Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 53
52 Þjóðmál voR 2013
á tilboðsmarkað Kauphallarinnar, sem var
og gert .23 Sama dag gerði Landsbankinn
samning við S-hópsfélögin fjögur um sölu
á allt að 8% af hlutafé VÍS, þar sem seldir
skyldu hlutir í réttu hlutfalli við eignarhlut
allra .24 Á þessum tímapunkti mátti því sjá
að það markmið, að koma VÍS í dreifðari
eignaraðild, var að verða að veruleika .
Halldór J . Kristjánsson, þáverandi
banka stjóri Landsbankans, segir að ýmsir
kostir hafi verið í skoðaðir í málefnum
VÍS á þessum árum . Eftir að hann settist
í stól bankastjóra Landsbankans árið 1998
viðraði hann þá hugmynd í stjórn VÍS fyrir
hönd Landsbankans að sameina hann og
tryggingafélagið . Ekki hafi verið grundvöllur
fyrir því, enda segir Halldór að reynslan í
bankaheiminum sýni að betra sé að skilja
bankastarfsemi frá tryggingastarfsemi . Eftir
þetta hafi Halldór lagt áherslu á að bankinn
eignaðist VÍS að fullu eða seldi sig ella út
úr félaginu . Hann hafi haft meiri áhuga
á að byggja upp viðskiptalegan grunn
Landsbankans, þar sem fleiri tækifæri
buðust . Að auki hafi framlegð af eignarhlut
bankans í VÍS, sem var gríðarstór, verið
ófullnægjandi og hann verið íþyngjandi fyrir
eiginfjárstöðu bankans . Af þessum sökum
hafi þreifingar um sölu VÍS-hlutanna hafist
fyrir árið 2002 og þeim kosti að selja verið
haldið opnum af hálfu Landsbankans .25
Þegar hér var komið sögu varð þó viss
forsendubrestur . Hinn 10 . júlí, sama
dag og tilkynnt var um skráningu VÍS á
markað, tilkynnti Framkvæmdanefnd um
einkavæðingu (FNE) að hún óskaði eftir
áhugasömum fjárfestum til að kaupa í
það minnsta 25% hlutafjár ríkisbankanna
23 Vef . „Hlutabréf Vátryggingafélags Íslands hf . verða skráð
á Tilboðsmarkaðinn 12 . júlí“, www .news .icex .is, 10 . júlí
2002, sótt í janúar 2013 .
24 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um
yfirráð í VÍS“, bls . 11 .
25 Viðtal höfundar við Halldór J . Kristjánsson, dags . 15 .
febrúar 2013 .
tveggja .26 Skömmu áður, eða hinn 3 . júlí,
hafði nefndin tilkynnt að fjárfestarnir
Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor
sonur hans og Magnús Þorsteinsson hefðu
lýst yfir áhuga á að kaupa „umtalsverðan“
hlut í Landsbanka Íslands .27 Frestur til að
lýsa áhuga átti að renna út 25 . júlí 2002 .
Nefndin tilkynnti daginn eftir hverjir hefðu
lýst yfir áhuga á að kaupa .
Í millitíðinni dró hins vegar til tíðinda
í málefnum VÍS . Mánudaginn 22 . júlí
lagði S-hópurinn fram sameiginlegt til-
boð til Landsbankans um kaup á 10% af
heildarhlutafé hans í VÍS . Gert var ráð
fyrir að prósentin tíu myndu skiptast í
samræmi við eignarhlutfall félaganna í VÍS
en kauptilboðið miðaðist við gengið 24,5
sem var gengi félagsins á tilboðsmarkaði
Kauphallar Íslands föstudaginn áður . Í
sama tilboði var falast eftir 25,1% af öllu
hlutafé LÍFÍS að því gefnu að fyrra tilboðið
yrði samþykkt og „ef ósk [kæmi] fram um
það af hálfu VÍS fyrir 1 . september 2002,
á sanngjörnu markaðsverði“ .28 Kristinn
Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður, sem sá
um samskipti S-hópsins við Landsbankann
á þessum tíma, segir ástæðuna fyrir
kauptilboðinu hafa verið þá að til stóð
að selja kjölfestuhlut í Landsbankanum,
en salan yrði ekki í dreifðri eignaraðild
eins og áður hefði verið boðað . Þessu til
staðfestingar má nefna að rúmum mánuði
áður, eða hinn 14 . júní, seldi ríkið 20% af
hlutafé Landsbankans á almennu útboði .
Forsvarsmenn S-hópsins töldu að forsendur
fyrir samstarfi innan VÍS við Landsbank-
26 Vef . „Einkavæðing Landsbanka Íslands hf . og
Búnaðarbanka Íslands hf .“, www .news .icex .is, 10 . júlí
2002, sótt í janúar 2013 .
27 Vef . „Óskað eftir viðræðum um kaup á hlutabréfum í
Landsbanka Íslands hf .“, http://www .forsaetisraduneyti .is/
raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/251, 3 . júlí 2002, sótt
í janúar 2013 .
28 Bréf . Afrit af kauptilboði, dags . 22 . júlí 2002 frá
Andvöku, Samvinnutryggingum, Samvinnulífeyris sjóðnum
og Keri til Landsbankans .