Þjóðmál - 01.03.2013, Blaðsíða 33
32 Þjóðmál voR 2013
tapa eru fátækir frumbyggjar svæðanna
sem arð rænd eru . Harðviður er einnig
flutttur frá Afríku, — frá Mósambik og
fleiri löndum . Árið 2010 fluttu Kínverjar
út húsgögn að verðmæti 16 milljarða
USD . Með sama áframhaldi styttist í það
að eftirsóttustu viðartegundirnar hrein-
lega hverfi af heimsmarkaði, þeim verði
útrýmt — svo hart ganga Kínverjar fram .
Kínverjar stunda námugröft í Perú •
(ríkisfyrirtækið Shougang) . Þar búa inn-
fæddir námuverkamenn við allt önnur
kjör en fulltrúar herraþjóðarinnar sem
rekur námuna . Átta kínversk fyrir-
tæki nýta 295 leyfi til námarekstrar í
Perú . Víða eru umhverfismál og meng-
unarvarnir í megnasta ólagi . Það er regla
fremur en undantekning því að þar, eins
og annars staðar, þar sem Kínverjar nýta
náttúruauðlindir, eru umhverfismál í
megnasta ólestri .
Í Kongólýðveldinu (DRC) hafa Kín-•
verjar leyfi til að stunda námagröft
næstu 30 ár (kopar og kóbalt) . Í staðinn
eiga þeir að leggja vegi, byggja brýr, flug-
velli, leggja lestarteina, byggja sjúkra hús,
háskóla og íbúðarhúsnæði . Gæði þeirra
framkvæmda eru ekki ævinlega í sam-
ræmi við magnið eins og frá er greint
í bókinni . Kínverski EXIM-bank inn
mun leggja fram 6 milljarða Banda-
ríkjadala, en arður Kínverja af andvirði
þeirrar fjárfestingar er metinn sex- til
tuttugufaldur .
Frá Túrkmenistan hefur verið lögð 7000 •
km löng gasleiðsla . Þaðan streymir gasið
inn í eldhúsin í Kanton og Shanghai
eins og sagt er frá í bókinni . Þetta er
auðvitað aðeins einn þátturinn í því að
tryggja hinni óseðjandi kínversku hagvél
eldsneyti . Olía og gas streyma til Kína úr
öllum áttum . Ekki síst frá austustu fyrr-
um sovétlýðveldunum þar sem mikil auð-
ævi eru í jörðu, olía, gas og málmar . Segja
má að alls staðar í veröldinni, þar sem
sést olíubrák, gasþefur er í lofti eða glittir
í góða málma, séu fulltrúar kín verska al-
þýðu lýðveldisins ekki langt undan .
En Kínverjar þurfa ekki bara hráefni •
til að fóðra óseðjandi efnahagsvél hins
volduga ríkis . Þeir þurfa líka stuðning
annarra ríkja á alþjóðavettvangi . Til
eru enn þau ríki, örfá, kannski rúmlega
20, sem enn styðja Taívan fremur en
Kína . Í bókinni segir frá því hvernig
Kínverjar fengju Kostaríka til að hverfa
frá stuðningi við Taívan: Samkvæmt
samningi, sem gerður var í Beijing 31 .
maí 2007, fékk Kostaríka 30 milljón
USD í reiðufé . Kínverjar keyptu ríkis-
skuldabréf af fjármálaráðuneyti þeirra
fyrir 300 milljón USD og síðan bættust
við gjafir af ýmsu tagi að verðmæti 100
milljón USD (þar á meðal var íþrótta-
leikvangur, — mjög algengt er að
Kínverjar gefi þróunarríkjum knatt-
spyrnu- og íþróttaleikvanga) .
E eru áhrif Kína í þriðja heiminum al-slæm? Auðvitað ekki og þar er langur
vegur frá . Gefum höfundum orðið:
Á öllum ferðalögum okkar þráspurðum
við sjálfa okkur: Skapar samstarfið við Kína
löndum þriðja heimsins tækifæri? Hvort sem
fólki líkar það betur eða verr þá er ekki minnsti
vafi á að útþensla Kína í þriðja heiminum
hefur markað djúp spor í löndunum sem
þar koma við sögu . Það væri engu að síður
óheiðarlegt að gera lítið úr þeim jákvæðu
áhrifum sem þessi útþensla hefur haft beint
eða óbeint á milljónir manna um víða veröld .
Við megum ekki gleyma þeim þúsundum
starfa sem hafa orðið til, fjármagnsflæðinu
sem langtímaskuldbindingar um kaup nátt-
úruauðlinda hafa skapað og nýjum innviðum
sem komið hefur verið upp í þriðja heiminum .
Jafnrangt væri að gleyma öllum þeim ódýra