Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 42
Þjóðmál voR 2013 41
4 . Verðtrygging hvetur til verðbólgu
Viðskiptabankarnir eiga meira verð-tryggt en þeir skulda . Þess vegna
græða þeir um 1,5 milljarða kr . ef verðlag
hækkar um 1% . Ríkissjóður skuldar 700
milljarða óverðtryggt og hagnast því um
7 milljarða kr . við hvert 1% í verðbólgu .
Bankar og stjórnvöld eru í lykilaðstöðu
hvað varðar að hafa hemil á verðbólgu
en hafa hins vegar lítinn hvata til þess .
Skatta hækk anir síðastliðinna þriggja ára
hækkuðu neyslu vísitölu með þeim afleið-
ingum að skuldir heimilanna hækkuðu
um 22 milljarða kr .
5 . Verðtryggðar skuldir lækka ekki í
kreppu
Þegar efnahagsáföll dynja yfir önnur lönd, leiðir það yfirleitt til lækkunar á
gjaldmiðlinum og þar með lækka bæði laun
og skuldir að raunvirði . Á Íslandi lækka
laun in að raunvirði, en skuldirnar lækka
ekki . Verðtryggingin kemur þannig í veg
fyrir að hagkerfið geti lagað sig að breytt um
að stæðum . Það er því lengur að jafna sig,
skuldir verða óviðráðanlegar, vanskil verða
meiri og gjaldþrot fleiri .
Erlendis er vöxtum er oft haldið lágum
til að vinna gegn samdrætti . Þá verða raun-
vextir oft neikvæðir og eflaust er það mar-
k visst ætlað til að draga úr skuldsetningu .
Verðtryggðir raunvextir geta hins vegar ekki
orðið neikvæðir . Það kann að hljóma eins
og kostur, en er í raun galli því að hag kerfið
er þá lengur að jafna sig . Á því tapa allir og
líka kröfuhafar .
6 . Verðtryggð lán eru jafn óæskileg og
gengistryggð lán
Nú dettur engum í hug að veita geng-is tryggð lán öðrum en þeim sem
geta sýnt fram á tekjur og lánshæfi í gjald-
eyri . Gengistryggð lán til heimila og bíla-
kaupa voru dæmd ólögleg . Af hverju
er samt enn löglegt að veita íslenskum
heimilum, sem hafa tekjur í íslenskum
krónum, lán í neysluvísitölukrónum? Þetta
eru tvær ólíkar myntir . Íslenska krónan er
veik og sveiflukennd mynt en neyslu vísitölu-
króna er sterkari en bæði dollar og evra .
7 . Er verðtrygging ólögleg?
Færð hafa verið rök fyrir því að verð-trygging eða framkvæmd hennar kunni
að vera ólögleg . Nokkur ár gætu liðið þar til
botn fæst í það álitamál fyrir dómstólum .
Á meðan óvissa ríkir um lögmæti
verðtryggingar er óvarlegt af stjórnvöldum
og lánveitendum að bjóða upp á verðtryggð
lán eins og ekkert sé .
8 . Verðbólgumælingar eru ónákvæm
vísindi
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi að verðlag sé rétt mælt . Álitamálin í
mælingu og útreikningum eru margvísleg .
Er réttlátt að hafa skattahækkanir inni í
Gengistryggð lán til heimilaog bílakaupa voru dæmd
ólögleg . Af hverju er samt enn
löglegt að veita íslenskum
heimilum, sem hafa tekjur
í íslenskum krónum, lán í
neysluvísitölukrónum?
Þetta eru tvær ólíkar myntir .
Íslenska krónan er veik og
sveiflukennd mynt en
neyslu vísitölukróna er sterkari
en bæði dollar og evra .