Þjóðmál - 01.06.2014, Page 6

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 6
 Þjóðmál SUmAR 2014 5 fyrrverandi forsætisráðherra flokksins var falið að stjórna honum fram að flokksþingi í október 2014 . Í Bretlandi er hart sótt að Nick Clegg, formanni Frjálslynda flokksins, eftir að flokkurinn tapaði illa í ESB-þing kosn- ing unum . UKIP, flokkur sjálf stæðis- sinna, vann þá sögulegan sigur . Innan Frjáls lynda flokksins hefur verið efnt til leynilegra skoðanakannanna til að skýra hug flokksmanna til Cleggs . Hann hefur gegnt embætti vara-forsætisráðherra í bresku samsteypustjórninni og verið ein- dregn asti talsmaður ESB-aðildar meðal breskra stjórnmálaleiðtoga . Dagar hans sem leiðtoga flokks síns eru taldir . Spurning er hvernig að brottförinni verður staðið . Í Danmörku á Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre-flokksins, undir högg að sækja eftir að flokkurinn lenti í þriðja sæti í ESB-þingkosningunum á eftir Danska þjóðarflokknum og jafnaðarmönnum . Fyrir kosningarnar átti Lars Løkke Rasmussen fullt í fangi með að verjast vegna frétta um að flokkurinn hefði greitt honum fatapeninga, borgað flugfarseðla fyrir konu hans og son til Mallorka og staðið undir aukakostnaði á hótelum til að tryggja honum rétt til að reykja inni í herbergi sínu . Á lokadögum kosningabaráttunnar lýstu þingflokkur og framkvæmdastjórn Venstre yfir ein dregn- um stuðningi við formann sinn . Að kosn- ingunum loknum birtast fréttir um að stuðninginn megi rekja til kosninganna en ekki ánægju með formanninn . Kunna pólitískir dagar hans að vera taldir . Þessi þrjú dæmi frá þremur háþróuðum lýðræðisríkjum sýna að kosningar snúast ekki aðeins um val á fólki til trúnaðar- starfanna sem um er að ræða hverju sinni, úrslitin draga hæglega á eftir sér dilk á öðrum vettvangi, einkum gagnvart forystu- sveit stjórnmálaflokka . Almennt traust manna til stjórnmálaflokks ræðst af því hvernig leiðtogar hans bregðast við atvikum og atburðum og þá ekki síst kosn inga úrslit- um . Á síðasta kjörtímabili sat ríkisstjórn í landinu sem tapaði í tveimur ICESAVE- þjóðar atkvæðagreiðslum án þess að telja sér skylt að víkja . Vegna afstöðu þjóðar- innar neyddist hún hins vegar til að taka til varna fyrir ICESAVE fyrir EFTA-dóm- stólnum og þar sigraði málstaður Íslands . Er ekki minnsti vafi á að þetta varð til þess að ríkisstjórnarflokkarnir, Sam fylking og vinstri-grænir, töpuðu illa í þing kosn ing un- um 2013 . II . Þótt Samfylkingin hafi fengið verstu út-reið eins flokks í tæplega 70 ára kosn- inga sögu lýðveldisins í þingkosningunum 2013 hafði það engin áhrif á forystu flokks- ins . Á landsfundi fyrir þingkosningarnar gaf Dagur B . Eggertsson ekki kost á sér Þ essi þrjú dæmi frá þremur háþróuðum lýðræðisríkjum sýna að kosningar snúast ekki aðeins um val á fólki til trúnaðar- starfanna sem um er að ræða hverju sinni, úrslitin draga hæglega á eftir sér dilk á öðrum vettvangi, einkum gagnvart forystu sveit stjórnmálaflokka . Almennt traust manna til stjórnmálaflokks ræðst af því hvernig leiðtogar hans bregðast við atvikum og atburðum og þá ekki síst kosn inga úrslit um .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.