Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Qupperneq 69
59
1880
sagt verið heppilegra, að reglan hefði verið gefin þannig, að hún einungis hefði leyft að
greiða peningagjöldin með landaurum. Sömuleiðis er ástœða til að ætla, að það optast
muni reynast óhaganlegt að taka kirkjujarðir undan þeim prestaköllum, sem þær hingað
til hafa legið undir, því almennt mun hœgt að ná til þeirra þaðan, og að ágreÍDÍngur
og efi um, hverjum beri rjettur eða skylda til að byggja viðkomandi jarðir, muni rísa af
því, að bœta upp önnur prestaköll með jarðarafgjöldum eða hluta af þeim. Af þessum
ástœðum virðist það œskilegt, að ákvörðununum í 3. gr. verði að öllum jafnaði beitt sem
minnst að mögulegt er, og er vert í því tilliti að taka fram, að lögin virðast ekkki veita
hlutaðeigandi prestaköllum neinn rjett til að heimta peningauppbótina greidda á þann
hátt, sem getur um í 3. gr., en hinsvegar ganga út frá því, að landstjórnin hafi óbundn-
ar hendur til að koma því skipulagi á, sem henni eptir kringumstœðunum þykir
haganlegast.
Að því er snertir það atriði í ákvörðun 5. gr., að uppbœtur þær úr landssjóði,
er þar um getur, skuli greiddar annaðhvort með afgjöldum þjóðjarða eða með pening-
um, þá verður ráðgjafinn að vera herra landshöfðingjanum samdóma um, að eigi sje
ástœða til að beita hinni fyrnefndu ákvörðun, þar eð uppbótin úr landssjóði að eins er
um stundarsakir, enda verður ekki mögulegt á þennan hátt að spara nein umboðslaun,
eins og alþingi mun hafa ætlað, því að það getur ekki komið til mála, að selja bygg-
ingarráð jarðanna í hendur presti þeim, er að eins til bráðabirgða nýtur afgjalda jarð-
anna í stað peningauppbótar.
Að því loksins snertir 4. gr. lagafrumvarpsins, þá hefir ráðgjafanum eins og yður,
herra landshöfðingi, þótt ýmislegt verulega viðsjárvert við það, hvernig hún er orðuð,
en ráðgjafinn hefir sarat einkum sökum sambands þess, er grein þessi stendur í við lög
um skipun sóknarnefnda, og sökum þess, hvernig þjer, herra landshöfðingi, hafið skilið
þýðingu ákvarðananna í þessari grein og hina tilætluðu framkvæmd þeirra, álitið að
eigi bæri að leggja þá áherzlu á þessa galla, að lagafrumvarpinu af þessari ástœðu skyldi
synjað um staðfesting.
Loks skal því viðbœtt, að lagafrumvörp þau, er alþingi hefir samþykkt um sókn-
arnefndir og um eptirlaun presta hafa öðlast staðfesting konungs, en út af frumvarpinu
um skyldur presta til að sjá ekkjum sínum borgið moð fjárstyrk eptir sinn dag, hefir
ráðgjafinn skrifað lífsábirgðar- og framfœrslustofnuninni frá 1871.
— Brjef ráðgjafans fyrir ísland til landshöföingja um alþingisfrumvarp til
lagaum smáskammtalækningar. — Eptir allraþognsamlegustum tillögum ráðgjafans
hefir lians hátign konunginum þóknast liinn 27. þ. m. að fallast á, að lagafrumvarp það
um smáskammtalækningar, or alþingi síðastliðið ár samþykkti, skuli ekki öðlast stað-
festing konungs.
þar eð ráðgjafinn liefir getað fallist á athugascmdir þær, cr þjor horra landshöfð-
ingi í þóknanlcgu brjefi frá 9. október f. á. hafið gjört um lagafrumvarp þotta, skal nú
að eins tekið fram það, er hjer segir.
Eins og þjer herra landshöfðingi hafið látið í ljósi, er lagafrumvarp þetta í beinni
mótsögn við allar þær ráðstafanir, er frá hálfu löggjafarvaldsins liafa vorið gjörðar til
þess, að sjá íbúum landsins fyrir vísindaloga menntuðum læknum, og skal í því efni vís-
að til laga 15. okt. 1878 um aðra skipun læknahjeraðanna á íslandi, laga 11. febr. 1876
um stofnun læknaskóla í Reykjavík og hinnar miklu fjárveitingar (um 50000 kr. árl.) er
57
28. febr.
58
28. febr.