Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 25
24 Þjóðmál voR 2013
eru öfund og leti líka . Frjálshyggjumenn
geta ólíkt sósíalistum sofið á næturnar, þegar
öðrum gengur vel . Þeir samgleðjast þeim,
sem skara fram úr . Þeir hafa meiri áhuga á
sköpun gæð anna en skiptingu þeirra . Hvort
vilja menn frekar, að börn þeirra fæðist í
Jafnaðarlandi, þar sem kjör eru jöfn, en ekki
góð, eða í Tæki færalandi, þar sem kjör eru
misjöfn, en kjör hinna verst settu skárri en
annars staðar? Hvort vilja þeir, að þau fæðist
í Jafnaðarlandi, þar sem ráðið við fátækt er
að gera hana bærilegri með bótum, eða í
Tækifæralandi, þar sem ráðið er að fjölga
tækifærum hinna fátæku til að vinna sig út
úr fátækt? Tekjudreifing getur vissulega verið
ójöfn í frjálsum hagkerfum, þótt það sé að
vísu ekki algilt lögmál . En stundum finnst
frjálshyggjumönnum ekkert athugavert
við ójafna tekjudreifingu (sbr . Nozick,
1974) . Setjum svo, að á Íslandi sé fremur
jöfn tekjudreifing, sem jafnaðarmenn séu
sáttir við . Síðan komi Milton Friedman
til landsins í því skyni að halda fyrirlestur
á Hótel Sögu . Hann setur upp 10 þúsund
króna aðgangseyri, og salurinn tekur 500
manns . Húsfyllir er á fyrirlestrinum, og
áheyrendur hverfa þaðan hinir ánægðustu .
Þá er Friedman fimm milljón krónum ríkari
og 500 manns 10 þúsund krónum fátækari
hver . Tekjudreifingin er orðin ójafnari . En
hvar er ranglætið?
4 . Er Evrópa betri fyrirmynd en
Vesturheimur?
Fjórðu spurningunni, hvort Evrópa sé Íslendingum betri fyrirmynd en Vest-
ur heimur, verður ekki svarað með einföldu
jái eða neii . Víst er að minnsta kosti, að
Bandaríkin eru ekkert draumaríki frjáls-
hyggjunnar . Bandaríska hagkerfið mæld -
ist árið 2010 aðeins 18 . frjálsasta hag kerfi
heims . Fimm frjálsustu hagkerfin voru
þá (í þessari röð) Hong Kong, Singapúr,
Nýja-Sjáland, Sviss og Ástralía (Gwartney,
2012) . En atvinnufrelsi er ekki allt .
Frjálshyggjumenn geta ekki verið hrifnir af
öllum þáttum stjórnarfarsins í borgríkjun-
um kínversku, Hong Kong og Singapúr .
Fá menn þar að þroska einstaklingseðli
sitt í nægum friði fyrir stjórnvöldum?
Líklega er Sviss einna næst því allra ríkja
að vera fyrirmyndarríki frjálshyggjunnar .
Þar er hagkerfið ekki aðeins frjálst, heldur
eru kúgun eins hóps á öðrum reistar
óvenjuþröngar skorður . Svisslendingar
hafa lært að lifa saman við frelsi, þótt
sundurleitir séu, tali margar tungur og
stundi ólík trúarbrögð (Curzon-Price, 2001;
Bessard, 2007) . En margt er samt gott um
Bandaríkin og fróðlegt að bera saman lífskjör
í hinum 50 ríkjum þar vestra og í hinum 27
ríkjum Evrópusambandsins . Af 25 ríkustu
ríkjunum í slíkum heildarsamanburði eru
24 í Bandaríkjunum, Delaware, Alaska,
Connecticut og svo framvegis, og aðeins
eitt í Evrópusambandinu, Lúxemborg . Af
25 fátækustu ríkjunum eru 16 fátækustu öll
Hvort vilja menn frekar, að börn þeirra fæðist í
Jafnaðarlandi, þar sem kjör eru jöfn,
en ekki góð, eða í Tækifæralandi,
þar sem kjör eru misjöfn, en kjör
hinna verst settu skárri en annars
staðar? Hvort vilja þeir, að þau
fæðist í Jafnaðarlandi, þar sem ráðið
við fátækt er að gera hana bærilegri
með bótum, eða í Tækifæralandi,
þar sem ráðið er að fjölga tækifærum
hinna fátæku til að vinna sig út úr
fátækt?