Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 39
38 Þjóðmál voR 2013 á því að hollensk börn fá tvisvar sinnum lengri tíma í lestrarþjálfun (32 stundir) en þau íslensku . Flestar þjóðir, sem við berum okkur saman við, liggja þarna einhvers staðar á milli . Þótt könnunin sýni að 15 ára börn á Íslandi merji það að vera ofan við meðaltal OECD - ríkja hvað varðar lestur og stærðfræði þá sýna niðurstöður að í náttúruvísindum eru þau vel undir meðallagi . Vekur það spurningar um hvort lakari lesskilningi sé um að kenna . Slíkt gæti hent í fögum sem byggja á skilningi frekar en minni . Þá má benda á að flest börn fá alla þekkingu sína í náttúruvísindum í skólanum . Nemendur flestra þeirra landa sem liggja fyrir ofan Ísland í lestrarkönnuninni eru nokkuð jafnvígir á allar þrjár greinarnar sem könnunin tekur til . Ný námskrá bætir 2,6 klukkustundum við íslenskukennslu á viku frá eldri námskrá fyrir yngsta aldurshópinn og er það til bóta enda gera kannanir eins og sú sem framkvæmd er af Pisa-hópnum stjórnvöldum erfitt fyrir að leyna menntunarstigi þjóðar . Hins vegar geta kannanir af þessum toga líka blekkt, því að alltaf vofir yfir sú hætta að skólayfirvöld lagi sig að próftækninni og missi sjónar á hinu raunverulega markmiði námsins; að undirbúa börnin fyrir framtíðina . Anga af þessu sjáum við í kaflanum sem fjallar um sjálfbærni, þar sem kennslu í umhverfismálum, samfélagslegum jafnt sem efnahagslegum, er þröngvað upp á allar aðrar námsgreinar svo að „breyta [megi] þjóð félagi [ . . .] og færa það til sjálfbærni“ . Þessi yfirnámsgrein allra greina á að „umlykja allt mannlegt samfélag“ svo að aldrei halli á eitt né neitt . Þessi lýsing er eins og tekin beint út úr ræðum kommúnista á fyrri hluta síðustu aldar áður en þeir komust til valda og tóku að murka lífið úr þeim hópum sem ekki voru þeim þóknanlegir . Í því fólst sjálfbærni þess tíma . Í slensk skólayfirvöld lentu í klandri þegar í ljós kom að viðhorf íslenskra unglinga til umhverfisins voru ekki í samræmi við bestu staðla . Þeir sýndu ekki nægilega sterk viðbrögð við orkuskortinum sem fékk unglinga í orkusnauðum löndum til að fyllast skelfingu . Mengun andrúmslofts og kjarnorkuúrgangur hélt heldur ekki vöku fyrir íslenskum unglingum . Til að ráða bót á þessum vanda eru umhverfismál nú fléttuð inn í allt annað nám . Börn í landi hvásandi hvera og freyðandi fossa verða að sýna samkennd með sársauka jafnaldra sinna í Evrópu eða Hong Kong . Þau eiga að óttast orkuskort . Ábyrgðin er sett á herðar þeim svo að jafnvel nýting orku, hreinnar orku sem ofgnótt er af, valdi þeim hugarangri . Rökin, jú, landið er heilagt, auðlindin er ekki óþrjótandi og ekki má ganga á rétt komandi kynslóða . Hljómar allt vel ef ekki væri fyrir að í þessu er falskur tónn . Við erum árþúsundum frá steinaldarmönnunum sem tilbáðu náttúruna . Við erum hluti af henni og rétt eins og aðrar skepnur jarðar höfum við lært að lifa af henni . Við höfum bæði hæfileika til að bera virðingu fyrir henni og nýta hana okkur til hagsbóta . Hluti af umhverfisáróðrinum byggir hins vegar á því sem nú er kallað hlýnun jarðar . Þetta fyrirbæri, ef eftir gengur, mun eyða jöklum á Íslandi framtíðarinnar og koma þannig í veg fyrir nýtingu fallvatna síðar . Súrt fyrir K ennslu í umhverfismálum [ . . .]er þrýst upp á allar aðrar námsgreinar svo að „breyta [megi] þjóðfélagi [ . . .] og færa það til sjálfbærni“ . Þessi yfirnámsgrein allra greina á að „umlykja allt mannlegt samfélag“ svo að aldrei halli á eitt né neitt .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.