Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Blaðsíða 84
1880
74
08 ur (tilsk. 4. marz 1871) er um garð genginn, skal lireinsa og svæla hús þau, þar sem
29. apríl. jjjnar sjúku ega grunuðu skepnur hafa verið.
Um allt það, sem þannig á að gjöra til að varna útbreiðslu næmra fjárveikinda,
sem komið hafa upp í hreppnum, skipar hreppstjóri fyrir með ráði aðstoðarmanna sinna,
ef slíkir eru skipaðir samkvæmt tilsk. 5. jan. 1866, en annars með ráði hreppsnefndar-
oddvitans og annara góðra raanna í hreppnum, en við fyrsta tœkifœri sendir hann sýslu-
manni skýrslu um veikindin og hinar gjörðu ráðstafanir og hagar hann sjer síðan ná-
kvæmlega eptir fyrirskipunum sýslumanns. Ef viðkomandi fjáreigandi sýnir mótþróa eður
óhlýðni gegn fyrirskipunum hreppstjóra eður aðstoðarmanna hans, má, ef nauðsynlegt þyk-
ir, með valdi taka af honum kindur þær, sem veikar eru eður grunaðar, og láta lækna
og hirða þær á kostnað eigandans, og á hann þar að auki að sjá um, að fjáreigandinn
verði lögsóttur til sekta samkvæmt 7. gr. tilsk. 5. janúar 1866.
Að öðru leyti vísast til fyrirmælanna í tilskipunum frá 5. janúar 1866 og 4..
marz 1871 og varðar það hreppstjóra eður aðstoðarmenn hans ábyrgð eptir 5. grein
tilsk. 5. janúar 1866, ef þeir sýna nokkurt hirðuleysi eður vanrœkt á skyldum sínum.
Um tilsjón moð, að næmur fjársjúkdómur fiytjist eigi til landsins frá útlöndum,
vísast til umburðarbrjefs landshöfðingja frá 14. apríl 1875 (stjtíð. B. 27).
30. gr.
í tilskipun 13. maí 1776 er fyrirskipað:
1. að um alla bœi og tún skuli byggjast 2 álna háir garðar,
2. að sjerhver bóndi sem hefir þýft tún skuli árlega sljetta ogjafna 6 ferhyrningsfaðraa
fyrir sjálfan sig og eins mikið fyrir hvern vinnufœran karlmann, sem hann hefir
til verknaðar,
3. að bœndur Iáti sjer annt um að yrkja jarðepli, næpur og kál.
Hreppstjóra ber eptir samráði við hreppsnefndina að leitast við að fá þessum
fyrirskipunum fylgt fram, og ef einstakir búendur skeyta ekki um fyrirmæli hreppsnefnd-
arinnar og hreppstjórans í þessu tilliti, kæra þá fyrir sýslumanni til sekta og annara
fjárútláta.
Enn fremur ber hreppstjóra eptir samráði við hreppsnefndina að hafa eptirlit
með meðferð á skógi, kvisti, mótaki, lyngi og meltaki.
31. gr.
Skyldur þær, er hreppstjórar áður höfðu samkvæmt 15. gr. reglugj. 17. júlí 1782
með tilliti til hleðslu og viðhalds á kirkjugörðum, kirkjuveggjum og kirkjuþökum og til
flutnings á við og öðru efni í kirkjur og kirkjugarða, hvíla nú á hreppsnefndum, en
hreppstjórum ber að vera nefndum þessum samtaka um, að slík verk verði leyst sem
fljótast og bezt af hendi.
32. gr.
Samkvæmt lögum frá 14. jan. 1876 (stjtíð. A. 3.) sbr. landshöfðingjabrjef
28. júnímán. s. á. (stjórnartíð. 1876 B. 73.) um tilsjón með flutningum á
þeim mönnum, sem flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur, má enginn á sjálfs síns eða
annara kostnað takast á hendur að annast um flutning útfara í aðrar heimsálfur, nema
hann haíi fengið sjorstaklegt leyfi landshöfðingja eða lögreglustjóra til þess. Sömu-
leiðis eru öll skip að hinu konunglega póstgufuskipi einu undanteknu, er fluttir eru á út-
farar frá höfnum á íslandi, háð umsjón lögreglustjórnarinnar, og má eigi taka útfara á
skip, fyrr on lögreglustjóri á þeim stað, er skipið leggur út frá, hefir gefið skriflegt leyfi
til þess.