Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Blaðsíða 37
27
1880
þeirri, er fjelagið semur og ráðgjafinn fyrir ísland samþykkir. Fjelaginu er heimilt og
skylt að láta skipin á öllum 9 ferðum koma við í Leithfirðinum eða Leirvík. Á þessum
stöðum má dvöl skipanna þó eigi vera lengri en 24 klukkustundir, nema óumflýjanleg
nauðsyn sje fyrir því. Oumfiýjanleg nauðsyn er það, ef illviðri eða helgidagar kynnu að
aptra fermingu eða affermingu skipanna. Fjelagið er þess utan skylt til að scnda gufu-
skip hjeðan eða frá Skotlandi til íslands í janúarmánuði ár hvert og í sama mánuði ell-
egar í febrúar frá íslandi til Danmerkur eða Skotlands. Fardagar og komudagarnir á
þessum ferðum skulu tilteknir í ofannefndri ferðaáætlun.
2. gr.
Annað þeirra tveggja gufuskipa, cr gotur um í 1. gr., skal auk hinnar áður
nefndu ferðar í janúarmánuði fara 6 ferðir fram og aptur milli Kaupmannahafnar og ein-
hverrar hafnar á íslandi, þannig að það á 2 af þessum forðum fari einnig norðan um
Island fram og aptur. Hitt gufuskipið skal fara 3 ferðir á ári milli Kaupmanna-
hafnar og íslands, og á hverri af þessum ferðum fara kring um ísland samkvæmt því,
sem segir í 1. grein.
3. gr.
1 skipunum skal vera fyrsta og annað farþogjapláss. Á fyrsta plássi á þar að
auki að vera sjerstakt herbergi fyrir kvennfólk. Fyrsta pláss á að geta rúmað 30, og
annað pláss 50 farþegja. Skipin sem notuð eru, eiga að geta tekið á móti að minnsta
kosli 150 tons af gózi. Fargjald það og fœðispeningar fyrir farþegja svo og ílutnings-
gjald fyrir góz, er nú er ákveðið, má eigi bækka nema með samþykki ráðgjafans fyrir
ísland.
4. gr.
Fjelagið hefir ábyrgð á öllum póstinum, á meðan hann er í vörzlum skipsins,
það er að segja frá því skipverjar taka á móti honum, og þar til hann er afhontur
póstmanni. Skal hann geymdur á sem vandlegastan hátt á lokuðum stað að
undanteknum brjofakassanum, er skal þannig komið fyrir, að sjerhver geti haft að-
gang að honum. Fjelagið hefir ábyrgð á þeim missi, vöntun eða skemmdum, er póstur-
inn kann að vorða fyrir sakir ónógrar umsjónar. Farist skipið eða bíði skaða, skal eptir
því, sem á stendur, gjöra allt, som unnt or, til að bjarga póstinum, og fiytja hann til
næsta pósthúss, Skyldi það sökum fjölda eða verðhæöar póstsendinga, er íiuttar eru, verða
álitið œskilegt, að póstmaður væri sendingunum samferða á skipinu, fær hann ókeypis far
bæði fram og aptur, en sjálfur verður hann að sjá sjer fyrir fœði.
5. gr.
Pósturinn skal fenginn skipinu, og af því aptur afhentur samkvæmt skrá, er til-
taki, hve margar póstsendingarnar sjeu (styksoddel) og gegn kvittun skipstjóra og hlutað-
eigandi póstembættismanns. Beri skránni eigi saman við tölu póstsendinga, verður sá, er
skilar af sjer póstinura, að rita undir athugasemd þar að lútandi.
Pósturinn skal fluttur til viðkomanda pósthúss frá gufuskipinu samstundis og það
hefir hafnað sig, og skal fjelagið kosta flutning þenna allstaðar annarsstaðar en í Khöfn,
því þar mun pósturinn verða sóktur í skipið. Sömu reglur gilda, þegar liytja skal póst-
inn útí skipið.
6. gr.
Fjelagið skuldbindur sig til að sjá um, að enginn skipverjanna nje nokkur annar
flytji muni, er skylt or að senda með pósti. Verði slíkt uppvíst, skal hlutaðoigandi skyld-
aður til að greiða hina lögboðnu sekt, og skal liann þar að auki rekinn burt af skipinu.
34
12. jan.