Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 76

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 76
 Þjóðmál SUmAR 2014 75 en þau voru öll reist á því sem boðað var í klassískri frjálslyndri hagfræði . (Það spillti ekki fyrir að hún átti að mestu leyti rætur í angló-saxneskum jarðvegi .) Væri hins vegar vegið að breskum hagsmunum úr annarri átt eða af öðrum ástæðum, eins og í Falklandseyjastríðinu eða kalda stríðinu, studdist hún bæði við afdráttarlausa afstöðu reista á raunsæju mati á þjóðarhagsmunum og siðferðileg sjónarmið reist á frjálslyndri alþjóðahyggju þegar hún réttlætti aðgerðir í þágu föðurlandsins . Við þessar aðstæður var drifkraftur hennar áköf föðurlandsást en henni var fylgt fram af mjög jarðbundinni fyrirhyggju . Tveir stórsigrar hennar, í Falklandseyjastríðinu og verkfallsátökum námumanna, sýna þetta . Hún átti ekki von á að Argentínu- menn mundu leggja undir sig eyjarnar og hafði ekki heldur gert neinar áætlanir með hliðsjón af því, en sá sem fylgdi stefnu í Breski rithöfundurinn John O’Sullivan á Íslandi haustið 2013 . anda þjóðlegrar endurreisnar gat hins vegar varla þolað slíka ögrun . Eftir að stríðið hófst hélt hún til skiptis á málum af pólitískri varúð og greip til djarfra hernaðaraðgerða . Á báðum sviðum tók hún yfirvegaða áhættu en ekki fyrr en hún hafði íhugað ráð bestu sérfræðinga . Eftir að sigur vannst neitaði hún staðfastlega að verða við óskum hins nána bandamanns síns, Ronalds Reagans, um að hún gerði sigurinn að engu með mála miðlun . Sami andi sveif yfir vötnunum þegar hún lét undan kröfum samtaka námumanna árið 1981 eftir að henni hafði verið sagt að kolabirgðir þjóðarinnar nægðu ekki kæmi til verkfalls . Hún hóf hins vegar strax að búa sig undir að standast verkfall síðar og lét meðal annars hlaða upp kolabirgðum við raforkuver . Þegar verkfallið var boðað og hófst þremur árum síðar gjörsigraði hún . Þessir tveir afdráttarlausu sigrar voru í algerri mótsögn við það sem venjulega hafði gerst á breskum stjórnmálavettvangi frá stríðslokum þar sem gangurinn var að klambra einhverju saman, leita málamiðl ana og reyna að tryggja að allir fengju eitthvað fyrir sinn snúð . Í þeim fólst yfirlýsing um nýtt sjálfstraust og staðföst íhaldssemi réð ferðinni . Við sigrana bættist að hún skipaði sér í fremstu röð í kalda stríðinu og efna- hagsstefna hennar bar árangur . Allt varð þetta til að styrkja hana til forystu á heima velli, festa umbætur hennar í efna- hags málum og á vinnumarkaðnum í sessi og gera að nýjum samnefnara í breskum stjórnmálum . Þá óx einnig áhrifamáttur hennar á alþjóðavettvangi og gerði henni kleift að hafa áhrif á gang mála frá Póllandi til Namibíu en slík afskipti höfðu venjulega verið utan seilingar ráðamanna í London . Þetta hentaði frú Thatcher mjög vel því að hún taldi að Bretar hefðu almennt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.