Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 73
72 Þjóðmál voR 2013 næstum hefði valdið hér þjóðargjaldþroti . Þetta er loddaraháttur og lýðskrum af versta tagi, enda hefur ekki verið sýnt fram á, hvernig sú stjórnarskrá ætti að vera, sem kæmi í veg fyrir fjárhagsáföll . Svo mikið er víst, að uppkast það að stjórnarskrá, sem stjórnlagaráð sendi frá sér, hefði síður en svo reynzt hjálplegt í þessu tilliti . Ríkisstjórnin hefur farið ótroðnar slóðir við endurskoðun stjórnarskráarinnar, og hefur allt ferlið reynzt einstaklega illa fall- ið til að skapa stjórnarskrá í háum gæða- flokki, sem almenningur getur verið ánægð- ur með og sem styrkir stjórnarfarið í land- inu . Ferlið, sem ríkisstjórnin lagði upp með við endurskoðun stjórnarskráarinnar, var illa ígrundað . Aldrei voru skilgreind nein markmið með þessari endurskoðun . Afleið ingin er sú, að afar ómarkvisst hefur verið unnið . Ekki þarf að orðlengja, hversu óhönduglega hefur til tekizt um framkvæmdina . Stjórnlagaráð ákvað upp á sitt eindæmi, að vinna þess skyldi ekki beinast að afmörkuðum ágöllum þeirra kafla stjórnarskráarinnar, sem enn hafa ekki verið endurskoðaðir, heldur skyldi takast á hendur heildarendurskoðun hennar, þó að tíminn til ráðstöfunar væri mjög naumur til slíks . Verði slíkt ofan á, þá verður hér stjórnlagarof, sem t .d . Feneyjanefndin1 telur afar óráðlegt . Vitlegra er að snúa sér að þekktum ágöllum og vanköntum, t .d . um forsetaembættið og þjóðaratkvæða greiðslur . Forseti Hins íslenzka bókmenntafélags, fyrrverandi prófessor í lögum, Sigurður Líndal, hefur gagnrýnt uppkastið harðlega, m .a . í viðtali Baldurs Arnarsonar í Morg un- blaðinu 19 . desember 2012: 1 Feneyjanefndin eða Evrópunefndin um lýðræði reist á lagagrunni, e . „The European Commission for Democracy through Law“, var sett á laggirnar árið 1990 af 18 ríkjum Evrópuráðsins til að aðstoða ríki, sem áður voru austan járntjalds, við að setja sér stjórnar skrá . Í grein Ágústs Þórs Árnasonar í vetrar hefti Þjóðmála 2012 er málskot uppkastsins til Feneyja nefndarinnar ekki talið heppilegasta leiðin til faglegrar rýni . Hvað merkir í stjórnarskrártillögunum „manna málið“ að lifa með reisn? Þar segir einnig, að öllum skuli tryggður réttur til sann færingar . Hvað merkir þetta? Þá segir í 23 . grein, að allir skuli eiga rétt til að njóta and legrar og líkamlegrar heilsu . Hvað er nákvæm lega heilsa? Gæti þetta ekki ýtt undir kröfur á heil brigðis kerfið, ef menn teldu sig ekki fá þjón ustu í samræmi við þetta ákvæði? Eða að það væri ekki í samræmi við mannlega reisn að liggja í sjúkrarúmi á göngum? . . . Í 22 . greininni segir, að öllum skuli með lögum tryggður réttur til lífs viðurværis, og í 25 . greininni er kveðið á um réttinn til sanngjarnra launa . Hvað merkir þetta eiginlega? Um leið og ný stjórnarskrá tæki gildi, gæti launamaður farið til atvinnurekanda og sagzt hafa ósanngjörn laun . Þetta er því til þess fallið að ýta undir ágreining . Þetta verður því hálfmerkingarlaust, og að því leyti, sem það hefur merkingu, leggur það því athafna- skyldu á ríkið . Þá ber að spyrja; vilja menn það? Þá eru það skattgreiðendur, sem borga það . Orðalagið, að tryggja beri hitt og þetta, þarf því að hugsa betur . Fjölmargir fleiri lögfræðilegir hortittir og ambögur eru tíunduð í þessu viðtali, en af þeim er ljóst, að uppkastið er örverpi og þvílíkur gallagripur, að það er algerlega ónot hæft í umræðunni um endurskoðun stjórn ar skráarinnar . Uppkastið er afrakst ur mis heppnaðs og rándýrs ferlis ríkis stjórn- arinnar, sem, ef samþykkt yrði sem stjórn- arskrá, mundi valda glundroða og stór felldu tjóni í þjóðfélaginu . Innan stjórnlagaráðs voru stunduð hrossakaup . Ef ég fæ þetta ákvæði inn, þá færð þú hitt ákvæðið o .s .frv . Þannig var öll vitleysan ein róma samþykkt . Í stað þess að velja ákveð inn fjölda fólks úr hverju kjördæmi, sem mundi virka sem stýrihópur fyrir sérfræðinga teymi, sem ynni að skilgreindum verkefn um í stað heildar- endurskoðunar, þá kom fram landslisti, þaðan sem „þekkt andlit“ úr fjölmiðlunum áttu greiðasta leið að 25 manna toppi . Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.