Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 53
52 Þjóðmál voR 2013 á tilboðsmarkað Kauphallarinnar, sem var og gert .23 Sama dag gerði Landsbankinn samning við S-hópsfélögin fjögur um sölu á allt að 8% af hlutafé VÍS, þar sem seldir skyldu hlutir í réttu hlutfalli við eignarhlut allra .24 Á þessum tímapunkti mátti því sjá að það markmið, að koma VÍS í dreifðari eignaraðild, var að verða að veruleika . Halldór J . Kristjánsson, þáverandi banka stjóri Landsbankans, segir að ýmsir kostir hafi verið í skoðaðir í málefnum VÍS á þessum árum . Eftir að hann settist í stól bankastjóra Landsbankans árið 1998 viðraði hann þá hugmynd í stjórn VÍS fyrir hönd Landsbankans að sameina hann og tryggingafélagið . Ekki hafi verið grundvöllur fyrir því, enda segir Halldór að reynslan í bankaheiminum sýni að betra sé að skilja bankastarfsemi frá tryggingastarfsemi . Eftir þetta hafi Halldór lagt áherslu á að bankinn eignaðist VÍS að fullu eða seldi sig ella út úr félaginu . Hann hafi haft meiri áhuga á að byggja upp viðskiptalegan grunn Landsbankans, þar sem fleiri tækifæri buðust . Að auki hafi framlegð af eignarhlut bankans í VÍS, sem var gríðarstór, verið ófullnægjandi og hann verið íþyngjandi fyrir eiginfjárstöðu bankans . Af þessum sökum hafi þreifingar um sölu VÍS-hlutanna hafist fyrir árið 2002 og þeim kosti að selja verið haldið opnum af hálfu Landsbankans .25 Þegar hér var komið sögu varð þó viss forsendubrestur . Hinn 10 . júlí, sama dag og tilkynnt var um skráningu VÍS á markað, tilkynnti Framkvæmdanefnd um einkavæðingu (FNE) að hún óskaði eftir áhugasömum fjárfestum til að kaupa í það minnsta 25% hlutafjár ríkisbankanna 23 Vef . „Hlutabréf Vátryggingafélags Íslands hf . verða skráð á Tilboðsmarkaðinn 12 . júlí“, www .news .icex .is, 10 . júlí 2002, sótt í janúar 2013 . 24 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS“, bls . 11 . 25 Viðtal höfundar við Halldór J . Kristjánsson, dags . 15 . febrúar 2013 . tveggja .26 Skömmu áður, eða hinn 3 . júlí, hafði nefndin tilkynnt að fjárfestarnir Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor sonur hans og Magnús Þorsteinsson hefðu lýst yfir áhuga á að kaupa „umtalsverðan“ hlut í Landsbanka Íslands .27 Frestur til að lýsa áhuga átti að renna út 25 . júlí 2002 . Nefndin tilkynnti daginn eftir hverjir hefðu lýst yfir áhuga á að kaupa . Í millitíðinni dró hins vegar til tíðinda í málefnum VÍS . Mánudaginn 22 . júlí lagði S-hópurinn fram sameiginlegt til- boð til Landsbankans um kaup á 10% af heildarhlutafé hans í VÍS . Gert var ráð fyrir að prósentin tíu myndu skiptast í samræmi við eignarhlutfall félaganna í VÍS en kauptilboðið miðaðist við gengið 24,5 sem var gengi félagsins á tilboðsmarkaði Kauphallar Íslands föstudaginn áður . Í sama tilboði var falast eftir 25,1% af öllu hlutafé LÍFÍS að því gefnu að fyrra tilboðið yrði samþykkt og „ef ósk [kæmi] fram um það af hálfu VÍS fyrir 1 . september 2002, á sanngjörnu markaðsverði“ .28 Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður, sem sá um samskipti S-hópsins við Landsbankann á þessum tíma, segir ástæðuna fyrir kauptilboðinu hafa verið þá að til stóð að selja kjölfestuhlut í Landsbankanum, en salan yrði ekki í dreifðri eignaraðild eins og áður hefði verið boðað . Þessu til staðfestingar má nefna að rúmum mánuði áður, eða hinn 14 . júní, seldi ríkið 20% af hlutafé Landsbankans á almennu útboði . Forsvarsmenn S-hópsins töldu að forsendur fyrir samstarfi innan VÍS við Landsbank- 26 Vef . „Einkavæðing Landsbanka Íslands hf . og Búnaðarbanka Íslands hf .“, www .news .icex .is, 10 . júlí 2002, sótt í janúar 2013 . 27 Vef . „Óskað eftir viðræðum um kaup á hlutabréfum í Landsbanka Íslands hf .“, http://www .forsaetisraduneyti .is/ raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/251, 3 . júlí 2002, sótt í janúar 2013 . 28 Bréf . Afrit af kauptilboði, dags . 22 . júlí 2002 frá Andvöku, Samvinnutryggingum, Samvinnulífeyris sjóðnum og Keri til Landsbankans .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.