Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 32
Þjóðmál voR 2013 31
Tvær kápuforsíður
enskrar þýðingar á
bókinni um hinn þögla
Kínaher eftir spænsku
blaðamennina Juan Pablo
Cardenal og Heriberto
Araujo . Í bókinni er lýst
með áhrifamiklum hætti
sívaxandi umsvifum
Kínverja víða um heim .
nýrri útgáfu af nýlendustefnu fyrri tíma, að
dómi höfunda . Undir þetta er tekið í grein í
Sunday Times um bókina 3 . febrúar sl . Þar er
bent á þá óhæfu sem Kínverjar komast upp
með í Angóla . Í Angóla ríkir nú friður eftir
langvinna borgarastyrjöld og 50 kínversk
ríkisfyrirtæki og 400 einkafyrirtæki vinna
að endurreisn landsins, einkum í olíuiðnaði .
Þar fylgir sá böggull skammrifi að sam-
kvæmt samningum, sem ekki eru opinberir,
flæðir olía Angólu beint til Kína og tekjurnar
fara í að borga kínverskum bönkum af
lánum en þeir greiða svo verktökum beint .
Ríkissjóður Angóla sér lítið af þessu fé enda
er fjármálalegt sjálfs forræði úr sögunni .
Þannig má segja að Kínverjar ráði lögum
og lofum og fleyti rjómann af auðlindinni
meðan fólkið í landinu býr við bág kjör og
oft sára fátækt .
Dæmin um vafasöm viðskipti, sem upp eru talin í bókinni, eru svo mörg að
ekki er hægt að nefna hér nema örfá:
Þriðjungur allra húsgagna, sem fram-•
leidd eru í heiminum, kemur frá Kína .
Bresku samtökin (NG) Global Witness
hafa greint frá því að árið 2005 fór
flutningabíll frá Búrma á sjö mínútna
fresti með 15 tonn af timbri sem hafði
verið höggvið í trássi við lög og reglur
yfir landamærin til Kína . Kína gleypir
milljón rúmmetra af timbri úr skógum
Búrma á ári . Verðmætasti harðviðurinn
úr skógunum austast í Rússlandi er seldur
í stórum stíl ólöglega til Kína í góðri
samvinnu við heimamenn . Nú er talið
að Kínverjar fái 18 milljónir rúmmetra
af timbri frá Rússum á ári . Mest er
eftirspurnin eftir eik og ýmsum tegundum
Síberíufuru . Rússar stunda skógarhöggið
en svo taka Kínverjar við . Árið 2010 er talið
að verð mæti þessara viðskipta hafi numið
16 milljörðum Bandaríkjadala . Þess er
vandlega gætt að uppruna viðarins sé ekki
hægt að rekja, andstætt því sem venja er í
viðskiptum í hinum vestræna heimi . Frá
Búrma fá Kínverjar einnig mikið magn
af jaði og gulli auk timbursins . Aðstæður
verka fólks þar eru skelfilegar eins og lýst
er í bókinni; eiturlyfjaneysla, vændi og
fátækt blasa hvarvetna við . Þeir einu sem