Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Blaðsíða 21
11
1880
Amtsráðsskýrslur.
A. <4
Fundur amtsráðsins í norður- og austurumdœminu 27.— 29. maí 1879.
Ár 1879, 27. maímánaðar, var fundur amtsráðsins í norður- og austuramtinu
settur á Akureyri af forseta ráðsins amtmanni Cristianssyni með amtsráðsmönnum Arn-
ljóti Ölafssyni og Einari Ásmundssyni.
Á fundinum voru tekin til meðferðar og umrœðu þau mál, er hjer eru talin:
1. Forseti framlagði brjef frá Jóni landritara Jónssyni, þar sem hann skýrir frá því,
að fjárkláðavotts hafi nýlega orðið vart á bœnum þingnesi í Andakílshreppi í Borgar-
firði, og fer þess á leit, að amtsráðið geri gangskör að því, að vörður verði settur
í sumar við Deildargil til að fyrirbyggja fjársamgöngur milli Borgarfjarðar og
Norðurlands.
Eptir að amtsráðið hafði útvegað sjer allar þær skýrslur, sem kostur var á að
fá um þetta efni, áleit ráðið, að eigi væri að svo komnu full ástœða til þess fyrir
þetta amt, að skipa vörð milli Suðurlands og Norðurlands; en aptur á móti sam-
þykkti amtsráðið, að skrifa sýslumönnunum í Húnavatns og Skagafjarðar sýslum
og mælast til þess, að þeir ásamt sýslunefndunum í þessum sýslum hefðu vakandi
auga á þessum nýuppkomna fjárkláða í Borgarfirði, og ef þeim virtist, sem hann
mundi verða hættulegur fyrir þeirra hjeruð, að skýra þá amtmanninum tafarlaust
frá því og koma frara með tillögur sínar um, hvort þeim sýndist þörf á að setja
vörð, og á hvaða stöðvum og hversu fjölraennan. Skyldi það verða álit sýslunefnd-
anna í fyrnefndum sýslum, að fjárkláðavörður væri nauðsynlegur, fjellst amtsráðið
á, að helmingur kostnaðar þess, er af slíkum verði mundi leiða fyrir Norðurland,
komi á jafnaðarsjóð amtsins.
2. þ>á framlagði forseti áfrýjun frá sýslunefndarmanni Guðmundi Gíslasyni á Bolla-
stöðum, þar sem hann áfrýjar úrskurði sýslunefndarinnar í Húnavatnssýslu 29. til
31. janúar 1879 um upprekstrarskyldu Engihlíðarhreppsmanna á Eyvindarstaðaheiði.
Amtsráðið áleit, eins og það hefir áður gjört í málinu um gangnatakmörk milli
Skrapatungu og Landsendarjetta, að úrskurðir sýslunefnda í fjallskilamálum sjeu
fullnaðarúrskurðir, er eigi verði áfrýjað, og vísaði því málinu frá sjer.
3. Kom til umrœðu brjef landshöfðingjans dags. 25. apríl næsth, og annað brjef, er
því fylgdi, frá sýslumanni Skagfirðinga dags. 11. febrúar þ. á. um kennslu hins
daufdumba Friðriks Jónssonar, sem er sveitarómagi á Hólahrepp. Amtsráðið fjellst
á, að piltur þessi mætti læra við dumbastofnunina í Kaupmannahöfn, eins og fram
á var farið. En hvað kostnað þann snertir, er leiðir af kennslu og framfœrslu
drengsins, frá því hann fer og til þess hann kemur heim aptur, áleit meiri hluti
amtsráðsins sanngjarnt, að Hólahreppur tœki á hverju ári þátt í honum með jafn-
aðarsjóðnum þannig, að hreppurinn borgi ár hvert eptir sem áður venjulegt hrepps-
ómagameðlag með piltinum. En með því allt amtsráðið var eigi á cinu máli um,
hvort slík skylda hvíldi á sveitarsjóðnum að lögum, var landshöfðingjanum skrifuð
um það fyrirspurn.
4. J>á var tekið til umrœðu bónarbrjef dags. 1. þ. m. frá Jónasi búfrœðingi Eiríkssyni
að Hafursá í Suðurmúlasýslu, þar sem þessi maður biður um 300 kr. styrk til að
kaupa sjer mælingar- og jarðyrkjuverkfœri. Amtsráðið skrifaði sýslunefnd Suður-
múlasýslu um þetta efni, og óskaði að fá álit hennar um það.