Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 26
 Þjóðmál voR 2013 25 í Evrópusambandinu, allt frá Rúmeníu til Ítalíu, en það land er fátækara en fátækasta ríki Bandaríkjanna, Mississippi . Frakkar njóta svipaðra lífskjara og íbúar Alabama og Arkansas, en þau ríki þykja ekki standa framarlega vestra .3 Þetta segir mikla sögu . Ekki er síður fróðlegt að bera saman Norðurlönd og þau ríki Bandaríkjanna og fylki í Kanada, sem eru „norrænust“ í þeim skilningi, að þau liggja norðarlega og að fólk af norrænu bergi brotið settist þar frekar að en annars staðar í Vesturheimi . Þá er rétt að undanskilja ríki, sem búa við gjöfular náttúruauðlindir, eins og Noreg, Norður-Dakóta og Alberta . En niðurstaðan er einföld: Lífskjör eru betri í Minnesota, Suður-Dakóta og Manitoba en á Íslandi eða í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi .4 Annar fróðlegur samanburður er á kjörum sænskættaðs fólks í Vesturheimi og Svía . Eitt sinn sagði sænskur hagfræðingur hróðugur 3 Hugmyndin að þessum samanburði kemur frá Fredrik Bergström (2007), en tölur eru nýrri, allar frá 2010 . Tölur um ríki í BNA eru úr Avery (2011), nema hvað breytt er hér úr 2005-verðlagi í 2010-verðlag með því að margfalda með 1,10993 . Tölur um ríki ESB (GDP per capita PPP) eru frá CIA World Factbook . 4 Tölur frá Kanada eru frá Hagstofu Canada (2013) og fyrir árin 2009–2010 . Þær eru í Kanadadal, en hann var þá nánast jafngildur Bandaríkjadal . Tölur um Norðurlönd eru úr CIA World Factbook (GDP per Capita, PPP, USD) fyrir 2010 . Tölur um ríki í BNA eru úr Avery (2011) . við Milton Friedman: „Norrænir menn búa ekki við fátækt .“ Friedman svaraði að bragði: „Í Bandaríkjunum búa norrænir menn ekki heldur við fátækt .“ Talið er, að um 4,4 milljónir Bandaríkjamanna séu af sænskum ættum . Setjum svo, að þeir stofnuðu eigið ríki, Nýju-Svíþjóð . Þá væru lífskjör þar 57 þúsund dala verg landsframleiðsla á mann að meðaltali, talsvert betri en í Bandaríkjunum að meðaltali, en lífskjör í Bandaríkjunum eru síðan talsvert betri en í Gömlu-Svíþjóð, þar sem þau mælast 37 þúsund dala verg landsframleiðsla á mann að meðaltali (Sanandaji, 2011, 21) . Og setjum svo, að Gamla-Svíþjóð ákvæði nú að ganga í Bandaríkin sem 51 . ríkið . Þá væru lífskjör þar um eða undir meðallagi í Bandaríkjunum . Samanburður í tíma er ekki síður fróðlegur en í rúmi . Svíar fóru árin 1960–1990 „gömlu sænsku leiðina“, sem fólst í háum sköttum og víðtækri endurdreifingu tekna . Þeir rötuðu í miklar ógöngur, enda var hlutfall skatta af landsframleiðslu þar komið vel yfir 50% . Hagkerfið staðnaði, engin ný störf urðu til nema í opinbera geiranum . Árið 1964 voru lífskjör í Svíþjóð svipuð og í Bandaríkjunum, en árið 1994 voru þau komin niður í um 75% . Þeir skiptu því um stefnu upp úr 1990 og hafa síðan farið „nýju sænsku leiðina“, sem felst í lækkun skatta og fjölgun tækifæra til einkareksturs . Þetta hefur haft þær afleiðingar, að þeir hafa dregið á Bandaríkin . Lífskjör eru komin upp í nær 90% af því, sem gerist vestra (Seðlabankinn í St . Louis, 2013) . Nú segja sumir á móti, að lífskjör séu betri í Bandaríkjunum en Evrópu vegna þess, að Bandaríkjamenn vinni meira en Evrópubúar . Það er laukrétt . En hvort er skárra, svitaperlur eða sultardropar? Bandaríkjamenn vinna meira af tveimur ástæðum, af því að þeir geta það og af því að það borgar sig fyrir þá . Þeir geta það, af því að þar er lítið atvinnuleysi, verkalýðsfélög verðleggja fólk þar ekki út af E itt sinn sagði sænskur hagfræðingur hróðugur við Milton Friedman: „Norrænir menn búa ekki við fátækt .“ Friedman svaraði að bragði: „Í Bandaríkjunum búa norrænir menn ekki heldur við fátækt .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.