Þjóðmál - 01.06.2014, Page 91

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 91
90 Þjóðmál SUmAR 2014 öfugan hátt miðað við það sem viðgekkst í stjórnarráðinu [Whitehall]; hún sparkaði uppi en kyssti niðri . Dyravörðurinn, fram- reiðslukon urnar, vélritararnir, hennar kæru öryggisverðir — ekkert af þessu fólki gat gert neitt rangt . Þegar þjónustustúlku varð á að hella súpu í kjöltu ráðherra stökk hún á fætur eins og frægt varð — og huggaði þjónustustúlkuna . Ráðherrum, háttsettum embættis mönn- um, aðalráðgjöfum, öllum starfsmönnum utanríkisráðuneytisins — þeim hefur örugg lega stundum fundist að þeir gætu ekki gert neitt rétt . Í sannleika sagt sýndi hún stundum of lítinn skilning á þeim tauga óstyrk sem sótti jafnvel á háttsetta embættis menn þegar hún spurði þá í þaula . Hún lagði einu sinni erfiðar spurningar fyrir nýjan vísindaráðgjafa sinn og gekk hart eftir svörum . Þegar hann var borinn máttvana úr skrifstofunni harmaði hún lágri röddu: „Hvers vegna tekur fólk allt svona alvarlega sem ég segi?“ Hið rétta er að Margaret Thatcher leit aldrei á sjálfa sig sem neitt sérstaka þótt hún gegndi embætti forsætisráðherra og væri orðin að heimsfrægum leiðtoga um miðjan níunda áratuginn . Hún fór ekki í neinar grafgötur um pólitískan fallvaltleika sinn . Hún vissi að enginn er annars bróðir í leik í stjórnmálum og hún gat tapað völdum í næstu atkvæðagreiðslu í þinginu . Aðeins örsjaldan sýndi hún af sér menntahroka; persónulega var hún alltaf auðmjúk . Umfram allt annað lagði hún sig alla fram til að gera sitt besta sem stjórnmálamaður, hún vék sér ekki undan neinu til að gera hlutina rétt, sama hvað um var að ræða og hve ógnvekjandi verkefnið var . Við ræðuritun varði hún stundum mörgum dögum til að undirbúa ræðu, hún gerði endalausar breytingar og ræðuritara sína vitlausa, en þegar að deginum sjálfum kom brást ekki að hún flytti ræðuna með Svona minntust eldheitir aðdáendur frú Thatcher andláts hennar . glæsibrag . Yfirleitt ætlaði allt um koll að keyra . Ronnie Miller, leikritahöfundurinn kunni, sem aðstoðaði hana við ræðuritun, sagði gjarnan á sinn á sinn tilfinningaríka, gamaldags og leikræna hátt: „Elsku besti, ég hef komist í kynni við tugi af konum í fremstu röð og það er engum blöðum um það að fletta að Margaret er ekta — forystukona, díva, stjarna . Maður sér hana heima hjá henni líta út eins og kötturinn hafi dregið hana inn með sér, hárið klesst, andlitsfarðinn úr skorðum, fötin krumpuð og hún sjálf niðurdregin . En þegar heyrist í trommunum, ljósin dofna og tjaldið lyftist — gengur hún fram á sviðið eins og milljarður dollara . Þetta gera bara stjörnur, elsku besti . Þær bregðast aldrei á stóru stundunum .“ Í næstum áttatíu og átta ár brást hún aldrei á stórum stundum . Við höfum öll notið góðs af því .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.