Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Qupperneq 184
1880
174
Samþykkt
urn ýraislpg atriði, er snerta fiskiveiðar af opnum bátum og skipum í verstöðum Norðfjarðar
samkvæmt lögum 14. desbr. 1877.
1. Frá 15. júlímán. til 15. október má engin leggja löðir utar í sjó en að línu þeirri
or bjer segir:
b, Fyrir Norðfjörð frá Barðsneshorni og í Dalatanga.
2. Enginn má hafa skelfisk til beitu.
3. Enginn má afhöfða nje slœgja fisk á sjó úti, og ekki mega þilskip, sem liggja fyrir
akkeri á fjörðum, en hafa báta úti til fiskjar, gjöra það nema á landi. Komi bátur
úr róðri með slœgðan fisk, skoðast liann að hafa brotið þessa grein, nema hann strax
sanni og leiði votta að, að hann hafi gjört það á landi.
4. Handfœri, skötulínu og gagnvaði má hver stunda, hvar sem hann vill.
5. Allir eru skyldir að bafa bronnimark eða annað glöggt merki á uppistöðum sínum
og tilkynna það hlutaðeigandi hreppsnefnd.
6. Enginn má vísvitjandi leggja línu ofan í línu annars manns.
7. Forraaður báta og skipstjóri skipa hafa að öllu leyti ábyrgð á því, ef þessi samþykkt
er brotin, en aptur á móti eru einn fyrir alla og allir fyrir einn skyldir að greiða
honura það tjón, er af brotinu leiðir, ef það sannast, aðþeirhafi verið brotinu sam-
þykkir.
8. Hver, sem stundar fiskiveiðar á opnum skipnm í Norðfjarðarhrepp, er skyldur til að
veita því nákvæma eptirtekt, hvort brotið er á móti samþykkt þessari. Hver sem
kemst að því. að brotið hafi verið móti samþykktinni, skal innan þriggja sólarhringa
þar frá tilkynna brotið hlutaðoigandi hreppstjóra eða sýslumanni.
9. Samþykkt þessa skal einnig hafa prentaða til útbýtingar, borgar sýslusjóður helming
kostnaðarins en hinn helminginn af hlutaðeigandi sveitarsjóði. Samþykktina skal einnig
birta í blaði Austanlands.
10. Kostnaður sá, sem kann að leiða af samþykkt þessari, og ekki er gjört ráð fyrir
borgun hans hjer að framan, borgist af hlutaðeigandi hreppssjóð eptir úrskurði sýslu-
nofndar.
11. Allir þeir, sem til úthalds liggja fyrir innan lfnu þessa, sem um er getið í 1. grein
þessarar samþykktar, eru bundnir við hana, og skal hún einnig ná til smáaunglalínu-
lagna þeirra, sem liggja til vers í Seloy.
12. Um sektir fyrir brot gegn þessari samþykkt fer samkvæmt 7. gr. í lögum 14. desbr.
1877, þannig að uppljóstrar maður fær l/s og 2/a í fátœkrasjóð þann, er verstöðu-
samþykkt, hans er brotin.
*
* *
Framanskrifuð samþykkt var þannig staðfest á almennum fundi í Norðfirði þann
3. júlí þ. á. og samþykkt að gilda fyrst um sinn 1 ár af sýslunefnd Suður-Múlasýslu
þanu 15. september. 1880.
Jón Johmen.
Samþykkt þessi staðfestist hjer með af undirskrifuðum amfmanni til nð öðlast
gildi, 1. dag aprílraán. 1881 og kunngjörist öllum hlutaðeigendum til eptirbreytni.
Skrifstofu norður- og austuramtsins 14. desembr. 1880.
Christiaussou.