Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 25

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 25
24 Þjóðmál voR 2013 eru öfund og leti líka . Frjálshyggjumenn geta ólíkt sósíalistum sofið á næturnar, þegar öðrum gengur vel . Þeir samgleðjast þeim, sem skara fram úr . Þeir hafa meiri áhuga á sköpun gæð anna en skiptingu þeirra . Hvort vilja menn frekar, að börn þeirra fæðist í Jafnaðarlandi, þar sem kjör eru jöfn, en ekki góð, eða í Tæki færalandi, þar sem kjör eru misjöfn, en kjör hinna verst settu skárri en annars staðar? Hvort vilja þeir, að þau fæðist í Jafnaðarlandi, þar sem ráðið við fátækt er að gera hana bærilegri með bótum, eða í Tækifæralandi, þar sem ráðið er að fjölga tækifærum hinna fátæku til að vinna sig út úr fátækt? Tekjudreifing getur vissulega verið ójöfn í frjálsum hagkerfum, þótt það sé að vísu ekki algilt lögmál . En stundum finnst frjálshyggjumönnum ekkert athugavert við ójafna tekjudreifingu (sbr . Nozick, 1974) . Setjum svo, að á Íslandi sé fremur jöfn tekjudreifing, sem jafnaðarmenn séu sáttir við . Síðan komi Milton Friedman til landsins í því skyni að halda fyrirlestur á Hótel Sögu . Hann setur upp 10 þúsund króna aðgangseyri, og salurinn tekur 500 manns . Húsfyllir er á fyrirlestrinum, og áheyrendur hverfa þaðan hinir ánægðustu . Þá er Friedman fimm milljón krónum ríkari og 500 manns 10 þúsund krónum fátækari hver . Tekjudreifingin er orðin ójafnari . En hvar er ranglætið? 4 . Er Evrópa betri fyrirmynd en Vesturheimur? Fjórðu spurningunni, hvort Evrópa sé Íslendingum betri fyrirmynd en Vest- ur heimur, verður ekki svarað með einföldu jái eða neii . Víst er að minnsta kosti, að Bandaríkin eru ekkert draumaríki frjáls- hyggjunnar . Bandaríska hagkerfið mæld - ist árið 2010 aðeins 18 . frjálsasta hag kerfi heims . Fimm frjálsustu hagkerfin voru þá (í þessari röð) Hong Kong, Singapúr, Nýja-Sjáland, Sviss og Ástralía (Gwartney, 2012) . En atvinnufrelsi er ekki allt . Frjálshyggjumenn geta ekki verið hrifnir af öllum þáttum stjórnarfarsins í borgríkjun- um kínversku, Hong Kong og Singapúr . Fá menn þar að þroska einstaklingseðli sitt í nægum friði fyrir stjórnvöldum? Líklega er Sviss einna næst því allra ríkja að vera fyrirmyndarríki frjálshyggjunnar . Þar er hagkerfið ekki aðeins frjálst, heldur eru kúgun eins hóps á öðrum reistar óvenjuþröngar skorður . Svisslendingar hafa lært að lifa saman við frelsi, þótt sundurleitir séu, tali margar tungur og stundi ólík trúarbrögð (Curzon-Price, 2001; Bessard, 2007) . En margt er samt gott um Bandaríkin og fróðlegt að bera saman lífskjör í hinum 50 ríkjum þar vestra og í hinum 27 ríkjum Evrópusambandsins . Af 25 ríkustu ríkjunum í slíkum heildarsamanburði eru 24 í Bandaríkjunum, Delaware, Alaska, Connecticut og svo framvegis, og aðeins eitt í Evrópusambandinu, Lúxemborg . Af 25 fátækustu ríkjunum eru 16 fátækustu öll Hvort vilja menn frekar, að börn þeirra fæðist í Jafnaðarlandi, þar sem kjör eru jöfn, en ekki góð, eða í Tækifæralandi, þar sem kjör eru misjöfn, en kjör hinna verst settu skárri en annars staðar? Hvort vilja þeir, að þau fæðist í Jafnaðarlandi, þar sem ráðið við fátækt er að gera hana bærilegri með bótum, eða í Tækifæralandi, þar sem ráðið er að fjölga tækifærum hinna fátæku til að vinna sig út úr fátækt?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.