Þjóðmál - 01.03.2013, Side 26
Þjóðmál voR 2013 25
í Evrópusambandinu, allt frá Rúmeníu til
Ítalíu, en það land er fátækara en fátækasta
ríki Bandaríkjanna, Mississippi . Frakkar
njóta svipaðra lífskjara og íbúar Alabama
og Arkansas, en þau ríki þykja ekki standa
framarlega vestra .3 Þetta segir mikla sögu .
Ekki er síður fróðlegt að bera saman
Norðurlönd og þau ríki Bandaríkjanna
og fylki í Kanada, sem eru „norrænust“ í
þeim skilningi, að þau liggja norðarlega og
að fólk af norrænu bergi brotið settist þar
frekar að en annars staðar í Vesturheimi .
Þá er rétt að undanskilja ríki, sem búa við
gjöfular náttúruauðlindir, eins og Noreg,
Norður-Dakóta og Alberta . En niðurstaðan
er einföld: Lífskjör eru betri í Minnesota,
Suður-Dakóta og Manitoba en á Íslandi
eða í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi .4
Annar fróðlegur samanburður er á kjörum
sænskættaðs fólks í Vesturheimi og Svía . Eitt
sinn sagði sænskur hagfræðingur hróðugur
3 Hugmyndin að þessum samanburði kemur frá
Fredrik Bergström (2007), en tölur eru nýrri, allar frá
2010 . Tölur um ríki í BNA eru úr Avery (2011), nema
hvað breytt er hér úr 2005-verðlagi í 2010-verðlag með
því að margfalda með 1,10993 . Tölur um ríki ESB
(GDP per capita PPP) eru frá CIA World Factbook .
4 Tölur frá Kanada eru frá Hagstofu Canada (2013)
og fyrir árin 2009–2010 . Þær eru í Kanadadal, en
hann var þá nánast jafngildur Bandaríkjadal . Tölur
um Norðurlönd eru úr CIA World Factbook (GDP
per Capita, PPP, USD) fyrir 2010 . Tölur um ríki í
BNA eru úr Avery (2011) .
við Milton Friedman: „Norrænir menn búa
ekki við fátækt .“ Friedman svaraði að bragði:
„Í Bandaríkjunum búa norrænir menn ekki
heldur við fátækt .“ Talið er, að um 4,4
milljónir Bandaríkjamanna séu af sænskum
ættum . Setjum svo, að þeir stofnuðu eigið
ríki, Nýju-Svíþjóð . Þá væru lífskjör þar 57
þúsund dala verg landsframleiðsla á mann að
meðaltali, talsvert betri en í Bandaríkjunum
að meðaltali, en lífskjör í Bandaríkjunum
eru síðan talsvert betri en í Gömlu-Svíþjóð,
þar sem þau mælast 37 þúsund dala verg
landsframleiðsla á mann að meðaltali
(Sanandaji, 2011, 21) . Og setjum svo,
að Gamla-Svíþjóð ákvæði nú að ganga í
Bandaríkin sem 51 . ríkið . Þá væru lífskjör þar
um eða undir meðallagi í Bandaríkjunum .
Samanburður í tíma er ekki síður fróðlegur
en í rúmi . Svíar fóru árin 1960–1990
„gömlu sænsku leiðina“, sem fólst í háum
sköttum og víðtækri endurdreifingu tekna .
Þeir rötuðu í miklar ógöngur, enda var
hlutfall skatta af landsframleiðslu þar komið
vel yfir 50% . Hagkerfið staðnaði, engin ný
störf urðu til nema í opinbera geiranum .
Árið 1964 voru lífskjör í Svíþjóð svipuð og
í Bandaríkjunum, en árið 1994 voru þau
komin niður í um 75% . Þeir skiptu því um
stefnu upp úr 1990 og hafa síðan farið „nýju
sænsku leiðina“, sem felst í lækkun skatta
og fjölgun tækifæra til einkareksturs . Þetta
hefur haft þær afleiðingar, að þeir hafa dregið
á Bandaríkin . Lífskjör eru komin upp í nær
90% af því, sem gerist vestra (Seðlabankinn
í St . Louis, 2013) .
Nú segja sumir á móti, að lífskjör séu betri
í Bandaríkjunum en Evrópu vegna þess, að
Bandaríkjamenn vinni meira en Evrópubúar .
Það er laukrétt . En hvort er skárra, svitaperlur
eða sultardropar? Bandaríkjamenn vinna
meira af tveimur ástæðum, af því að þeir geta
það og af því að það borgar sig fyrir þá . Þeir
geta það, af því að þar er lítið atvinnuleysi,
verkalýðsfélög verðleggja fólk þar ekki út af
E itt sinn sagði sænskur hagfræðingur hróðugur við
Milton Friedman: „Norrænir menn
búa ekki við fátækt .“ Friedman
svaraði að bragði: „Í Bandaríkjunum
búa norrænir menn ekki heldur við
fátækt .“