Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Side 163
Stjórnartíðindi E. 22.
153
1880
— Brjef landsliöfðingja til amtmanmim yfir suður- og vesturumdœminu um
samtíund. — í brjefi frá 29. f. m. hafið þjer, herra amtmaður, leitað skýringa minna
á þeirri ákvörðun í 10. grein laga um lausaQártíund 12. júlí 1878, að samtíund sjo
heimil foreldrum og niðjum, «ef þeir eiga bú saman».
Ákvörðun þessi verður ekki skilin á þá leið, að samtíund sje því að oins leyfileg
foreldrum og niðjum, að þeir sjeu sameigendur að hinu tíundarskylda fje, og leiðir það
þegar af því, að samtíund er heimil sameigöndum, þó þeir sjeu alveg óskyldir, sjá niður-
lag 10. greinarinnar. Hins vegar verða orðin: «ef þeir eiga bú saman» varla tekin í
svo víðri merkingu, að þar sje átt við alla, sem húa á sama hœ, og heldur eigi get jeg
álitið það nœgilega heimild fyrir samtíund foreldra og niðja, að þeir eru á sama heimili.
Ef t. d. börn, sem eru hjá húandi foreldrum sínum, eða foreldrar, sem eru hjá húandi
börnum sínum, koma skepnum sínum fyrir í fóður á öðrum bœjum, verður ekki sagt, að
þeir eigi hú saman. Jeg verð því að álíta það skilyrði fyrir samtíund foreldra og niðja,
er okki hafa eignarfjelag, að hlutaðeigendur hirði eða láti hirða sumar og vetur skepnur
sínar í fjelagi.
Loksins get jeg þess, að þó foreldrum og niðjum sje heimil samtíund, er okkert
því til fyrirstöðu, að sveitargjaldi eða öðrum almennum gjöldum sje jafnað á hvern
þeirra, er eiga bú saman, eptir því, er hann á í búinu og öðrum efnahag hans, og að
tíundtakandi hefir eins og tíundgreiðandi aðgang að því, að áfrýja sjerhverri ákvörðun
hreppstjóra ura tíundarframtalið til sýslumanns, er samkvæmt niðurlagi 6. greinar laga
12. júlí 1878 á að gjöra rjettarrannsókn um tíundarframtal manna, ef þess þykir við þurfa.
— Brjef landshöfðingja til beggja amtmanna um tekjuskrár skattanefnd-
anna. — Sarnkvæmt tillögum endurskoðanda hinna sjorstöku reikninga fyrir tekjum
landssjóðs mælist jeg til þess, að þjer, herra amtmaður, brýnið fyrir sýslumönnum þeim,
er undir yður eru skipaðir, að þeim beri að hafa nákvæmt eptirlit með, að skattancfnd-
irnar taki eptirnefnd atriði til greina við samning skránna yfir tekjur af eign
og atvinnu.
1. Eins og tekið er fram í tekjuskattsreglugjörð frá 15. maí 1878 (stjórnar-
tíðindi B. 57.) við 11. gr. og við 14. gr., ber skattanefndinni, eptir að húið er að telja
upp alla þá innanhreppsmonn eða kaupstaðarbúa, sem tekjuskatt eiga að greiða að lög-
um, að tilgreina þá utansveitarmenn, sem tekjur hafa haft af eign eða atvinnu í hreppn-
um eða kaupstaðnum það ár, er um er að rœða, og ætla á hve miklar þær liafi verið, og
ber hvað tekjur utansveitarmanna af eign snertir, að tilgreina þær, þó þær í þeirri sveit
hafi verið minni en 50 kr. J>essa utansveitarmenn ber ekki að eins nákvæmlega að
nafngreina, en það her einnig að skýra frá, á hvaða bœ, í hverri sveit og í hverju hjer-
aði (sýslu) þeir eigi heima.
2. Skattanefndirnar eiga að rita á skattaskrárnar vottorð sitt um það, að skrárnar
hafi legið frammi til sýnis samkvæmt fyrirmælum 15. gr. laga um tekjuskatt frá 14.
desbr. 1877, og að engir fleiri en þeir, sem taldir oru á skránum, hafi viðkomandi ár
haft skattskyldar tekjur þar í hreppnum eða þar í kaupstaðnum.
3. Allir þeir menn, sem í skattanefndinni eru, eiga að skrifa nöfn sín undir
skattskrána.
4. Sje skattskránum eitthvað ábótavant bor skattanofndunum, optir nákvæm-
ari fyrirmælum sýslumanns að hœta úr göllunum.
Hinn 29. nóvbr. 1880.
J55
18. okt.
20. okt.