Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 39
38 Þjóðmál voR 2013
á því að hollensk börn fá tvisvar sinnum
lengri tíma í lestrarþjálfun (32 stundir) en
þau íslensku . Flestar þjóðir, sem við berum
okkur saman við, liggja þarna einhvers staðar
á milli . Þótt könnunin sýni að 15 ára börn á
Íslandi merji það að vera ofan við meðaltal
OECD - ríkja hvað varðar lestur og stærðfræði
þá sýna niðurstöður að í náttúruvísindum
eru þau vel undir meðallagi . Vekur það
spurningar um hvort lakari lesskilningi sé
um að kenna . Slíkt gæti hent í fögum sem
byggja á skilningi frekar en minni . Þá má
benda á að flest börn fá alla þekkingu sína
í náttúruvísindum í skólanum . Nemendur
flestra þeirra landa sem liggja fyrir ofan Ísland
í lestrarkönnuninni eru nokkuð jafnvígir á
allar þrjár greinarnar sem könnunin tekur til .
Ný námskrá bætir 2,6 klukkustundum við
íslenskukennslu á viku frá eldri námskrá fyrir
yngsta aldurshópinn og er það til bóta enda
gera kannanir eins og sú sem framkvæmd er
af Pisa-hópnum stjórnvöldum erfitt fyrir að
leyna menntunarstigi þjóðar . Hins vegar geta
kannanir af þessum toga líka blekkt, því að
alltaf vofir yfir sú hætta að skólayfirvöld lagi
sig að próftækninni og missi sjónar á hinu
raunverulega markmiði námsins; að undirbúa
börnin fyrir framtíðina . Anga af þessu sjáum
við í kaflanum sem fjallar um sjálfbærni,
þar sem kennslu í umhverfismálum,
samfélagslegum jafnt sem efnahagslegum, er
þröngvað upp á allar aðrar námsgreinar svo
að „breyta [megi] þjóð félagi [ . . .] og færa það
til sjálfbærni“ . Þessi yfirnámsgrein allra greina
á að „umlykja allt mannlegt samfélag“ svo að
aldrei halli á eitt né neitt . Þessi lýsing er eins
og tekin beint út úr ræðum kommúnista á
fyrri hluta síðustu aldar áður en þeir komust
til valda og tóku að murka lífið úr þeim
hópum sem ekki voru þeim þóknanlegir . Í
því fólst sjálfbærni þess tíma .
Í slensk skólayfirvöld lentu í klandri þegar í ljós kom að viðhorf íslenskra unglinga
til umhverfisins voru ekki í samræmi við
bestu staðla . Þeir sýndu ekki nægilega sterk
viðbrögð við orkuskortinum sem fékk
unglinga í orkusnauðum löndum til að
fyllast skelfingu . Mengun andrúmslofts og
kjarnorkuúrgangur hélt heldur ekki vöku
fyrir íslenskum unglingum . Til að ráða bót á
þessum vanda eru umhverfismál nú fléttuð
inn í allt annað nám . Börn í landi hvásandi
hvera og freyðandi fossa verða að sýna
samkennd með sársauka jafnaldra sinna í
Evrópu eða Hong Kong . Þau eiga að óttast
orkuskort . Ábyrgðin er sett á herðar þeim
svo að jafnvel nýting orku, hreinnar orku
sem ofgnótt er af, valdi þeim hugarangri .
Rökin, jú, landið er heilagt, auðlindin er
ekki óþrjótandi og ekki má ganga á rétt
komandi kynslóða . Hljómar allt vel ef ekki
væri fyrir að í þessu er falskur tónn . Við erum
árþúsundum frá steinaldarmönnunum sem
tilbáðu náttúruna . Við erum hluti af henni
og rétt eins og aðrar skepnur jarðar höfum
við lært að lifa af henni . Við höfum bæði
hæfileika til að bera virðingu fyrir henni
og nýta hana okkur til hagsbóta . Hluti af
umhverfisáróðrinum byggir hins vegar á
því sem nú er kallað hlýnun jarðar . Þetta
fyrirbæri, ef eftir gengur, mun eyða jöklum
á Íslandi framtíðarinnar og koma þannig í
veg fyrir nýtingu fallvatna síðar . Súrt fyrir
K ennslu í umhverfismálum [ . . .]er þrýst upp á allar aðrar
námsgreinar svo að „breyta [megi]
þjóðfélagi [ . . .] og færa það til
sjálfbærni“ . Þessi yfirnámsgrein
allra greina á að „umlykja allt
mannlegt samfélag“ svo að aldrei
halli á eitt né neitt .