Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Page 136
1880
126
Í2á
28. júll.
122
28. jiilf.
123
28. júlí.
ríður á, að verði fylgt fram með strangleika, að kyrrsetja skipið meðan á rannsdkninni
stendur og jafnvel þangað til málið er útkljáð, einkum ef skipið á ekki heima hjer á
landi, og því er hætt við, að skipið komist undan allri ábyrgð, ef því er sleppt. Hins
vegar getur lögreglustjóranum ekki borið vald til að hepta ferðir skipa þeirra, er hafa
orðið sek í lagabroti eða óreglu fram yfir þann tíma, er nauðsynlegur er til að útkljá
mál þau, er rísa af slíkri óreglu.
— Brjef landsllöfðingja til sýslumtinnsins í Burðastrandcirsýslu um vitagjald. —
Ut af fyrirspurn yðar, herra sýslumaður, um skilning á orðunum «fram hjá Reykjanesi» í
1. gr. Iaga um vitagjald frá 10. oktbr. f. á. vil jeg tjá yður það er nú segir:
1. Eg verð að álíta öll þau skip skyld til að gréiða vitagjald sem koma hingað
frá útlöndum fyrir sunnan og vestan land án tillits til þess, hvort þau hafa á leið sinni
sjeð Eeykjanes eða vitann á því.
2. Af skipurn þeim, sem koma norðan um land og ekki hafa síðan á fiskiveiða-
ferðum eða öðrum ferðum farið suður fyrir Reykjanes, er engin heimild til að heimta
vitagjald, nema því að eins að það sje ljóst við afgreiðslu slíkra skipa, að þau ætli suður
fyrir Eeykjanos.
— Brjef landsliöfðingja til póstmeístara um týnda póstsendingu. — Eáð-
gjafinn fyrir ísland hefir 21. f. mán. ritað mjer á þessa leið: «í þóknanlegu brjefi
frá 13. apríl þ. á. haíið þjer, herra landshöfðingi, slcýrt frá því, að þegar norðan-
pósturinn kom til Reykjavíkur 25. janúar þ. á. hafi í póstsendingar þær, er fara áttu á
pósthúsið þar, vantað ljereptspoka merktan P. B. með 200 kr. í gulli í, er sýslumaðurinn
í Norðurmúlasýslu liafði afhent póstafgreiðslunni á Seyðisfirði, og sem átti að fara til
yðar, og haii það ekki heppnazt síðan að spyrja uppi sendingu þessa, og skjótið þjer
nú spurningunni um endurgjaldsskyldu póststjórnarinnar í þessu tilliti undir úrskurð
ráðgjafans.
Fyrir því undanfelli jeg ekki að tjá yður þjónustusamlega til þóknanlegrar loið-
beiningar og frekari ráðstafanar, að hina glötuðu sendingu ber samkvæmt 13. gr. tilsk.
um póstmál á íslandi frá 26. febr. 1872 að endurgjalda þeim, er afhenti hana, og ber
að taka endurgjald þetta af fje því, sem veitt er með 11. gr. 3 fjárlaganna.
í sambandi hjer með skal eigi látið undan falla að vekja athygli yðar, herra
landshöfðingi, á hinni óhaganlegu meðferð, er hin glataða peningasending hofir orðið fyr-
ir af hendi póstafgreiðslumannsins í Seyðisfirði, þar eð hann hefir fest ljereptspoka þann
er peningarnir voru í, í eitt horn pósttöskunnar, og segir nefndur póstafgreiðslumaður, að
þetta fyrirkomulag sje föst regla hjá sjer. Ut af þessu, vil jeg þjónustusamlega skora á
yður, herra landshöfðingi, að hlutast til um, að brýnt verði fyrir hlutaðeigandi póstmönn-
um að gæta hinnar nauðsynlegu varfœrni í meðferð sinni á peningasendingum og öðr-
um áríðandi smásendingum, og skal í þessu tilliti tekið fram, að það virðist haganlegast,
að búa um slíkar sendingar í litlum kassa úr trje eða pjátri, áður en þær eru látnar í
póstpokann, því annars er hætt við, að þær glatist úr póstpokanum, þegar gat kemur á
hann af sliti.»
Jafnframt því að tjá yður þetta, herra póstmeistari, til þókuanlegrar leiðbeiningar
og eptirbreytni vil jeg þjónustusamlega skora á yður að hlutast til um, að póstafgreiðslu-
menn hafi eptirleiðis sjerstakar umbúðir úr trje, pjátri oða öðru hentugu efni utan um
allar peninga og ábyrgðarsondingar, svo að ekki verði hætt við, að póststjórnin verði opt-