Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 6
 Þjóðmál SUmAR 2014 5 fyrrverandi forsætisráðherra flokksins var falið að stjórna honum fram að flokksþingi í október 2014 . Í Bretlandi er hart sótt að Nick Clegg, formanni Frjálslynda flokksins, eftir að flokkurinn tapaði illa í ESB-þing kosn- ing unum . UKIP, flokkur sjálf stæðis- sinna, vann þá sögulegan sigur . Innan Frjáls lynda flokksins hefur verið efnt til leynilegra skoðanakannanna til að skýra hug flokksmanna til Cleggs . Hann hefur gegnt embætti vara-forsætisráðherra í bresku samsteypustjórninni og verið ein- dregn asti talsmaður ESB-aðildar meðal breskra stjórnmálaleiðtoga . Dagar hans sem leiðtoga flokks síns eru taldir . Spurning er hvernig að brottförinni verður staðið . Í Danmörku á Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre-flokksins, undir högg að sækja eftir að flokkurinn lenti í þriðja sæti í ESB-þingkosningunum á eftir Danska þjóðarflokknum og jafnaðarmönnum . Fyrir kosningarnar átti Lars Løkke Rasmussen fullt í fangi með að verjast vegna frétta um að flokkurinn hefði greitt honum fatapeninga, borgað flugfarseðla fyrir konu hans og son til Mallorka og staðið undir aukakostnaði á hótelum til að tryggja honum rétt til að reykja inni í herbergi sínu . Á lokadögum kosningabaráttunnar lýstu þingflokkur og framkvæmdastjórn Venstre yfir ein dregn- um stuðningi við formann sinn . Að kosn- ingunum loknum birtast fréttir um að stuðninginn megi rekja til kosninganna en ekki ánægju með formanninn . Kunna pólitískir dagar hans að vera taldir . Þessi þrjú dæmi frá þremur háþróuðum lýðræðisríkjum sýna að kosningar snúast ekki aðeins um val á fólki til trúnaðar- starfanna sem um er að ræða hverju sinni, úrslitin draga hæglega á eftir sér dilk á öðrum vettvangi, einkum gagnvart forystu- sveit stjórnmálaflokka . Almennt traust manna til stjórnmálaflokks ræðst af því hvernig leiðtogar hans bregðast við atvikum og atburðum og þá ekki síst kosn inga úrslit- um . Á síðasta kjörtímabili sat ríkisstjórn í landinu sem tapaði í tveimur ICESAVE- þjóðar atkvæðagreiðslum án þess að telja sér skylt að víkja . Vegna afstöðu þjóðar- innar neyddist hún hins vegar til að taka til varna fyrir ICESAVE fyrir EFTA-dóm- stólnum og þar sigraði málstaður Íslands . Er ekki minnsti vafi á að þetta varð til þess að ríkisstjórnarflokkarnir, Sam fylking og vinstri-grænir, töpuðu illa í þing kosn ing un- um 2013 . II . Þótt Samfylkingin hafi fengið verstu út-reið eins flokks í tæplega 70 ára kosn- inga sögu lýðveldisins í þingkosningunum 2013 hafði það engin áhrif á forystu flokks- ins . Á landsfundi fyrir þingkosningarnar gaf Dagur B . Eggertsson ekki kost á sér Þ essi þrjú dæmi frá þremur háþróuðum lýðræðisríkjum sýna að kosningar snúast ekki aðeins um val á fólki til trúnaðar- starfanna sem um er að ræða hverju sinni, úrslitin draga hæglega á eftir sér dilk á öðrum vettvangi, einkum gagnvart forystu sveit stjórnmálaflokka . Almennt traust manna til stjórnmálaflokks ræðst af því hvernig leiðtogar hans bregðast við atvikum og atburðum og þá ekki síst kosn inga úrslit um .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.