Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 16

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 16
 Þjóðmál SUmAR 2014 15 voga sér útí það, þá verður aldrei neitt úr þeim eða úr landinu og fólkinu .10 En margir hinna yngri voru beinskeyttari í ákafa sínum . Sendibréf Ólafs E . Johnsen, prests á Stað á Reykjanesi, til Jóns á þessum árum sýna mikinn baráttuhita og væntir hann árið 1849 „Islands upprisa frá dauðum og endur nýað líf í öðru sambandi við Danmörku enn verið hefr“ .11 Tveir mikilsmetnir menn af eldri kyn- slóðinni voru ekki á fundinum en rituðu um hann í bréfum sínum fyrir hann, meðan á honum stóð og eftir hann . Frá sjónarhóli þeirra var enda mikið í húfi . Þeir vissu kannski betur en hinir yngri að stjórnmálalífið gæti verið sviptingasamt, eftir margra áratuga bein og óbein afskipti af stjórnmálum danska ríkisins og Íslands . Þeir höfðu sjálfir upplifað árásir Breta á Kaupmannahöfn á tímum Napóleonsstríða og missi Noregs til Svía árið 1814 og fylgst með áhrifum júlíbyltingarinnar 1830, stjórn málaþróun eftir setningu stéttaþinga á 4 . áratug aldarinnar og umræðum um aukið frelsi, frjálslyndi og stjórnarskrár . Þetta voru séra Árni Helga son (1777–1869) prófastur og Bjarni Þorsteinsson (1781–1876), amt- maður á Stapa . Þessir embættismenn höfðu á langri ævi fylgst náið með stjórnar fars- breytingum sem voru að verða í Evrópu og danska ríkinu af næmni og áhuga eins og sendibréf þeirra eru góður vitnisburður um . Þeim voru hugleikin hver framtíðartengsl föðurlandsins Íslands við konungsríkið Danmörku myndu verða . Árni lýsir þinglokunum og segir þau hafa verið: lík þinginu: snubbótt . Þingmenn vildu í 10 Jens Sigurðsson til Jóns Sigurðssonar, Reykjavík 2 . mars 1851, Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval II (Reykjavík 1984), bls . 45 . 11 ÞÍ . E . 10 . 10 . Ólafur E . Johnsen til Jóns Sigurðssonar, Staður á Reykjanesi 2 . október 1849 . hug anum fá þingið lengt, en höfðu ekki reglulega óskað þess . Greifinn hafði áður kunngjört hátíðlega, að það væri á enda 9 . ágúst . Þegar þingið er sett þann sama dag inviterar greifinn þingið in limine in compotum, byrjar ræðu og uppsegir þinginu í kóngsins nafni . Og nú verður öllum bilt við, ys og þras gjörist í salnum og greifinn forðar sér út úr salnum . 12 Lýsing Árna, sem auðvitað var ekki sjónar- vottur, er mun yfirvegaðri en lýsing Þórðar á fundarlokunum . Árni segir fundarmenn „vopndjarfa en ekki vopnfima“ og er spurn hvort það sé líka ekki dæmigert fyrir þá sem eru á mörkum þess að vera „af kultur og vildhed?“ og mönnum mislánist gjarnan „að vera einfaldir sem dúfur og kænir sem höggormar“ .13 Læknir af yngri kynslóðinni, vinur Jóns frá stúdentsárum í Höfn, Gísli Hjálmarsson, er aftur á móti mun heitari í skrifum sínum eftir fundinn og segist aldrei á ævi sinni hafa verið eins „fullur fagnaðar“ og þegar hann heyrði tíðindin um endalyktir fundarins . Hann kallar stjórnina „bölvaða stjúpu“ og segir hjarta sitt „þrungið af harmi“ vegna framkomunnar .14 Þó að straumur tíðarandans liði áfram og hinir eldri væru ekki eins ákafir í pólitísku umróti sumarsins 1851 á Íslandi og yngri menn, væntu þeir samt breytinga á stjórnarfarslegri stöðu landsins er fram liðu stundir . Árni skrifar í bréfinu til Bjarna að þó að framgangan hafi verið brösugleg á þinginu þá hafi hann „eiginlega [ekki] neitt á móti því að sjá hann [Jón Sigurðsson], því ætíð verður hann merkilegur maður og kannski historisk persóna“ .15 12 Árni Helgason til Bjarna Þorsteinssonar, Görðum 11 . ágúst 1851, Biskupinn í Görðum, bls . 311 . 13 Sama rit, bls . 311 . 14 Gísli Hjálmarsson til Jóns Sigurðssonar, p . t . Eskifirði 20 . október 1851, Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval I (Reykjavík 1980), bls . 75–78 . 15 Biskupinn í Görðum, bls . 312 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.