Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 91
90 Þjóðmál SUmAR 2014 öfugan hátt miðað við það sem viðgekkst í stjórnarráðinu [Whitehall]; hún sparkaði uppi en kyssti niðri . Dyravörðurinn, fram- reiðslukon urnar, vélritararnir, hennar kæru öryggisverðir — ekkert af þessu fólki gat gert neitt rangt . Þegar þjónustustúlku varð á að hella súpu í kjöltu ráðherra stökk hún á fætur eins og frægt varð — og huggaði þjónustustúlkuna . Ráðherrum, háttsettum embættis mönn- um, aðalráðgjöfum, öllum starfsmönnum utanríkisráðuneytisins — þeim hefur örugg lega stundum fundist að þeir gætu ekki gert neitt rétt . Í sannleika sagt sýndi hún stundum of lítinn skilning á þeim tauga óstyrk sem sótti jafnvel á háttsetta embættis menn þegar hún spurði þá í þaula . Hún lagði einu sinni erfiðar spurningar fyrir nýjan vísindaráðgjafa sinn og gekk hart eftir svörum . Þegar hann var borinn máttvana úr skrifstofunni harmaði hún lágri röddu: „Hvers vegna tekur fólk allt svona alvarlega sem ég segi?“ Hið rétta er að Margaret Thatcher leit aldrei á sjálfa sig sem neitt sérstaka þótt hún gegndi embætti forsætisráðherra og væri orðin að heimsfrægum leiðtoga um miðjan níunda áratuginn . Hún fór ekki í neinar grafgötur um pólitískan fallvaltleika sinn . Hún vissi að enginn er annars bróðir í leik í stjórnmálum og hún gat tapað völdum í næstu atkvæðagreiðslu í þinginu . Aðeins örsjaldan sýndi hún af sér menntahroka; persónulega var hún alltaf auðmjúk . Umfram allt annað lagði hún sig alla fram til að gera sitt besta sem stjórnmálamaður, hún vék sér ekki undan neinu til að gera hlutina rétt, sama hvað um var að ræða og hve ógnvekjandi verkefnið var . Við ræðuritun varði hún stundum mörgum dögum til að undirbúa ræðu, hún gerði endalausar breytingar og ræðuritara sína vitlausa, en þegar að deginum sjálfum kom brást ekki að hún flytti ræðuna með Svona minntust eldheitir aðdáendur frú Thatcher andláts hennar . glæsibrag . Yfirleitt ætlaði allt um koll að keyra . Ronnie Miller, leikritahöfundurinn kunni, sem aðstoðaði hana við ræðuritun, sagði gjarnan á sinn á sinn tilfinningaríka, gamaldags og leikræna hátt: „Elsku besti, ég hef komist í kynni við tugi af konum í fremstu röð og það er engum blöðum um það að fletta að Margaret er ekta — forystukona, díva, stjarna . Maður sér hana heima hjá henni líta út eins og kötturinn hafi dregið hana inn með sér, hárið klesst, andlitsfarðinn úr skorðum, fötin krumpuð og hún sjálf niðurdregin . En þegar heyrist í trommunum, ljósin dofna og tjaldið lyftist — gengur hún fram á sviðið eins og milljarður dollara . Þetta gera bara stjörnur, elsku besti . Þær bregðast aldrei á stóru stundunum .“ Í næstum áttatíu og átta ár brást hún aldrei á stórum stundum . Við höfum öll notið góðs af því .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.