Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 59
58 Þjóðmál voR 2013
Skafti Harðarson
Eru skattlagningu engin
takmörk sett?
Ítíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið gerðar fleiri breytingar á skattalögum
en nöfnum tjáir að nefna . Allar hafa breyt-
ingarnar snúist um að hækka skatta til að
afla ríkis sjóði meiri tekna og í engu verið
tekið tillit til mögulegra neikvæðra áhrifa
skatta á hvata til vinnu og fjárfestinga, og
þar með áhrif á hagvöxt .
Meðal nýrra skatta í tíð vinstri stjórnar-
innar má nefna:
• Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um
100% frá árinu 2009 og er nú 20% .
• Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað um 11%
á sama tíma, úr 18% í 20% .
• Tekjuskattur á einstaklinga hefur hækkað um
9% að meðaltali með þrepaskiptu skattkerfi .
• Útsvar hefur hækkað um 11% að meðaltali.
• Efra þrep virðisaukaskatts hefur hækkað úr
24,5% í 25,5% en auk þess hafa fjölmargir
vöruliðir verið færðir úr neðra þrepi í efra
þrep .
• Samhliða því var 14% virðis auka skattsþrep
lagt niður og flestar vörurnar færðar í efri
flokk, 25,5% .
• Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%, úr
5% í 10% .
• Áfengisgjald á bjór og léttvín hefur hækkað
um 20% en 17% á sterk vín .
• Tóbaksgjald hefur hækkað um 24% í
nokkrum skrefum og hækkar aftur á næsta
ári . Gjöld á neftóbak hafa verið tvöfölduð .
• Kolefnisgjald, sem fyrst var lagt á árið
2010, hefur síðan þá hækkað um 98% á
gas- og dísilolíu, 92% á bensín, 52% á
flugvélaeldsneyti og 97% á brennslu olíu .
• Árið 2010 voru lagðir á nýir skattar,
orkuskattar, á rafmagn og heitt vatn .
• Olíugjald hefur hækkað um 34% frá ár inu
2007 og almennt bensíngjald um 164% .
• Sérstakur bankaskattur var lagður á í fyrra,
0,041% .
• Viðbótarlífeyrissparnaður er fyrst skatt
lagður í ár í sömu hlutföllum og tekjuskattur
einstaklinga .
• Auðlegðarskattur var lagður á árið 2010 og
hefur hækkað um 20% síðan þá . Skatturinn
var sagður tímabundinn .
• Almennt bensíngjald hefur hækkað um
134% .
• Árið 2010 var fyrst lagður á svokall aður
afdráttarskattur á vaxtagreiðslur, 18% .
• Nýr skattur, gistináttagjald, var lagður á fyrir
árið í ár þegar innheimtar eru 100 kr . af hverju
seldu rúmi, Þá skiptir engu hvort um er að
ræða hótel eða sjúkrahús hótel .
Upptalningin er hvergi nærri tæmandi en