Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Blaðsíða 129
119
1880
— Brjef landshöfðingja til aýslumanmins i Snœfellsness og Hnappadalssýslu um
þóknun fyrir störf yfirskattanefndarmanna. — í brjefi frá 24. apríl þ. á.
hafið þjer, herra sýslumaður, skotið því undir úrskurð minn, hvort yfirskattanefndarmenn
þeir, er búsettir eru á Stykkishólmi, geti samkvæmt 21. grein laga 14. desbr. 1877 (A.
23) reiknað sjer þóknun fyrir nefndarstörf þau, er fara fram, þar sem þeir eru búsettir.
Hin nefnda lagagrein ákveður, að yfirskattanefndarmenn skuli hafa sömu þóknun
fyrir störf sín, sem sýslunefndarmenn hafa samkvæmt tilsk. 4. dag maímán. 1872 33.
grein; en það er: «fyrir ferðakostnað og í fœðispeninga 1 rd. fyrir hvern dag frá því að
«þeir byrja ferð sína á sýslufund og til þess, að þeir eru korunir heim aptur». fóknunin
er þannig ekki borgun fvrir fundarstörf hlutaðeigandi, en að eins endurgjald á kostnaði
þeim til ferðalags og fœðis, er leitt hefir af störfum þessum, en skilyrðið fyrir slíku
endurgjaldi verður að vora, að hlutaðeigandi helir þurft að ferðast frá heimili sínu og
útvega sjer fœði fyrir utan það; en þetta verður ekki sagt um þá menn, sem búsettir
eru á þeim stað, er nefndarfundirnir eru haldnir á.
Samkvæmt þessu sje jeg mjer ekki fœrt að ávísa til borgunar úr landssjóði þeim
3 reikningum frá yfirskattanefndinni í sýslu yðar, er jeg meðtók með brjeti yðar, herra
sýslumaður, frá 23. febr. þ. á. og endursendast þeir hjer með.
Auglýsing.
Samkvæmt skýrslum, sem fyrir höndum eru, gengur nú bólusótt j Iíristíaníu og
annarstaðar í Noregi sunnanverðum. Að því er snertir öll skip, er hingað koma frá
Kristíaníu eða öðrum höfuum sunnanfjalls í Noregi, ber þvi að gæta þeirra reglna, sem
lög frá 17. desbr. 1875 ákveða um mótvarnir gegn því, að bólusótt og hin austurlenska
kólerusótt og aðrar næmar sóttir flytjist til íslands. Sjerstaklega má eigi af neinu slíku
skipi setja á land neinn af þeim, er á skipinu eru, hvort heldur eru skipsmenn sjálfir
eða farþegjar, fyr en hcilbiigðisstjórnin hefir gjört gangskör að því, að hlutaðcigandi hjer-
aðslæknir eða annar lögmœtur læknir rannsaki heilbrigðisástaud þeirra, svo ber og öllum
skipum, er koma hingað frá nefndum stöðum, fyrst og fremst og áður en þau hafa sam-
göngur við aðra hluta landsins að koma á einhverja þessara hafna: Reykjavík, Vest-
mannaeyjar, Stykkishólm, Isafjörð, Akureyri eða Eskifjörð, til þess að rannsakast þar.
Sjerhvert slíkt skip er og skyldugt til, áður en það loggur til hafnar að flagga grœnu
liaggi á siglutoppnum stœrri, eða sje það ekki til, þá hvítu flaggi.
Broti gegn ákvörðunum þessum, svo og gegn þeim ákvörðunum, er heilbrigðis-
stjórnin kann aö gjöra samkvæmt 4. gr. nefndra laga, verður hegnt samkvæmt 7. gr.
sömu laga með sekturn allt að 200 kr. að svo miklu leyti, sem eigi verður unnið til
þyngri hegningar eptir hinum almenuu lögum.
petta er hjermeð auglýst fyrir höud ráðgjafans samkvæmt 2. gr. laga 17. desbr. 1875.
Landshöfðinginn yfir lslandi, Reykjavík 23. dag júlímánaðar 1880
Hilmav Finseu.
Jón Jónsson.
uo
20. jálf.
ill
23. júlí.