Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 14
Þjóðmál voR 2013 13
1 . Er kapítalisminn óstöðugur?
Stutta svarið við þeirri spurningu, hvort kapítalisminn sé óstöðugur, er já .
Hann er undirorpinn hagsveiflum, þenslu
og samdrætti á víxl . En hvers vegna er það
sakarefni? Menn kvarta undan veðrinu, en
gera ekkert til að bæta það . Hvers vegna
eru hagsveiflur óæskilegar? Vegna þess að
þá er högum fólks raskað á margvíslegan
ófyrirsjáanlegan hátt . Í þenslu fyllast menn
bjartsýni og fjárfesta umfram það, sem
skynsamlegt getur talist . Í kreppu verða
fyrirtæki gjaldþrota og fólk missir vinnuna .
En þá er þess að gæta, að ríkið er venjulega
miklu óstöðugra en kapítalisminn . Í hinum
föllnu alræðisríkjum nasista og kommúnista
voru allir háðir duttlungum harðstjórans .
Í vestrænum lýðræðisríkjum streyma frá
stjórnvöldum lög, sem breyta skilyrðum
fólks, trufla lífsbaráttu þess og torvelda . Og
þrátt fyrir allt auðveldar kapítalisminn fólki
aðlögun að nýjum aðstæðum . Sá, sem missir
vinnuna, getur til dæmis á sveigjanlegum
vinnumarkaði lækkað launakröfur sínar eða
aflað sér nýrrar þekkingar, og þá fær hann
fyrr eða síðar nýtt starf . Markaðsöflin leita
ætíð jafnvægis: Ef einhver vara selst ekki, þá
lækkar verð hennar, og þá eykst eftirspurnin .
Þegar þetta gerist ekki hratt, er skýringin
iðulega sú, að ríkið kemur með einhverjum
aðgerðum í veg fyrir nauðsynlega aðlögun,
til dæmis þegar það aðstoðar verkalýðsfélög
við að meina ungu fólki að komast út á
vinnumarkaðinn á öðrum kjörum en þeim,
sem félögin hafa auglýst . Eina ráðið við
frelsinu er meira frelsi .
Hvað olli fjármálakreppunni 2008? Hún
var kröpp hagsveifla niður á við eftir mikla
hagsveiflu upp á við árin á undan, en þenslan
þá stafaði af lánsfjárbólu, sem átti sér uppruna
í seðlabönkum, viðskiptabönkum og öðrum
fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum . Því
má öðrum þræði líta á fjármálakreppuna
sem leiðréttingu: Bólan sprakk, eins og
bólur gera jafnan (Ferguson, 2009) . Einn
orsakavaldurinn var undirmálslánin á
bandarískum húsnæðismarkaði . Annar var
stefna bandaríska seðlabankans, sem bauð
lengi upp á peninga á allt of lágum vöxtum,
en menn fjárfesta jafnan ógætilega, ef þeir
eiga kost á hræódýru lánsfé . Hið sama
gerðist í Evrópu . Þar var opinbert aðhald
í peningamálum og ríkisfjármálum allt of
lítið, sérstaklega í suðurhluta álfunnar, svo
að aðilar í atvinnulífi fylltust bjartsýni og
ætluðu sér um of . Jafnframt var áhætta af
útlánum og verðbréfaviðskiptum van metin á
fjármálamörkuðum . Með nýrri fjár málatækni
átti að dreifa áhættu, en svo virðist sem aðeins
hafi tekist að fela hana (Booth, 2009) .
Bankahrunið íslenska átti sér umfram
allt alþjóðlegar orsakir . Fjármálakreppan
skall hins vegar fyrr og verr á Íslendingum
en mörgum öðrum þjóðum vegna þess,
að fjármálakerfið íslenska var hlutfallslega
stórt . Áhætta var hér einnig vanmetin
umfram það, sem gerðist á alþjóðlegum
mörkuðum, vegna ónógra upplýsinga um
skuldunauta bankanna og flókin, innbyrðis
tengsl þeirra . Þegar bankamenn töldu sig
vera að lána mörgum ólíkum aðilum, voru
þeir í raun og veru að lána einum og sama
aðila undir mörgum ólíkum nöfnum .
Sömu eignir voru víðast að veði . Þetta er
ekkert nýtt . Margir muna eftir íslenska
bankastjóranum, sem lánaði fé í andabú og
K apítalisminn hefur aldrei átt marga vini, og furðaði Jósep
Schumpeter sig raunar á því einu
sinni, að honum skyldi ekki hafa
verið kennt um jarðskjálftana
í Tókíó 1923 . . .