Þjóðmál - 01.03.2013, Page 73

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 73
72 Þjóðmál voR 2013 næstum hefði valdið hér þjóðargjaldþroti . Þetta er loddaraháttur og lýðskrum af versta tagi, enda hefur ekki verið sýnt fram á, hvernig sú stjórnarskrá ætti að vera, sem kæmi í veg fyrir fjárhagsáföll . Svo mikið er víst, að uppkast það að stjórnarskrá, sem stjórnlagaráð sendi frá sér, hefði síður en svo reynzt hjálplegt í þessu tilliti . Ríkisstjórnin hefur farið ótroðnar slóðir við endurskoðun stjórnarskráarinnar, og hefur allt ferlið reynzt einstaklega illa fall- ið til að skapa stjórnarskrá í háum gæða- flokki, sem almenningur getur verið ánægð- ur með og sem styrkir stjórnarfarið í land- inu . Ferlið, sem ríkisstjórnin lagði upp með við endurskoðun stjórnarskráarinnar, var illa ígrundað . Aldrei voru skilgreind nein markmið með þessari endurskoðun . Afleið ingin er sú, að afar ómarkvisst hefur verið unnið . Ekki þarf að orðlengja, hversu óhönduglega hefur til tekizt um framkvæmdina . Stjórnlagaráð ákvað upp á sitt eindæmi, að vinna þess skyldi ekki beinast að afmörkuðum ágöllum þeirra kafla stjórnarskráarinnar, sem enn hafa ekki verið endurskoðaðir, heldur skyldi takast á hendur heildarendurskoðun hennar, þó að tíminn til ráðstöfunar væri mjög naumur til slíks . Verði slíkt ofan á, þá verður hér stjórnlagarof, sem t .d . Feneyjanefndin1 telur afar óráðlegt . Vitlegra er að snúa sér að þekktum ágöllum og vanköntum, t .d . um forsetaembættið og þjóðaratkvæða greiðslur . Forseti Hins íslenzka bókmenntafélags, fyrrverandi prófessor í lögum, Sigurður Líndal, hefur gagnrýnt uppkastið harðlega, m .a . í viðtali Baldurs Arnarsonar í Morg un- blaðinu 19 . desember 2012: 1 Feneyjanefndin eða Evrópunefndin um lýðræði reist á lagagrunni, e . „The European Commission for Democracy through Law“, var sett á laggirnar árið 1990 af 18 ríkjum Evrópuráðsins til að aðstoða ríki, sem áður voru austan járntjalds, við að setja sér stjórnar skrá . Í grein Ágústs Þórs Árnasonar í vetrar hefti Þjóðmála 2012 er málskot uppkastsins til Feneyja nefndarinnar ekki talið heppilegasta leiðin til faglegrar rýni . Hvað merkir í stjórnarskrártillögunum „manna málið“ að lifa með reisn? Þar segir einnig, að öllum skuli tryggður réttur til sann færingar . Hvað merkir þetta? Þá segir í 23 . grein, að allir skuli eiga rétt til að njóta and legrar og líkamlegrar heilsu . Hvað er nákvæm lega heilsa? Gæti þetta ekki ýtt undir kröfur á heil brigðis kerfið, ef menn teldu sig ekki fá þjón ustu í samræmi við þetta ákvæði? Eða að það væri ekki í samræmi við mannlega reisn að liggja í sjúkrarúmi á göngum? . . . Í 22 . greininni segir, að öllum skuli með lögum tryggður réttur til lífs viðurværis, og í 25 . greininni er kveðið á um réttinn til sanngjarnra launa . Hvað merkir þetta eiginlega? Um leið og ný stjórnarskrá tæki gildi, gæti launamaður farið til atvinnurekanda og sagzt hafa ósanngjörn laun . Þetta er því til þess fallið að ýta undir ágreining . Þetta verður því hálfmerkingarlaust, og að því leyti, sem það hefur merkingu, leggur það því athafna- skyldu á ríkið . Þá ber að spyrja; vilja menn það? Þá eru það skattgreiðendur, sem borga það . Orðalagið, að tryggja beri hitt og þetta, þarf því að hugsa betur . Fjölmargir fleiri lögfræðilegir hortittir og ambögur eru tíunduð í þessu viðtali, en af þeim er ljóst, að uppkastið er örverpi og þvílíkur gallagripur, að það er algerlega ónot hæft í umræðunni um endurskoðun stjórn ar skráarinnar . Uppkastið er afrakst ur mis heppnaðs og rándýrs ferlis ríkis stjórn- arinnar, sem, ef samþykkt yrði sem stjórn- arskrá, mundi valda glundroða og stór felldu tjóni í þjóðfélaginu . Innan stjórnlagaráðs voru stunduð hrossakaup . Ef ég fæ þetta ákvæði inn, þá færð þú hitt ákvæðið o .s .frv . Þannig var öll vitleysan ein róma samþykkt . Í stað þess að velja ákveð inn fjölda fólks úr hverju kjördæmi, sem mundi virka sem stýrihópur fyrir sérfræðinga teymi, sem ynni að skilgreindum verkefn um í stað heildar- endurskoðunar, þá kom fram landslisti, þaðan sem „þekkt andlit“ úr fjölmiðlunum áttu greiðasta leið að 25 manna toppi . Þetta

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.