Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 54
Þjóðmál voR 2013 53
ann, í því skyni að koma félaginu á markað,
væru brostnar .29
Landsbankinn tók sér góðan frest til að
svara og fékk hann raunar framlengdan til 1 .
ágúst . Þá svaraði bankinn með gagntilboði
þar sem allir hlutir bankans í VÍS voru
boðnir S-hópnum til kaups . Tilboðið var
einnig bundið við kaup Landsbankans á
50% hlutafjár í LÍFÍS . S-hópurinn tók sér
dágóðan umhugsunarfrest áður en hann
hafnaði boðinu samkvæmt því sem fram
kemur í umfjöllun Sigríðar Daggar . Hinn
20 . ágúst 2002 hittu fulltrúar S-hópsins
fulltrúa Landsbankans á samningafundi .
Eftir fundinn sendi S-hópurinn bréf til
Landsbankamanna þar sem fram kom
að bankinn ætti að selja tíu prósenta hlut
sinn í VÍS til þriðja aðila sem yrði báðum
aðilum ótengdur, væntanlega til að dreifa
eignaraðildinni . Bankinn varð ekki við
þessari beiðni .30
III .
Hinn 22 . ágúst á sér stað sala sem setti samningalotu Landsbankans
og S-hópsins í nokkurt uppnám . Gamli
stofnandi VÍS,31 Eignarhaldsfélagið Bruna-
bótafélag Íslands, seldi þann dag 3% af
hlutafé VÍS til Kaupþings í Lúxemborg .
Ekki var ljóst hver hinn raunverulegi
kaupandi hlutanna var og því þótti
fyrirsvarsmönnum S-hópsins óljóst hver
eignarhlutföll í félaginu væru nú orðin .
Kristni Hallgrímssyni hrl . var því aftur
falið að rita bréf fyrir hönd S-hópsins til
29 Viðtal höfundar við Kristin Hallgrímsson hrl ., 28 .
janúar 2013 .
30 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um yfir-
ráð í VÍS“, bls . 11 . Kristinn Hallgrímsson hrl . staðfestir
jafnframt þessa atburðarás .
31 Brunabótafélag Íslands og Samvinnutryggingar gt .
stofnuðu Vátryggingafélag Íslands árið 1989 . Félögin áttu
VÍS til jafns fyrstu árin en seldu síðar hlutafé í skrefum til
annarra aðila . Landsbankinn keypti nær allt hlutafé BÍ í
VÍS árið 1997 og kom þá að félaginu .
Landsbankans . Bréfið var afhent þegar
bankinn var opnaður daginn eftir . Þar var
umboð bankans til að selja hlut hópsins í
VÍS afturkallað . Líkt og í júlí var ástæðan
sögð breyttar forsendur vegna ákvörðunar
ríkisins vegna sölu á kjölfestuhlut í
Landsbankanum .32 Kristinn segir óvissuna
hafa verið allnokkra í hugum forsvarsmanna
S-hópsins þegar hér var komið sögu . Óljóst
hafi verið hver ætti nú meirihluta í félaginu
og því hefðu menn talið að best væri að
minnka ekki sameiginlegt hlutafé hópsins í
VÍS að svo stöddu . Frekari sala hlutabréfa
hefði dregið úr áhrifum S-hópsins innan
stjórn félagsins . Þar sem óráðið hafi verið
á þessum tímapunkti hvaða fjárfesta
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu
myndi velja til frekari viðræðna um kaup
á Landsbankanum þótti umbjóðendum
Kristins brýnt að tryggja meirihluta í
stjórn VÍS . Ekki vildu þeir eiga samstarf
við Samson-menn um stjórn VÍS ef til þess
kæmi að þeir eignuðust Landsbankann .
Óvissan knúði S-hópinn til að vernda
hagsmuni sína með þessum hætti .33
Landsbankinn mótmælti afturkölluninni
og taldi hana reista á röngum forsendum .
Brá bankinn á það ráð að halda áfram
að selja tiltekna hluti samkvæmt
samkomulaginu frá 12 . júlí, eða um 8%
bréfa í VÍS, þar á meðal 3,7% hlutafjár sem
var í eigu S-hópsins sama dag, föstudaginn
23 . ágúst .34 Við þetta varð ekki unað .
Tveimur dögum síðar var annað bréf sent
fyrir hönd S-hópsins heim til Halldórs J .
32 Bréf . Afrit af bréfi Kristins Hallgrímssonar hrl . f .h .
Eignarhaldsfélagsins Andvöku, Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga, Kers hf . og Samvinnulífeyrissjóðsins
til Landsbanka Íslands, dags . 22 . ágúst 2002 .
33 Viðtal höfundar við Kristin Hallgrímsson hrl ., 28 .
janúar 2013 .
34 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um
yfirráð í VÍS“, bls . 11; Vef . „Vátryggingafélag Íslands
hf . — Innherjaviðskipti — Flokkur: Viðskipti innherja“,
www .news .icex .is, 23 . ágúst 2002, sótt í febrúar
2013 . Útreikningur prósenta miðast við upplýsingar í
kauphallartilkynningu þeirri sem hér er vitnað til .