Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 55
54 Þjóðmál voR 2013 Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans, og Helga S . Guðmundssonar, formanns bankaráðs . Í bréfinu var „ólögmætum aðgerðum“ bankans mótmælt harðlega . Lagatúlkun bankans í bréfi tveimur dögum áður var hafnað og „háttsemi LÍ“ sögð fela í sér m .a . brot á reglum Kauphallar Íslands, lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um viðskiptabanka . Vísað var til þess að skýrt hefði verið tekið fram í samkomulagi við bankann í júlí að báðir „aðilar samkomulagsins geti hvenær sem er „sagt upp þjónustu bankans“ . Skorað var á Landsbankann að láta söluna ganga til baka . Yrði málið þá látið niður falla „eftirmálalaust“ . Einnig var áréttaður vilji til að halda áfram viðræðum um kaup og sölu á hlutabréfum í VÍS . Frestur Landsbankans til að bregðast við tilboðinu var til kl . 14:00 daginn eftir, sem var mánudagurinn 26 . ágúst . Ef kröfum yrði ekki mætt myndu S-hóps-menn leita réttar síns, meðal annars með kyrrsetningu seldu hlutana í VÍS með lögbanni og ósk um að Kauphöll Íslands og Fjármálaeftirlitið gripi til „viðeigandi ráðstafana og viðurlaga eftir atvikum“ .35 Samskipti Landsbankans og S-hópsins voru hér komin í hnút . Allt benti til þess að í hönd færu nú deilur fyrir eftirlitsstofnunum og jafnvel dómstólum . Til að varpa frekara ljósi á samskipti beggja aðila er rétt að vitna til draga að bréfi S-hópsins til Kauphallar Íslands og Fjármálaeftirlitsins dags . 28 . ágúst sem Kristinn Hallgrímsson hrl . ritaði . Þar kemur fram nákvæm útskýring á því sem gerst hafði . Var m .a . greint frá samkomulaginu frá 12 . júlí, afturköllun söluumboðs Landsbankans að morgni 23 . ágúst og einnig að fyrir lægi staðfesting Gunnars Viðar, forstöðumanns lögfræðideildar bankans, á því „að salan 35 Bréf . Afrit af bréfi Kristins Hallgrímssonar f .h . Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins til Landsbanka Íslands, dagsett 25 . ágúst 2002 . hafi farið fram eftir móttöku afturköllunar“ umboðsins umdeilda . Vísað var til þess að óskað hefði verið eftir að hinu selda hlutafé S-hópsins í Landsbankanum yrði skilað en við þeirri kröfu hefði ekki verið brugðist, enda hefði þáverandi lögmaður bankans ítrekað í bréfi til S-hópsins að heimild hefði verið fyrir sölunni . Þrátt fyrir sáttaumleitanir dagana 26 . og 27 . ágúst hefði engin sátt náðst milli deiluaðila . Af þessum orsökum óskaði S-hópurinn þess að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið tækju afstöðu, annars vegar til þess hvort vinnubrögð Landsbankans gætu „talist eðlileg“ og hins vegar til þess hvort leiðrétta mætti hlutafjársöluna þar sem hún hefði ekki stuðst við „lögmætar heimildir“ að mati hópsins . Að lokum sagði í bréfinu: Jafnframt er þess krafist, ef niðurstaða mót- takenda þessa bréfs verður sú að Landsbanki Íslands hf . hafi brotið gegn reglum Kaup- hallar Íslands hf . og/eða regl um um verð bréfa- viðskipti og við skipta banka, þá verði bank inn og/eða starfs menn hans látnir sæta ábyrgð að lög um .36 Efni þessa bréfs, sem ekki var sent, sýnir glöggt spennuna sem hafði myndast . Þó var vilji til að leysa málin og ná sátt . Þegar líklegt þótti að málinu yrði skotið til eftirlits stofn- ana vegna ásakana um ólögmæta hluta bréfa- sölu tóku menn innan Landsbankans málið til frekari skoðunar . Halldór J . Kristjáns- son segir að vissulega hafi skiptar skoðanir verið uppi um hvor aðilinn hefði rétt inn sín megin varðandi sölu á hlutabréfum S-hópsins í VÍS . Tilkynningin um að málið yrði kært hafi vissulega komið hreyfingu á málið og ýtt við Landsbankamönnum að 36 Bréf . Drög að bréfi Kristins Hallgrímssonar f .h . Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins til Kauphallar Íslands hf . (Þórðar Friðjónssonar, forstjóra) og Fjármálaeftirlitsins (Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra), dags . 28 . ágúst 2002 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.