Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 78
Þjóðmál voR 2013 77
Íbúðalánasjóður hefur sérstöðu meðal lána stofnana . Sjóðurinn starfar sam-
kvæmt sérstökum lögum, lögum um hús-
næðismál nr . 44/1998 .
Í 1 . grein laganna segir svo: „Tilgangur
laga þessara er að stuðla að því með lán-
veitingum og skipulagi húsnæðismála að
landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti
í húsnæðis málum og að fjármunum verði
sérstaklega varið til þess að auka möguleika
fólks til að eignast eða leigja húsnæði á
viðráðanlegum kjörum“ .
Í 11 . grein laganna er fjallað um eigna og
skuldastýringu Íbúðalánasjóðs:
Íbúðalánasjóður skal varðveita og ávaxta
það fé sem hann hefur umsjón með . Stjórn
Íbúðalánasjóðs getur, að fengnu samþykki
félagsmálaráðherra, tekið ákvörðun um að fela
öðrum varðveislu eigna sjóðsins, að nokkru
leyti eða öllu . Þess skal gætt að sjóðurinn hafi
jafnan nægilegt laust fé til að standa við skuld-
bindingar sínar .
Stjórn Íbúðalánasjóðs skal eftir því sem
kost ur er, og að fengnu samþykki félags-
mála ráð herra, semja við aðila á markaði um
af greiðslu og innheimtu lána eða einstakra
flokka þeirra .
Íbúðalánasjóður skal halda jafnvægi milli
inn- og útgreiðslna sjóðsins og gera áætlanir
þar um . Sjóðurinn skal koma upp áhættu-
stýringarkerfi í því skyni .
Íbúðalánasjóði er heimilt að eiga viðskipti
með fjármögnunarbréf sín og önnur verðbréf .
Ráðherra setur í reglugerð ákvæði um áhættu-
viðmið, áhættustýringu, innra eftirlit og
viðskipti sjóðsins með verðbréf að feng inni
umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs og Fjár mála-
eftirlitsins (lög um húsnæðismál nr . 44/1998) .
Vilhjálmur Bjarnason
Íbúðalánasjóður
og áhættustýring
Greinin, sem hér fer á eftir, er samin haustið 2010 . Höfundur hafði ekki
aðgang að öðrum gögnum en þeim sem birst höfðu opinberlega . Höfundur
ræddi ekki við neina aðila um álitamálið, hvorki þá sem tengdir voru Íbúða-
lána sjóði né Ríkisendurskoðun, Seðlabanka eða Fjármálaeftirliti .
Alþingi ályktaði haustið 2011 að skipa rannsóknarnefnd um málefni Íbúða-
lánasjóðs . Nefndin tók til starfa í ársbyrjun 2012 en hefur ekki lokið störfum .
Samkvæmt fréttum virðist sem tap sjóðsins af starfsemi sinni sé mun meira en
höfundur gerir ráð fyrir í greininni .