Þjóðmál - 01.06.2014, Page 48

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 48
 Þjóðmál SUmAR 2014 47 Þorsteinn Antonsson Kristmann talar sínu máli 1 Hvers vegna flutti Kristmann Guð-mundsson rithöfundur (1901–1993) frá Noregi heim til Íslands 1938 eftir að vera orðinn þar þekktur og vinsæll á til- tölulega skömmum tíma, var jafnvel skrefi frá heimsfrægð eins og hann gefur í skyn í bréfi hér á eftir? Eftir yfirborðskynni skrifar hann Guð mundi Finnbogasyni landsbóka- verði (1873–1944) tvö bréf árið 1932 þar sem hann gerir betur grein fyrir sjálfum sér en fram kemur í flestum öðrum heimildum . Bréfin fara hér á eftir; skáletranir eru bréf- ritara: Oslo 2 . jan . 1932 Kæri prófessor Guðmundur Finn boga- son . — Þakka kort með jólakveðju og nýjárs- ósk um . — Auðvitað gerist nú engin þörf að svara því, þar sem kort yðar eru svar, — en skollinn má vita hvers vegna mér finst ég endilega þurfi að skrifa yður í kvöld? Dagsverkinu er lokið — það er að segja, ég nenni ekki meiru í þetta sinn; og þó ég sje alt annað en vanur að fylgja fram öllu sem mjer dettur í hug og langar til, þá ætla ég að gera það núna! — Mjer þykir vænt um ef bækur mínar hafa veitt yður ánægju nokkrar stundir . Ef yður vantar einhverja af þeim eldri, er yður velkomið að fá þær sendar; látið mig vita . — Þetta er nú altsaman aðeins byrjunin vona ég; mjer finnst ég varla vera kominn að efninu ennþá . Er altaf með stærðar sögu frá landnámsöld, búinn að vera að gaufa við hana í ár og verð tvö til, ef alt gengur bærilega . Það á að verða sæmileg bók, ef ég má ráða, enda er efnið mikið og alveg spánýtt, aldrei notað áður . Nú er ég með heldur litla skáldsögu sem ég ætla að hafa til að gefa út næsta haust, svo byrja ég fyrir alvöru að skrifa „Det hellige fjell“, en það á hún víst að heita sú stóra . Jæja, og svo á það nú að vera sú venjulega byrjun, því þá verð ég vel þrítugur, og mjer skilst að fyrir þrítugsaldur sje hvorki heilinn nje persónuleikinn verulega þroskaður til andlegrar grautargerðar svo í nokkru lagi sje . — Í sumar ætla ég „heim“ til Íslands og hlakka verulega til þess . Það er aumur skolli, ég er altaf að fá meiri heimþrá, fyrstu 4–5 árin gjekk alt vel, ég varð því nær norskur piltur, — og norðmenn telja mig sem sinn eigin höfund — að minnsta kosti . Og þegar ég var ytra, langaði mig heim til Noregs,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.