Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál voR 2013 Hannes Hólmsteinn Gissurarsson Frjálshyggjan, kreppan og kapítalisminn Inngangur Kapítalismi er það hagkerfi, sem hvílir á séreign á auðlindum og fram- leiðslutækjum og samkeppni einkaaðila um nýtingu þeirra og fullnægingu mannlegra þarfa, en frjálshyggjumenn telja slíkt hag- kerfi hugsjónum sínum hentugast .1 And- lát kapítalismans hefur verið boðað með hvellum lúðrablæstri á Íslandi síðustu ár . Árið 2010 birtist bók eftir marga höfunda gegn honum, og átti Stefán Ólafsson prófessor þar lengstu greinina . Árið 2011 komu út tvö barátturit gegn kapítalisma, eftir Stefán Snævarr, heimspekiprófessor í Noregi, og rithöfundinn Einar Má Guðmundsson . Árið 2012 voru barátturitin enn tvö, eftir Einar Má Jónsson, miðaldafræðing í París, og Ha-Joon Chang, sem kennir þróunarhagfræði í Cambridge- háskóla . Lúðrablásturinn bergmálaði á 1 Menn geta hugsanlega verið stuðningsmenn kapítalismans án þess að vera frjálshyggjumenn, en menn geta varla verið frjálshyggjumenn án þess að vera stuðningsmenn kapítalismans í þeirri merkingu, sem hér er lögð í orðið . Þessi ritgerð er að stofni fyrirlestur undir sama heiti, sem ég flutti í Hátíðasal Háskóla Íslands 19 . febrúar 2013 í boði Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála . Ónefndum ritrýni eru þakkaðar góðar ábendingar . fundum og í fjölmiðlum . Öndvegissetrið Edda, sem starfar í Háskóla Íslands á rausnarlegum styrkjum úr íslenskum rannsóknarsjóðum, hélt fyrirlestraröð um „uppgjörið við nýfrjálshyggjuna“ haustið 2010, og fjölmörg viðtöl hafa verið við höfunda þessara bóka og umræður um verk þeirra í Ríkisútvarpinu, í Kastljósinu, Speglinum, Víðsjá, Silfri Egils og mörgum fréttatímum . Ég hlýt þó að hryggja höfunda þessara fimm bóka og aðdáendur þeirra í Ríkis- útvarpinu með því, að fréttin um andlát kapítalismans er orðum aukin . Sam kvæmt víðtækri mælingu á atvinnufrelsi í heim- inum síðustu þrjátíu árin, sem unnin var undir forystu bandaríska hagfræðingsins James Gwartneys (2012), snarjókst at- vinnu frelsi árin 1985–2000, en hefur ekki minnkað síðan . Stóra fréttin á fyrsta áratug 21 . aldar er ekki fjármálakreppan á Vestur- löndum frá 2008, þótt vissulega sé hún fréttnæm, heldur, að tvær fjölmenn ustu þjóðir heims, Kínverjar og Indverjar, hafa tengst heimskapítalismanum . Þetta eru 2,5 milljarður manna, tæpur helmingur jarðarbúa . Á mælingu Gwartneys og félaga hans sést, að atvinnufrelsi hefur aukist verulega í þessum tveimur risaveldum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.