þrátt fyrir undirritun 33 þúsund manna undir áskor un til forsetans um að synja lögunum stað festingar bentu skoðanakannnir ein- dregið til þess að þjóðin myndi samþykkja samn inginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9 . apríl 2011 . Það var ekki fyrr en viku fyrir at kvæða greiðsluna að kannanir sýndu veru- legan viðsnúning . Að ósekju hefði mátt rekja ástæður þess en eins og höfundur bendir á sýndi almenningur allt í einu veru- legan áhuga á Icesave-málinu fyrir þessa at- kvæða greiðslu . Ummæli og aðgerðir helstu ákafa manna voru einnig sum óborganleg og á bók sem þessari hefði mátt skjalfesta þau . Það er ekki ónýtt fyrir blaðamann að grauta í máli eins og Icesave . Með titli bókar innar veltir höfundur því fyrir sér hvort að um afleik aldarinnar hafi verið að ræða með Icesave-samningunum . Til- vísun til aldarinnar, sem rétt er ný hafin, sýnir kannski fullmikla trú á stjórn- málamönnum . Við lestur þessar bráð- skemmtilegu og læsilegu bókar velkist þó varla nokkur í vafa um að afstaða og gjörðir stjórnmálamannanna, sem að málinu komu, verðskulda verðlaun í flokki einhvers konar mistaka .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.