Þjóðmál - 01.06.2014, Page 16

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 16
 Þjóðmál SUmAR 2014 15 voga sér útí það, þá verður aldrei neitt úr þeim eða úr landinu og fólkinu .10 En margir hinna yngri voru beinskeyttari í ákafa sínum . Sendibréf Ólafs E . Johnsen, prests á Stað á Reykjanesi, til Jóns á þessum árum sýna mikinn baráttuhita og væntir hann árið 1849 „Islands upprisa frá dauðum og endur nýað líf í öðru sambandi við Danmörku enn verið hefr“ .11 Tveir mikilsmetnir menn af eldri kyn- slóðinni voru ekki á fundinum en rituðu um hann í bréfum sínum fyrir hann, meðan á honum stóð og eftir hann . Frá sjónarhóli þeirra var enda mikið í húfi . Þeir vissu kannski betur en hinir yngri að stjórnmálalífið gæti verið sviptingasamt, eftir margra áratuga bein og óbein afskipti af stjórnmálum danska ríkisins og Íslands . Þeir höfðu sjálfir upplifað árásir Breta á Kaupmannahöfn á tímum Napóleonsstríða og missi Noregs til Svía árið 1814 og fylgst með áhrifum júlíbyltingarinnar 1830, stjórn málaþróun eftir setningu stéttaþinga á 4 . áratug aldarinnar og umræðum um aukið frelsi, frjálslyndi og stjórnarskrár . Þetta voru séra Árni Helga son (1777–1869) prófastur og Bjarni Þorsteinsson (1781–1876), amt- maður á Stapa . Þessir embættismenn höfðu á langri ævi fylgst náið með stjórnar fars- breytingum sem voru að verða í Evrópu og danska ríkinu af næmni og áhuga eins og sendibréf þeirra eru góður vitnisburður um . Þeim voru hugleikin hver framtíðartengsl föðurlandsins Íslands við konungsríkið Danmörku myndu verða . Árni lýsir þinglokunum og segir þau hafa verið: lík þinginu: snubbótt . Þingmenn vildu í 10 Jens Sigurðsson til Jóns Sigurðssonar, Reykjavík 2 . mars 1851, Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval II (Reykjavík 1984), bls . 45 . 11 ÞÍ . E . 10 . 10 . Ólafur E . Johnsen til Jóns Sigurðssonar, Staður á Reykjanesi 2 . október 1849 . hug anum fá þingið lengt, en höfðu ekki reglulega óskað þess . Greifinn hafði áður kunngjört hátíðlega, að það væri á enda 9 . ágúst . Þegar þingið er sett þann sama dag inviterar greifinn þingið in limine in compotum, byrjar ræðu og uppsegir þinginu í kóngsins nafni . Og nú verður öllum bilt við, ys og þras gjörist í salnum og greifinn forðar sér út úr salnum . 12 Lýsing Árna, sem auðvitað var ekki sjónar- vottur, er mun yfirvegaðri en lýsing Þórðar á fundarlokunum . Árni segir fundarmenn „vopndjarfa en ekki vopnfima“ og er spurn hvort það sé líka ekki dæmigert fyrir þá sem eru á mörkum þess að vera „af kultur og vildhed?“ og mönnum mislánist gjarnan „að vera einfaldir sem dúfur og kænir sem höggormar“ .13 Læknir af yngri kynslóðinni, vinur Jóns frá stúdentsárum í Höfn, Gísli Hjálmarsson, er aftur á móti mun heitari í skrifum sínum eftir fundinn og segist aldrei á ævi sinni hafa verið eins „fullur fagnaðar“ og þegar hann heyrði tíðindin um endalyktir fundarins . Hann kallar stjórnina „bölvaða stjúpu“ og segir hjarta sitt „þrungið af harmi“ vegna framkomunnar .14 Þó að straumur tíðarandans liði áfram og hinir eldri væru ekki eins ákafir í pólitísku umróti sumarsins 1851 á Íslandi og yngri menn, væntu þeir samt breytinga á stjórnarfarslegri stöðu landsins er fram liðu stundir . Árni skrifar í bréfinu til Bjarna að þó að framgangan hafi verið brösugleg á þinginu þá hafi hann „eiginlega [ekki] neitt á móti því að sjá hann [Jón Sigurðsson], því ætíð verður hann merkilegur maður og kannski historisk persóna“ .15 12 Árni Helgason til Bjarna Þorsteinssonar, Görðum 11 . ágúst 1851, Biskupinn í Görðum, bls . 311 . 13 Sama rit, bls . 311 . 14 Gísli Hjálmarsson til Jóns Sigurðssonar, p . t . Eskifirði 20 . október 1851, Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval I (Reykjavík 1980), bls . 75–78 . 15 Biskupinn í Görðum, bls . 312 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.