Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 80
1880
70
68
29. aprll
18. gr.
Um helgidagabrot er meðal annars skipað fyrir í tilsk. frá 28. mar/. 1855 og
opnu brjefi frá 26. septbr. 1860, og skulu bjer teknar fram þessar ákvarðanir:
a, Daginn fyrir sunnudaga og holgidaga má ekki halda neina dansleiki og engar
almennar skemmtanir lengur cn í mesta lagi þangað til 1 stundu fyrir miðnætti (9. grein
tilsk. 28. marz 1855).
b, Á sunnudögum og öllum öðrum helgidögum má einkum um messutímann, eng-
inn maður starfa að utanbœjarvinnu, eður vinna þá vinnu neina, sem svo mikill skarkali
fylgir, að það trufli aðra í guðrœkilegum hugleiðingum þeirra, eigi heldur mega almennar
eða hávaðamiklar skemmtanir fara fram á þeim dögum.
far í mót er það leyfilegt að stunda nauðsynleg heimilisstörf, eður þau störf,
sem menn við þurfa, sjer eða öðrum til bjargar.
Um heyskapartímann má á helgidögum þurrka hey og hirða það, þegar ekki má
draga þenna starfa vegna veðurs, eður af öðrum slíkum ástœðum. í fiskileysisárum, eða
þegar brim og fiskileysi lengi hafa hamlað sjósóknum, má róa til fiskjar, eður leggja net
eða lóðir á sunnudögum og helgidögum. Mala má og í mylnum á þessum dögum. Fiski-
mönnum er heimilt að bjarga veiðiskap sínum og veiðitólum; farmönnum, er í neyð hafa
leitað til hafnar, skal leyftað ferma og afferma og bœta skip sín; og önnur skip má
einnig ferma og afferma á þessum dögum, þegar svo stendur á að nota verður til þess gott
veður og hagstœðan vind. J>ó má, nema brýn nauðsyn beri til, eigi vinna neina af þess-
um athöfnum, meðan á sjálfri messunni stendur á staðnum (1.—8. gr. tilsk. 28. marz
1855, og op. br. 26.septbr. 1860).
í dymbilviku og á hinum almenna bœnadegi og kvöldin fyrir frá miðaptni má
ekki halda neina dansleiki og engar almennar skemmtanir (9. gr. tilsk. 28. marz 1855).
Enginn má koma með liund til kirkju.
Samkvæmt 6. gr. laga 27. febr. 1880 (stjtíð. A 5) skal sóknarnefnd vera prest-
inum til aðstoðar í því að viðhalda og efla góða reglu og siðsemi í söfnuðinum. Hrepp-
stjórinn á með presti og sóknarnefnd að styðja að þessu, sjer í lagi raá hann ekki láta
viðgangast neitt drykkjuslark, neinar ryskingar eður neinn hávaða við kirkju, en í kirkj-
unni á hann að aðstoða prestinn og meðhjálpara hans til að afstýra slíkum ósóma. Skyldu
menn koma ölvaðir til kirkju, á hann að meina slíkum mönnum inngöngu í guðshús og
boita valdi, ef nauðsynlegt er, og gefa skýrslu um það til sýslumanns, svo hlutaðeigöndum
verði refsað samkvæmt konungsbrjefi frá 26. júní 1782 og 158. gr. hegningarlaganna.
Að aflokinni mossu ber hreppstjóra samkvæmt 2. gr. laga 24. ágúst 1877
(stj.tíð. A 11) að lesa upp lög þau og tilskipanir, er honum liafa verið sendar.
19. gr.
Samkvæmt opnum brjefum frá 4. maí 1778 og frá 2. apríl 1853 á landssjóður allt
vogrek, er enginn lýsir sig eiganda að, af skipum og vörum, svo sem skipsskrokka, skips-
báta, akkeri, kaðla, siglutrjo og önnur skipáhöld, heilar tunnur og allar aðrar vörur,
sem verið hafa i skipum, þar á móti á jarðeigandi allt eigandalaust vogrek af eik, greni,
eða furu, svo sem högginn og sagaðan við, trje, borð, og lítil stykki af skipum og bátum,
sem eru lítils virði (30 kr. og þaðan af minna, sbr. kansellíbrjof 26. ágúst 1809) ásamt
nöglum þeim og öðru járni, er þeim fylgja. Nú kemur vogrek á fjöru manna og skal
jarðeigandi skyldur hið bráðasta að lýsa nákvæmlega stœrð þess, ásigkomulagiog merkj-
um, ef nokkur eru fyrir sýslumanni, er þá skal láta tvo eiðsvarna menn virða vogrek.