Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 52
Þjóðmál voR 2013 51
ekki þeirri skoðun sinni að það hefði verið
langtímamarkmið bankans að eiga „kjöl-
festuhlut“ í VÍS . „En þetta er niðurstaðan
eftir töluverðar viðræður við samstarfsaðila
okkar .“17 Í viðtali við Frétta blaðið sama dag
sagði Halldór jafn framt að salan styrkti
eiginfé Landsbank ans en viðurkenndi þó að
finna hefði mátt „heppi legri“ tímasetningu
„í ljósi sölunnar á bank anum“ . Halldór
sagði aftur á móti að það hefði „jafnvel verið
gagnrýnisverðara að láta sölu tækifæri á góðu
verði fram hjá sér fara“ .18
Athygli vekur að fjölmiðlar höfðu lítinn
áhuga á að ræða við nýbakaða meiri hluta-
eigendur VÍS í kjölfar sölunnar . Morgun-
blaðið ræddi að vísu við Geir Magnússon,
forstjóra Kers og stjórnarmann í VÍS, en Ker
varð nú stærsti eignaraðilinn í VÍS . Geir sagði
ætlun Kers að minnka hlut sinn „verulega“
og koma VÍS í dreifða eignaraðild . Hversu
hratt það yrði færi eftir markaðsaðstæðum .19
Ekki urðu frekari eftirmál af þessari sölu af
17 „Landsbankinn selur 27% í VÍS“, Morgunblaðið 30 .
ágúst 2002, bls . 17 .
18 „VÍS fer aftur til SÍS“, Fréttablaðið 30 . ágúst 2002, bls . 9 .
19 Af því varð þó ekki sökum breytingar á eignarhaldi í
VÍS nokkrum vikum síðar .
hálfu Landsbankans . Nokkrum mánuðum
síðar tók nýr eigandi við stjórnartaumum
þar, Samson eignarhaldsfélag . Samson var
einmitt í eigu Björgólfs Thors, föður hans,
Björgólfs Guðmundssonar, og Magnúsar
Þorsteinssonar, viðskiptafélaga þeirra feðga .
II .
Stjórn VÍS markaði þá stefnu upp úr aldamótum að skrá hlutafé félagsins
á markað, ekki síst eftir að Landsbankinn
eignaðist hlut í því . Þetta kom meðal annars
fram á hluthafafundi í VÍS í mars 2001 þar
sem samþykktar voru ýmsar breytingar á
samþykktum félagsins í þeim tilgangi að
gera skráningu þess á Verðbréfaþing Íslands
mögulega, t .d . með því að selja 6% útgefins
hlutafjár í lokuðu útboði .20 Á aðalfundi
VÍS hinn 29 . mars sama ár var samþykkt
að veita stjórn félagsins heimild til þess að
gera viðeigandi breytingar á samþykktum
svo af skráningu gæti orðið .21 Fréttaskrif
frá þessum tíma benda til þess að í stjórn
félagsins hafi staðið styr um tímasetningar
í því ferli að koma VÍS á markað . Það var
því ekki skráð þar fyrr en komið var fram á
árið 2002, eða hinn 8 . júlí .22 Hinn 10 . júlí
var tilkynnt að allt hlutafé VÍS yrði skráð
20 Skýrsla um starfsemi Samvinnutrygginga g .t .,
Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga og dótturfélaga
(Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, október 2009),
bls . 24 . Rétt er að VÍS svaraði ekki beiðni höfundar
um aðgang að skjölum í skjalasafni félagsins tengdum
umfjöllunarefni greinarinnar, s .s . fundargerðum stjórnar
og bréfum .
21 Skráningarlýsing . VÍS . Reykjavík: Landsbankinn
Landsbréf, júlí 2002, bls . 7 .
22 Agnes Bragadóttir, „Mikill ágreiningur um
markaðsvæðingu VÍS“, Morgunblaðið 25 . mars 2002, bls .
10–12 . Síðan þá hefur verið rætt um skiptar skoðanir
Landsbankans og S-hópsins í stjórn VÍS í grein Björns
Jóns Bragasonar og grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrverandi
seðlabankastjóra og stjórnarmanns í VÍS . Sjá Björn Jón
Bragason, „Sagan af einkavæðingu Búnaðarbankans“,
bls . 100–136, og Jón Sigurðsson, „Boðskapur en
ekki sagnfræði,“ www .pressan .is/pressupennar/
LesaJonSigurdsson/bodskapur-en-ekki-sagnfraedi-um-
bunadarbankann, 31 . desember 2011, sótt í janúar 2013 .
E kki voru allir sáttir við þessi viðskipti, sérstaklega ekki
Björgólfur Thor Björg ólfsson,
sem þá ræddi við ríkið um kaup
á Landsbankanum . . . Björgólfur
taldi að jafnræðis hefði ekki verið
gætti af hálfu Landsbankans
við sölu á hlutnum . . . Síðar tók
Ríkisendurskoðun afstöðu til
þessarar gagnrýni Björgólfs og
sagði hana ósanngjarna .