Þjóðmál - 01.06.2014, Side 47

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 47
46 Þjóðmál SUmAR 2014 treður jafnvel Þjóðverjum um tær, og er þá mikið sagt enda borga Þjóðverjar mest allra þjóða í sjóði sambandsins . Ísland innan veggja sambandsins væri eins og laufblað í íslensku roki að reyna svífa á móti vindi . Ísland innan ESB yrði raunar eins og íslenskt sveitarfélag í dag: Máttlaust gagnvart ofríki yfirstjórnarinnar, sem sendir hverja tilskipunina á fætur annarri niður valdastigann án þess að bjóða upp á sveigjanleika til útfærslu eða fjármuni til að framkvæma . Skatta mætti ekki lækka „of mikið“ til að rugga ekki bátnum né of mikið til að valda ekki fólksflótta . Bæði ESB og hið íslenska ríki hafa hugmyndir um það hvað undirsátar þeirra eiga að gera og hvenær og hvað á að skattpína borgar ana mikið . Hvert stefnir? Í allri umræðu um stjórnunareiningar, stórar sem smáar, þarf að hafa eitt í huga: Hvernig viðkomandi eining þróast? Þróast hún í átt að samþjöppun valds, auknu skrifræði, þyngri skattbyrðum, þéttari reglugerðafrumskógi og aukinni spill ingu? Um Evrópusambandið má tvímælalaust segja allt þetta . Um íslensk sveitarfélög í núver andi mynd og í núverandi samruna- þróun má að sumu leyti segja hið sama . Með því að losa tökin á sveitarfélögunum og gera þau viðkvæm fyrir samkeppni hvert frá öðru, og klofningi í frumeindir, mætti snúa þeirri þróun við . Breytingar á núverandi stefnu Evrópusambandsins eru varla raunhæf stefna, a .m .k . ekki fyrir nokkurn Íslending, innan eða utan sam- bandsins . Að gera sveitarfélög á Íslandi viðkvæmari fyrir kröfum íbúa sinna er hins vegar bara spurning um breytingar á íslenskum landslögum — á morgun! Fyrir frjálshyggjumanninn ætti spurn- ingi n um aðild Íslands að sambandinu að vera augljós þegar allt er tekið með í reikn- ing inn: Aðild hefði í för með sér miklu fleiri ókosti en kosti . Hvers vegna? Jú, meðal annars vegna þess að hún skiptir á stóru ríkisvaldi fyrir enn stærra ríkisvald . Frjáls- hyggjumaðurinn á að synda í hina áttina . Í sland innan ESB yrði raunar eins og íslenskt sveitarfélag í dag: Máttlaust gagnvart ofríki yfirstjórnarinnar, sem sendir hverja tilskipunina á fætur annarri niður valdastigann án þess að bjóða upp á sveigjan- leika til útfærslu eða fjármuni til að framkvæma . . . Fyrir frjálshyggjumanninn ætti spurningin um aðild Íslands að sambandinu að vera augljós þegar allt er tekið með í reikninginn: Aðild hefði í för með sér miklu fleiri ókosti en kosti . Hvers vegna? Jú, meðal annars vegna þess að hún skiptir á stóru ríkisvaldi fyrir enn stærra ríkisvald . Frjálshyggjumaðurinn á að synda í hina áttina .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.