Þjóðmál - 01.03.2013, Page 11
10 Þjóðmál voR 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarsson
Frjálshyggjan, kreppan
og kapítalisminn
Inngangur
Kapítalismi er það hagkerfi, sem hvílir á séreign á auðlindum og fram-
leiðslutækjum og samkeppni einkaaðila um
nýtingu þeirra og fullnægingu mannlegra
þarfa, en frjálshyggjumenn telja slíkt hag-
kerfi hugsjónum sínum hentugast .1 And-
lát kapítalismans hefur verið boðað með
hvellum lúðrablæstri á Íslandi síðustu ár .
Árið 2010 birtist bók eftir marga höfunda
gegn honum, og átti Stefán Ólafsson
prófessor þar lengstu greinina . Árið 2011
komu út tvö barátturit gegn kapítalisma,
eftir Stefán Snævarr, heimspekiprófessor
í Noregi, og rithöfundinn Einar Má
Guðmundsson . Árið 2012 voru barátturitin
enn tvö, eftir Einar Má Jónsson,
miðaldafræðing í París, og Ha-Joon Chang,
sem kennir þróunarhagfræði í Cambridge-
háskóla . Lúðrablásturinn bergmálaði á
1 Menn geta hugsanlega verið stuðningsmenn
kapítalismans án þess að vera frjálshyggjumenn, en
menn geta varla verið frjálshyggjumenn án þess að
vera stuðningsmenn kapítalismans í þeirri merkingu,
sem hér er lögð í orðið . Þessi ritgerð er að stofni
fyrirlestur undir sama heiti, sem ég flutti í Hátíðasal
Háskóla Íslands 19 . febrúar 2013 í boði Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála . Ónefndum ritrýni
eru þakkaðar góðar ábendingar .
fundum og í fjölmiðlum . Öndvegissetrið
Edda, sem starfar í Háskóla Íslands á
rausnarlegum styrkjum úr íslenskum
rannsóknarsjóðum, hélt fyrirlestraröð um
„uppgjörið við nýfrjálshyggjuna“ haustið
2010, og fjölmörg viðtöl hafa verið við
höfunda þessara bóka og umræður um
verk þeirra í Ríkisútvarpinu, í Kastljósinu,
Speglinum, Víðsjá, Silfri Egils og mörgum
fréttatímum .
Ég hlýt þó að hryggja höfunda þessara
fimm bóka og aðdáendur þeirra í Ríkis-
útvarpinu með því, að fréttin um andlát
kapítalismans er orðum aukin . Sam kvæmt
víðtækri mælingu á atvinnufrelsi í heim-
inum síðustu þrjátíu árin, sem unnin var
undir forystu bandaríska hagfræðingsins
James Gwartneys (2012), snarjókst at-
vinnu frelsi árin 1985–2000, en hefur ekki
minnkað síðan . Stóra fréttin á fyrsta áratug
21 . aldar er ekki fjármálakreppan á Vestur-
löndum frá 2008, þótt vissulega sé hún
fréttnæm, heldur, að tvær fjölmenn ustu
þjóðir heims, Kínverjar og Indverjar, hafa
tengst heimskapítalismanum . Þetta eru
2,5 milljarður manna, tæpur helmingur
jarðarbúa . Á mælingu Gwartneys og félaga
hans sést, að atvinnufrelsi hefur aukist
verulega í þessum tveimur risaveldum .