Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál voR 2013 tapa eru fátækir frumbyggjar svæðanna sem arð rænd eru . Harðviður er einnig flutttur frá Afríku, — frá Mósambik og fleiri löndum . Árið 2010 fluttu Kínverjar út húsgögn að verðmæti 16 milljarða USD . Með sama áframhaldi styttist í það að eftirsóttustu viðartegundirnar hrein- lega hverfi af heimsmarkaði, þeim verði útrýmt — svo hart ganga Kínverjar fram . Kínverjar stunda námugröft í Perú • (ríkisfyrirtækið Shougang) . Þar búa inn- fæddir námuverkamenn við allt önnur kjör en fulltrúar herraþjóðarinnar sem rekur námuna . Átta kínversk fyrir- tæki nýta 295 leyfi til námarekstrar í Perú . Víða eru umhverfismál og meng- unarvarnir í megnasta ólagi . Það er regla fremur en undantekning því að þar, eins og annars staðar, þar sem Kínverjar nýta náttúruauðlindir, eru umhverfismál í megnasta ólestri . Í Kongólýðveldinu (DRC) hafa Kín-• verjar leyfi til að stunda námagröft næstu 30 ár (kopar og kóbalt) . Í staðinn eiga þeir að leggja vegi, byggja brýr, flug- velli, leggja lestarteina, byggja sjúkra hús, háskóla og íbúðarhúsnæði . Gæði þeirra framkvæmda eru ekki ævinlega í sam- ræmi við magnið eins og frá er greint í bókinni . Kínverski EXIM-bank inn mun leggja fram 6 milljarða Banda- ríkjadala, en arður Kínverja af andvirði þeirrar fjárfestingar er metinn sex- til tuttugufaldur . Frá Túrkmenistan hefur verið lögð 7000 • km löng gasleiðsla . Þaðan streymir gasið inn í eldhúsin í Kanton og Shanghai eins og sagt er frá í bókinni . Þetta er auðvitað aðeins einn þátturinn í því að tryggja hinni óseðjandi kínversku hagvél eldsneyti . Olía og gas streyma til Kína úr öllum áttum . Ekki síst frá austustu fyrr- um sovétlýðveldunum þar sem mikil auð- ævi eru í jörðu, olía, gas og málmar . Segja má að alls staðar í veröldinni, þar sem sést olíubrák, gasþefur er í lofti eða glittir í góða málma, séu fulltrúar kín verska al- þýðu lýðveldisins ekki langt undan . En Kínverjar þurfa ekki bara hráefni • til að fóðra óseðjandi efnahagsvél hins volduga ríkis . Þeir þurfa líka stuðning annarra ríkja á alþjóðavettvangi . Til eru enn þau ríki, örfá, kannski rúmlega 20, sem enn styðja Taívan fremur en Kína . Í bókinni segir frá því hvernig Kínverjar fengju Kostaríka til að hverfa frá stuðningi við Taívan: Samkvæmt samningi, sem gerður var í Beijing 31 . maí 2007, fékk Kostaríka 30 milljón USD í reiðufé . Kínverjar keyptu ríkis- skuldabréf af fjármálaráðuneyti þeirra fyrir 300 milljón USD og síðan bættust við gjafir af ýmsu tagi að verðmæti 100 milljón USD (þar á meðal var íþrótta- leikvangur, — mjög algengt er að Kínverjar gefi þróunarríkjum knatt- spyrnu- og íþróttaleikvanga) . E eru áhrif Kína í þriðja heiminum al-slæm? Auðvitað ekki og þar er langur vegur frá . Gefum höfundum orðið: Á öllum ferðalögum okkar þráspurðum við sjálfa okkur: Skapar samstarfið við Kína löndum þriðja heimsins tækifæri? Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er ekki minnsti vafi á að útþensla Kína í þriðja heiminum hefur markað djúp spor í löndunum sem þar koma við sögu . Það væri engu að síður óheiðarlegt að gera lítið úr þeim jákvæðu áhrifum sem þessi útþensla hefur haft beint eða óbeint á milljónir manna um víða veröld . Við megum ekki gleyma þeim þúsundum starfa sem hafa orðið til, fjármagnsflæðinu sem langtímaskuldbindingar um kaup nátt- úruauðlinda hafa skapað og nýjum innviðum sem komið hefur verið upp í þriðja heiminum . Jafnrangt væri að gleyma öllum þeim ódýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.