Þjóðmál - 01.06.2014, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 57
56 Þjóðmál SUmAR 2014 Eva Hauksdóttir Væri rétt að kenna kynja- fræði í grunnskólum? Sú skoðun virðist útbreidd að grunn-skól inn eigi að innræta börnum tiltekin við horf . Þessa sér stað í aðalnámskrá grunn - skólanna en samkvæmt henni eru grunn- þæt ttir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálf bærni, heilbrigði, sköpun og læsi . Þótt merk ing þessara hugtaka sé hvorki einföld né óum deild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gagnrýni sætt . Ef til vill skýrist það af þeirri túlkun að skólum beri að starfa í anda lýðræðis, jafnréttis o .s .frv . fremur en að taka upp markvissa kennslu í þessum grunn þáttum . Þó hafa feministar nú sent frá sér ályktun um að kynjafræði skuli tekin upp sem skyldufag í grunn- og framhaldsskólum1 og verði af því mun brátt reyna á það hlutverk grunn- skólans sem aðalnámskrá virðist boða; að innræta börnum pólitískar og móralskar hugmyndir . Ályktun feministanna kemur ekki á óvart enda hefur meint þörf fyrir kynja fræði- 1 Ályktun Kvenréttindafélags Íslands og Landssambands femínistafélaga framhaldsskólanna um kennslu í kynjafræði í grunn- og menntaskólum landsins . http://kvennabladid . is/2014/04/18/kennsla-til-jafnrettis/, sótt 11 . maí 2014 . kennslu verið í umræðunni um nokkurt skeið . Kvenhyggjuhreyfingin er áhrifa - mikil á Íslandi og sjálfsagt þykir að stjórn- mála menn noti stofnanir sam félagsins í þágu fem inisma . Til dæmis stóð ráðu neyti mennta- og menningarmála fyrir útgáfu kynja fræðinámsefnis fyrir framhalds skóla sum arið 2010 og þáverandi mennta mála- ráð herra, Katrín Jakobsdóttir, ritaði formála að náms efninu sem ber heitið Kynungabók . Það er því ástæða til að ætla að einhverjir stjórn málamenn muni taka þessa ályktun til greina . Rök feministanna fyrir því að kenna þurfi kynjafræði í skólum eru annars vegar þau að jafnréttisfræðsla sé lögboðin og hins vegar þau að kynjafræðikennsla í framhalds skól- um hafi skilað þeim árangri að nemendur hafi stofnað feministafélög . Við þetta er tvennt að athuga: Í fyrsta lagi ríkir engin sátt um það sjónarmið að jafnréttisfræðsla sé best komin í höndum kynjafræðinga . Í öðru lagi er það tæplega hlutverk grunn- skólans að stuðla að framgangi pólitískra hreyfinga . Ég tel í meira lagi vafasamt að láta kynjafræðinga annast jafnréttisfræðslu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.