Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 22
1880
12
14 5. Forseti franilagði þar næst brjef frá Jóni sýslumanni Johnsen, 12. marz þ. á., þess
efnis, að honum þœtti œskilegt, að fá Svein búfrœðing til að ferðast einhvern tíma
þetta sumar um Suðurmúlasýslu. Atntsráðið samþykkti að Sveinn fœri austur á
Eskifjörð til sýslumanns og ferðaðist svo um Suðurmúlasýslu til að leiðbeina
mönnum við jarðabœtur og cinnig um Norðurmúlasýslu, ef sýslubúar svo vildu.
Var gjörð áætlun um það, hvernig Sveinn skyldi verja tímanum og hvernig greiða
skyldi ferðakostnað hans'.
6. fví næst framlagði forseti landsböfðingjabrjef 8. f. m., þar er landshöfðinginn óskar
álits amtsráðsins um meðfylgjandi beiðni Gunnars Olafssonar frá Ási í Hegranesi um
400 kr. styrk af fje því, er til jarðrœktar m. m. er lagt í 10.gr. C. 5. fjárlaganna, til þess
að læra vefnað, þóf og fieira, er að tóskap lyti. Amtsráöið áleit, að œskilegt væri
að styrkur þessi væri veittur, en af fje því, er getur um í 15. grein fjárlaganna.
Amtsráðið loyfði sjer að benda landshöfðingjanum til þess, að stofnazt hefði á
næstliðnum vetri í Eyjaíiiði fjelag til tóvjelakaupa og tóvinnu, og liefði fjelagi
þessu þegar borizt skýrsla um nýjan vefstól Albanusar í Kolding, er fjelaginu litist
mjög vel á. Með því nú að fjelagið mundi cfiaust fá fleiri skýrslur um spunavjel-
ar, þófmylnur o. s. frv., þá óskaði ráðið, að landshöfðinginn vildi hlutast til um, að
beiðandinn stæði í sambandi við fjelag þetta, svo beiðandinn bæöi fengi þær skýr-
ingar og leiðbeiningar hjá fjelaginu, er það gæli í tje látið, og hann veitti því apt-
ur aðstoð sína að einhverju leyti.
Fleiri mál komu eigi til umrœðu á þessum fundi.
11.
1Ó Fundur amtsráðains i norður- og nusturunidœminu 26. nóvember — 8. desember 1879.
Fundurinn var haldinn á Akurcyri af forseta ráðsins, amtmanni Cliristjánssyni,
með amtsráðsmönnum Arnljóti Ólafssyni og Einari Ásmundssyní.
Komu þessi mál til umrœðu á fundinum :
1. Forseti framlagði frumvarp til rcglugjörðar fyrir hreppsljóra, er landshöfðingi hafði
sont amtsráðinu til þcss, að það segði um það álit sitt. Var frumvarp þetta ná-
kvæmlega rœtt og síðan satnið álitsskjal um málið.
2. J>á voru lesin eptirrit eptir gjörðabókum allra sýslunefnda í amtinu, frá samtals 10
sýslunofndafundum, og þótti eklcert athugavert við þau.
3. fví næst voru rannsakaðir reikningar sýslusjóðanna fyrir árið 1878 úr öllum 6 sýsl-
um amtsins, og fannst ekkert út á ncinn þeirra aö setja.
4. Samið yfirlit yfir fjárhag allra sýslusjóðanna árið 1878.
5. Forseti lagði fram brjef dags. 2(3. f. m. frá sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu, þar
som hann mælist til þess, að amtsráðið styðji að því með tillögum sínum, að veitt
verði úr landssjóði fjo til að gera á næstkomanda sumri veg á öxnadalsheiði Eyja-
fjarðarmegin. Á vesturbluta þessarar heiðar hefir nú þegar verið gjörður vegur á
kostnað landssjóðsins, og áleit amtsráðiö nauðsynlegt, að eigi væri bætt við vegagjörð-
ina á miðri heiðinni, heldur að henni yrði framhaldið yfir austurhlutann, og vildi því
amtsráðið leyfa sjor að mæla hið bezta með því, að til þessa yrði veittar allt að
1000 kr. af því fje, er fjárlögin ætla til fjallvega.
1) Af þessari ferð Sveins varð ekki, fyrir þá sök að Múlasýslubúar gerðu uiótboð móti honunj.