Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 96
1880
86
os
29. apfll.
skilni og dhlutdrœgni gegna öllum þeim störfum, sem fyrir mig koma í þessari sýslun.
Jeg skal vera hollur og trúr konungi Danaveldis, halda stjórnarskrá og önnur lög lands-
ins og hlýða löglegum skipunum sýslumanns og annara embættismanna, er skipaðir eru
eða verða yfir mig. Svo sannarlega hjálpi mjer guð og hans heilagt orð».
Á næsta ddmsþingi, sem átt er í hreppnum, á sýslumaður þar epti að eið-
festa hreppstjóra som stefnuvott.
Embættisbœkur hreppstjóra eru:
1. Hreppaskilabók, er rita skal í lausafjárframtal og aðrar þær skýrslur, er hreppstjóri á
að semja nema hundahaldsskýrsluna, hana skal rita í
2. Hundahaldsbók.
3. Uppskriptar- og uppboðsbók, og skal þar í einnig rita fógetagjörðir og úttektir.
4. Brjefabók, og skal í henni vera skrá yfir öll embættisbrjef, er hroppstjóri tokur við
og eptirrit eptir þeim embættisbrjefum, er hann ritar.
Bœkur þessar skulu kostaðar af sýslusjóði, og skal sýslumaður löggilda þær og
sjá um, að þær verði reglulega og rjett ritaðar.
Auk bóka þessara og þeirra skjala, er þeim fylgir, á hreppstjóri að geyma vel og
vandlega stjórnartíðindi þau, er honum eru send og halda þeim saman. Ber honum í
hvert sinn og hann meðtekur sendingu af þeim, að gæta að, hvort nokkurt vanti, og ef
hann getur ekki fengið það á næstu póststöðvum, bera sig upp um það sem fyrst við
sýslumann.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Reykjavík 29. apríl 1880.
Hilmar Finsen. _____________
Jón Jómson.
I. Almcnnai' skyldur.
1. Oagnvart brcppsnefnd og al-
menningi.
2. Gagnvart sýslumanni.
3. Ólilutdrœgni.
4. Illýðni.
5. Embættisskýrslur.
0. þagmælska.
7. Ilugrekki, kurtcisi og gætni.
II. Glœpamál.
8. Tortryggilegir menn. Hneyksl-
anlcg sambúð.
9. Skýrsla og framkvæmdir i
glœpamáli. Mcðferð á stolnum
munum. Ilúslcit Varðhalds-
taka.
10. Strokumcnn. Lýsing á stoln-
um munum.
11. Framkvæmdir mcð valdi.
12. Varðhald á föngum og flutn-
ingur.
III. Lögreglumál.
13. Verðgangur og flœkingur.
14. Lausamenn og húsmenn.
15. þurfamarmaflutningur.
10. ólöglog vorzlun.
EFNISYFIRLIT.
17. Mælingar- og vogaráhöld.
18. Helgidagabrot.
19. Vogrek.
20. Friðun fugla. Selalátur. Fiski-
veiðar á sjó. Laxveiði.
21. Formonn og hásetar.
22. Húsbœndur og vinnuhjú.
23. Vegir og vegamerki.
24. Fjallskil.
25. Mannfundir.
26. 111 meðforð á skepnum.
27. Hundahald.
28. Lækningar. þrifnaður. Sótt-
varnir.
29. Hoilbrigðisástand kvikfjárins.
30. Jarðabœtur.
31. Viðhald á kirkjum og kirkju-
görðum.
32. Fólksflutningur til útlanda.
33. Skipströnd o. fl. Skýrsla um
sjálfsbana.
IV. Rjettargjörðir.
34. Stefnufarir.
35. Fógetagjörðir. Lögtak.
36. Skiptagjörðir. Mannaláts-
Bkýrslur. Uppskriptir á dán-
arbúum.
37. Uppboðsgjörðir.
38. Úttektir og skoðunargjörðir.
V. Framtal til alþjóðlegra gjalda,
ársskýrslur.
39. Hreppskilaþing.
40. Vorþing. Framtal á lausafje.
Búnaðarskýrslur. Hundahald.
41. Ilaustþing. Ilvernig lausafjo
skal lagt I tíund. Vcrðlags-
skýrslur.
42. Tekjuskattur.
43. Ilúsaskattur.
44. Gjald af sjáfarafla og fugla-
tekju.
45. Yfirlit yfir ársskýrslur hrepp-
stjóra.
VI. Skipun hreppstjóra o. fl.
46. Laun og tekjur a, í glæpa-
og lögreglumálum b, fyrir
rjettargjörðir c, af hundum
d, fyrir fjárskoðanir e, fyrir
lausamennskuleyfi f, af sekt-
um. Embættisbúningur.
47. Skipun, eiður, bœkur, stjórn-
artíðincli.