Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Blaðsíða 27
StjórnartíÖindi B. 3.
17
1880
— Brjef landsliöfðingja til stíptsyfirvaldanna um styrk til að kenna sjó-
mannafrœði.— Samkvæmt tillögum stiptsyfirvaldanna hefi jeg af fje því, sem á-
kveðið er í fjárlögunum fyrir þetta ár til verklegra og vísindalegra fyrirtœkja, veitt Hann-
esi skipstjóra Hafliðasyni 100 kr. styrk til að konna sjómannafrœði hjer í bœnum.
petta er tjáð stiptsyfirvöldunum til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar fyrir
hlutaðeiganda.
— Brjef landshöfðingja til amtmannsins yfir suður og vesturumdœminu um skyld-
ur hreppsnefndar með tilliti til uppfósturs og framfœris barna. —
Hreppsnefnd Austur- Eyjafjallahrepps hefir áfrýjað hingað úrskurði yðar, herra amtmaður,
frá 30. maí f. á., er breytir úrskurði sýslumannsins í Rangárvallasýslu frá 27. des. 1878
um skyldu Fljótshlíðarhrepps til að endurgjalda Austureyjafjallahreppi 138 fiska styrk,
veittan Tómasi nokkrum Tómassyni veturinn 1875—76. Eptir að hafa meðtekið álit yð-
ar um áfrýjun þessa, vil jeg tjá yður það, sem nú segir, til þóknanlegrar leiðbeiningar og
ráðstafanar.
í>að, sem tjeðar hreppsnefndir greinir á um, er, hvort hinn greindi styrkur hafi
verið nauðsynlegur, en það er viðurkennt af báðum, að Tómas hafi, þá er hann þáði
styrkinn, verið sveitlægur í Fljótshlíðarhreppi, þó hann væri búinn að dvelja á 10. ár í
Austur-Eyjafjallahreppi.
Hvað nú nauðsyn styrksins snertir, hafið þjer, herra amtmaður, einkum byggt
úrskurð yðar á því, að hlutaðeigandi fátœklingur hafði ekki beiðzt styrksins, og að hann
hefir skýrt frá, að hann hafi ekki vitað, að styrkurinn væri veittur af sveitarfje, en þvert
á móti haldið, að sjer væri veittur styrkurinn í gustukaskyni. Jeg er yður nú samdóma
um, að einkum þegar sveitarstyrkur er veittur á 10. ári dvalar fátœklings í þeim hreppi,
sem veitir styrkinn, verður það að koma til nákvæmrar rannsóknar, hvort styrkurinn hafi
verið nauðsynlegur, og að sveitarstjórn eigi ekki, ef allt fer skaplega, að bjóða fram styrk
af sveitarfje, án þess að vera þar til kvödd. Hins vegar verður það í þessu máli að
koma sjerstaklega til greina, að sá styrkur, sem hjer rœðir um, var innifalinn í því, að
taka 3 ungbörn af hlutaðeigandi fátœklingi um nokkurn tíma til uppfósturs. pað er
komið fram í málinu, að Tómas hafi viðkomandi vetur haft 12 manns í heimili, og þar
af 7 börn innan 10 ára aldurs og háaldraða og hruma tengdamóður sína, og að hann
hafi um það leyti, er börnin voru tekin af honum, ekki haft önnur matvæli en lítilshátt-
ar afþurrumróum oglítið af mjólk. Sjorhverri hreppsnefnd ber nú sjerstaklega að skipta
sjer af uppfóstri og framfœri barna í hreppnum, sjá reglugj. 8. jan. 1834 § 9, sbr. 14.
gr. tilsk. 4. maí 1872 og 53. gr. stjórnarskrárinnar, og Austur-Eyjafjallahreppstjórn virð-
ist því ekki að hafa gert annað í þessu máli, en það sem henni var heimilt og skylt,
þegar liún ótilkvödd fór að grennslast eptir bjargræðisástandinu á heimili, er eins mörg
börn voru á og þessu. Að ekki þá var farið «að sjá á börnunum«, gat ekki bægt hrepps-
nefndinni frá því, að skipta sjor af uppfóstri þeirra, og þegar foreldrarnir fegnir þáðu styrk
þann, er þeim var boðinn, virðist það atriði ekki að geta haft mikla þýðingu, að þeir
höfðu ekki beiðzt styrksins, og að þeir hafi skýrt frá, að ef þeir hefðu vitað, að það væri
sveitarstyrkur, sem þeim væri boðinn, hefðu þeir ekki viljað þiggja hann, því það liggur í
augum uppi, að það var skylda þeirra heldur að leita styrks til sveitarinnar, en að kvelja
börn sín í sulti. Um það getur nú enginn vafi verið, að styrkur þessi í rauninni hafi
verið lagður úr sveitarsjóði, enda hefir Fijótshlíðarhreppur ekki vefengt það, og 2 afþeim
Hinn 1. marz 1880.
«8
24. jan.
19
26. jan.