Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 48

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 48
 Þjóðmál SUmAR 2014 47 Þorsteinn Antonsson Kristmann talar sínu máli 1 Hvers vegna flutti Kristmann Guð-mundsson rithöfundur (1901–1993) frá Noregi heim til Íslands 1938 eftir að vera orðinn þar þekktur og vinsæll á til- tölulega skömmum tíma, var jafnvel skrefi frá heimsfrægð eins og hann gefur í skyn í bréfi hér á eftir? Eftir yfirborðskynni skrifar hann Guð mundi Finnbogasyni landsbóka- verði (1873–1944) tvö bréf árið 1932 þar sem hann gerir betur grein fyrir sjálfum sér en fram kemur í flestum öðrum heimildum . Bréfin fara hér á eftir; skáletranir eru bréf- ritara: Oslo 2 . jan . 1932 Kæri prófessor Guðmundur Finn boga- son . — Þakka kort með jólakveðju og nýjárs- ósk um . — Auðvitað gerist nú engin þörf að svara því, þar sem kort yðar eru svar, — en skollinn má vita hvers vegna mér finst ég endilega þurfi að skrifa yður í kvöld? Dagsverkinu er lokið — það er að segja, ég nenni ekki meiru í þetta sinn; og þó ég sje alt annað en vanur að fylgja fram öllu sem mjer dettur í hug og langar til, þá ætla ég að gera það núna! — Mjer þykir vænt um ef bækur mínar hafa veitt yður ánægju nokkrar stundir . Ef yður vantar einhverja af þeim eldri, er yður velkomið að fá þær sendar; látið mig vita . — Þetta er nú altsaman aðeins byrjunin vona ég; mjer finnst ég varla vera kominn að efninu ennþá . Er altaf með stærðar sögu frá landnámsöld, búinn að vera að gaufa við hana í ár og verð tvö til, ef alt gengur bærilega . Það á að verða sæmileg bók, ef ég má ráða, enda er efnið mikið og alveg spánýtt, aldrei notað áður . Nú er ég með heldur litla skáldsögu sem ég ætla að hafa til að gefa út næsta haust, svo byrja ég fyrir alvöru að skrifa „Det hellige fjell“, en það á hún víst að heita sú stóra . Jæja, og svo á það nú að vera sú venjulega byrjun, því þá verð ég vel þrítugur, og mjer skilst að fyrir þrítugsaldur sje hvorki heilinn nje persónuleikinn verulega þroskaður til andlegrar grautargerðar svo í nokkru lagi sje . — Í sumar ætla ég „heim“ til Íslands og hlakka verulega til þess . Það er aumur skolli, ég er altaf að fá meiri heimþrá, fyrstu 4–5 árin gjekk alt vel, ég varð því nær norskur piltur, — og norðmenn telja mig sem sinn eigin höfund — að minnsta kosti . Og þegar ég var ytra, langaði mig heim til Noregs,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.