Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 66
Þjóðmál voR 2013 65
kaupanda trú um að hann þurfi ein faldlega
að fjárfesta í betra sjónvarpi . Elítan keppist
við að telja almenningi trú um að hún þurfi
bara meiri völd til að verja hina stórkostlegu
mynt, um það séu allir hagfræðingar sam-
mála . Herman van Rompuy sagði við nóbels-
verðlaunaafhendinguna:
Hér enduróma upphafsorð Schuman-yfir lýs-
ingarinnar, stofnskjals Evrópusam bands ins .
„La paix mondiale“, „World Peace,“ „Heims-
friður,“ segir þar „verður aldrei tryggð ur án
þess að gripið sé til skapandi ráðstafana í sam-
ræmi við hættuna sem að honum steðjar .“
Hér er von Rompuy að réttlæta enn frekari
valda töku Evrópusambandsins til að við-
halda þeim friði sem fæst ekki án ESB og
sam eiginlegs gjaldmiðils . Staðreyndin er
hins vegar sú að það er Evrópu sambandið
sjálft sem ógnar friði í Evrópu .
Nokkrar fréttir af Elítunni
síðustu mánuði
Það er nóg að renna yfir fréttir um Elítuna síðustu mánuði til að átta sig
á að hún hefur of mikil völd . Á dögunum,
þegar SAS-flugfélagið lenti í meiriháttar
fjár hags örðugleikum, þurfti samþykki fram-
kvæmda stjórnar ESB til að félagið fengi
ríkisábyrgð frá ríkis stjórnum Noregs, Sví-
þjóðar og Danmerkur .4 Hvað sem mönn-
um kann að finnast um ríkisábyrgð þá er
valdið ekki lengur hjá ríkisstjórnunum .
Að sjálfsögðu fékkst leyfi enda ríkisábyrgð
sérstakt áhugamál vinstri manna .
Í nóvember óskaði framkvæmdastjórn
ESB eftir því að eftirlitsstofnun EFTA
rannsakaði inn flutningshömlur Íslands á
kjöti og kjötafurðum frá Elítunni .5 Í sama
mánuði samþykkti hún einnig að 40%
stjórnarmanna fyrirtækja í Evrópu skyldu
að vera konur,6 en til að sýna lit leyfir hún
aðildarríkjunum að taka sjálf ákvörðun um
aðgerðir gagnvart fyrirtækjum, sem fylgja
þessum fyrirmælum ekki eftir .
Endurskoðendur sambandsins neituðu
nýlega, 18 . árið í röð, að árita reikninga
Elítunnar . Framkvæmdastjórn ESB brást
við niðurstöðu endurskoðendanna með
þeim orðum að hún sýndi að undanfarin
ár hefði framkvæmdastjórnin „staðið við
loforð sitt um að tryggja hágæðastjórn
og -eftirlit með ESB-sjóðum“ .7 Þetta er
yfirklór sem jafnvel Össur Skarphéðinsson
gæti verið stoltur af .
Í október klóruðu evrópskir hárgreiðslu-
4 http://www .evropuvaktin .is/frettir/26038/
5 http://www .mbl .is/frettir/innlent/2012/11/10/esb_bi-
dur_esa_ad_skoda_kjothomlur/
6 http://www .evropuvaktin .is/vidskiptavaktin/26102/
7 http://www .evropuvaktin .is/frettir/25995/
Oft er erfitt að eyða gömlum leyfum vörumerkja og
slagorða þegar fyrirtæki „rebranda“ . Evrópuelítan
lenti nýlega í því að „hamarinn og sigðin“ flaut upp
á yfirborðið . Veggspjald þetta segir heilmikið um
takmark Elítunnar og óraunsæi þess að sameina alla
menningarstrauma undir eina maístjörnu með merki
kommúnismans á toppnum .