Félagsbréf - 01.07.1960, Síða 33

Félagsbréf - 01.07.1960, Síða 33
félagsbréf 31 merkur og Slésvíkur. Brynjólfur taldi þessar ástæður ekki gildar, enda má sjá, að þetta voru einungis tylliástæður. Á ríkisráðsfundinum, sem tók þessa ákvörðun, er Slésvík ekki nefnd á nafn, heldur rætt allan tímann um upp- reisnarandann á íslandi og herflutninga þaðan til að halda uppi röð og; reglu. Brynjólfur valdi síðari kostinn, og reyndi að búa svo um hnútana, að frumvarpið yrði ekki lagt til hiiðar, m.a. lagði hann til, að skipuð yrði nefnd til að athuga það nánar og í henni áttu hann og Jón Sigurðsson aðl vera af hálfu íslendinga, en úr hópi Dana, þeir sem bezt höfðu stutt mál- stað Islands. Þessi nefnd tók aldrei til starfa og í.þessum átökum brotnaði Brynjólfur. Hann hafði aldrei verið heilsusterkur síðustu 10 árin, en nú veiktist hann alvarlega, og fékk aldrei heila heilsu þetta ár, sem hann átti eftir ólifað. Hér verður ekki gerð nein grein fyrir frumvarpinu. Þess skal einungis getið, að Brynjólfur lagði allt kapp á, að danska ríkisþingið gæti hvorki lagt beinan né óbeinan skatt á íslendinga. Hins vegar sagðist hann ekki hafa staðið fast á öldungis sama valdi fyrir alþingi, sem ríkisþingið hefði gagn- vart konunginum, og á öðrum stað segir hann, að þó hann hafi haldið fast hugmyndinni um eitt ríki, þá séu sameiginlegu málin í rauninni ekki annað en nafn, og það er Ijóst, að Brynjólfur hefur reynt að teygja það, semi hann kallar „provindsiel Selvstændighed“ eins langt í áttina til sjálfstjórn- ar með sameiginlegan konung og utanríkismál og frekast var unnt, enda sagði Jón Sigurðsson um hann dáinn, að hann hefði fallið í valinn, einmitt þegar hann hefði getað komið mestu góðu til leiðar. Benedikt Gröndal lýsir Brynjólfi Péturssyni á þessa leið í Dægradvöl: „Brynjólfur Pétursson var hár maður og herðalotinn, nefljótur; hafði smá- ar hendur og fætur og var ætið snyrtilegur í fötum og framgöngu; hann gekk með gullgleraugu eins og Konráð. Hann var hneigður til hjartveiki, og málrómurinn veiklegur og skjálfandi. Hann var einhver hinn drenglynd- asti og göfuglyndasti maður, sem ég hefi þekkt og þar eftir hygginn og séður, en ekki sá hann í skildinginn og fé vantaði hann aldrei. Enginn var við mig eins og Brynjólfur. Oft þegar hann mætti mér á götu, eftir að ég var nýkominn, þá tók hann mig undir hönd sér og leiddi mig um allt til að sýna mér hvað eina, og á milli fór hann með mig á veitingastaði og veitti mér hvað sem ég vildi hafa; oft spurði hann mig, hvort ég þyrfti einskis með, og gaf mér þá peninga 5 eða 10 dali — alveg óbeðið eða án þess ég gæfi til þess.“

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.