Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Qupperneq 76
1880
66
08 umfram allt sannleikanum samkvæmar. Semji hreppstjóri af ásettu ráði ranga embættis-
29. aprll gkýrgj^ varðar það honum hegningu samkvæmt 135. og 145. grein hegningarlaganna.
6. gr.
Honum er skylt að vera þögull og orðvar, og má hann ekki segja öðrum en yfir-
bjóðönrlum sínum frá því, er liann verður áskynja í embættisrekstri sínum, og sem ekki
má berast út meðal almennings. Segi hann frá nokkru viðvíkjandi embætti sínu, er á
að fara leynt, varðar það honum refsingu eptir 140. og 145. grein hegningarlaganna.
7. gr.
Hann á með staðfestu og hugrekki að fylgja fram embætti sínu og ekki láta
sannast á sig neina vanrœkt eður hirðuleysi. Gagnvart sveitungum sínum og öðrum, er
loita aðstoðar hans, á hann að sýna kurteisi og velvild, og ber honum jafnan að vera fús
á að leiðbeina mönnum og aðstoða þá í öllu því, sem miðar til hagsældar svoitarinnar.
Verði hann fyrir ofbeldi, meiðyrðum, hótunum eður öðrum árásum eður mótþróa í embætt-
isgjörðum sínum, skal hann skýra sýslumanni frá því, og mun sýslumaður þá lögsœkja
hinn seka, samkvæmt 99.—102. grein hegningarlaganna; en hreppstjóri verður sjálfur vel
að gæta þess, að gjalda ekki líku líkt, og aldrei láta leiða sig til að viðhafa skammar-
yrði oður koma öðruvísi fram, en stilltu og gætnu yfirvaldi vel sœmir.
II. Meðferð á glœpamálum.
8. gr.
Ef menn sem hafa verið dœmdir fyrir glœpi, eður af öðrum ástœðum hafa illt
orð á sjer fyrir óráðvendni, korna til sveitarinnar, eður eru þar heimilisfastir, á hrepp-
stjóri að hafa vakandi auga á slíkum mönnum. Sje maðurinn dœmdur til að vera und-
ir sjerlegri tilsjón lögreglustjórnarinnar, er hann skyldur að segja hreppstjóra frá vist
sinni í sveitinni og frá því, er hann fer úr sveitinni, og á þá hreppstjóri sem fyrst að
tilkynna þetta sýslumanni; að öðru leyti á hreppstjóri að haga sjer optir því, sem sýslu-
maðurinn skipar fyrir um slíka tilsjón.
Ef að hneykslanleg sambúð karls og konu á sjer stað í sveitinni, á hann að leggj-
ast á eitt með prestinum til að koma hlutaðeigöndum til að skiljast hvort frá öðru, eður
ef ekkert er því til fyrirstöðu, að ganga í hjónaband saman; en verði slíkar áminningar
árangurslausar, á hann að skýra sýslumanni frá sambúðinni, svo að málið verði lagt til
yfirvalds úrskurðar samkvæmt 179. gr. hegningarlaganna (sbr. tilsk. 21. desbr. 1831 V).
9- gr.
Nú vorður hreppstjóri þess áskynja, að einhver glœpur hafi verið drýgður, og á
hann þá við fyrsta hentugleika að yfirheyra þá, er geta sagt frá glœpnum, og þar eptir
rita svo nákvæma skýrslu, sem honum er unnt um það, er honum hefir verið sagt.
Skal þá einkum skýra frá:
1. nafni og heimili þess, sem orðið hefur fyrir glœpnum; sjeu þeir floiri, þá nafni og
heimili sjerhvers einstaks;
2. í hverju glœpurinn er innifalinn; sje það þjófnaður eða svik, sem sagt er frá, á að
skýra sem nákvæmlegast frá hinum einstöku ijármunum, sem talað er um, og frá
verði sjerhvers hlutar;
3. hvar glœpurinn er framinn, og hvenær ætlað er, að hann hafi átt sjer slað; um
stolna muni á að segja frá því, er menn vita, að hluturinn cða fjeð síðast var þar,
sem eigandinn hafði látið það, og frá því, er menn fyrst söknuðu þess.