Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1880, Side 185
175
1880
Sampykkt
um ýmiskg atriði, cr snerta fiskiveiðar af opnum bátum og skipum í verstöðum
Fáskrúðsfjarðar, samkvæmt lögum 14. desbr. 1877.
197
14. dog.
1. Frá byrjun maímánaðar lil jóla má engiun leggja lóðir utar í sjó en að línu þeirri,
er bjer sogir:
b, fyrir Fáskrúðsfirði ræður lína dregin úr Strembitanga yzt í Andey og þaðan
í Hafnarnessttes.
2. það skal ákveðið af þriggja manna nefnd, hve margir bátar, miðað við líuutölu á
hverjum bát, geti mest, að skaðlausu (þannig að ein lína þurfi ekki aö vera lögð
ofan í aðra), notað hverja veiöistöð fyrir sig, en veiðistöðvar cru: Fáskrúðsfjarðar
frá línunni, sem að ofan er til tekin inn að línu, sem hugsast dregin fiá Árna-
gerðisklöpp og í Víkurhaga. Nefnd þessi skal á sínum tíma kosin af sýsluiiefnd-
inni, og sje 1 maður kosinn úr Norðtirði, Keyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Nefndar-
menn þessir skulu áður vinna eið að því, að framkvæma þetta starf eptir beztu
samvizku og hlutdrægnislaust. Skal þeim veitt borgun úr sýslusjóði fyrir starfa
sinn eptir reikuingi, sem sýslunefndin úrskurðar.
3. Forgangsrjott til að nota verstöðina hafa íbúar hlutaðeigandi fjarðar, sem gjöra
nœgilega grein fyrir, að þeir á vertíðinni muni virkilega halda út, þáaðrir sýslubúar
með sama skílyrði, þá aðrir innlendir eins, og loks útlendir innanríkismenn.
4. Á hverju ári í marzmánaðarlok tilkynnir hreppsnefnd sýslumanni, hve margar línur
innanhreppsmenn ætla að nota í verstöðinni, ákveður svo sýslumaður samkvæmt
2. gr., hverjir utanhreppsmenn megi einnig nota verslöðina og tilkynnir það hlut-
aðeigandi hreppsnefnd jafnóðum. Engir aðrir mega nota hlutaðeigandi verstöð en
þeir, sem eru innanhreppsmenn eða hafa leyfi sýslumanns, skal öllum öðrum vísað
burt; dugi það ekki, má gjöra upptœk veiðigögn þeirra lyrir sektum, sem þeir
þannig eru í fallnir.
5. Enginn má afhöfða eða slœgja fisk á sjó úti og ekki mega þilskip, sem liggja fyrir
akkeri á fjörðum, en hafa báta úti til fiskjar, gjöra það nema á landi; komi bátur
úr róðri með slœgðan fisk, skoðast hann að hafa brotið þessa grein, nema hann
strax sanni og leiði votta að, að hann hafi gjört það á landi.
6. Handfœri, skötulínu og gagnvaði, má hver stunda, hvar sem hann vill.
7. Allir eru skyldir að hafa brennimark eða annað glöggt merki á uppistöðum sínum
og tilkynna það hlutaðeigandi breppsnefnd.
8. Enginn má vísvitandi leggja línu ofan í línu annars manns.
9. Útgjörðarmaður báta og skipstjóri á þilskipum hafa að öllu leyti ábyrgð á því, er
sjómenn hans brjóta samþykkt þessa; aptur á móti eru þeir einn fyrir alla og allir
fyrir einn skyldir að endurgjalda honum það tjón, sem hann líður við þotta, uema
hann sje sjálfur orsök í brotinu ; rjett er að leggja löghald á báta og veiðarfœri til
borgunar sektum, nema hann geti gefið aðra áreiðanlega vissu fyrir sektum og
kostnaði.
10. Til þoss að gæta þess, að samþykkt þessi ekki verði brotin, eða tilkynna strax að
hún hafi verið brotin, sje skipuð þriggja manna nefnd í hreppnum, kýs hrepps-
nofndin 1 úr sínum flokki til oddvita nefndarinnar, en hinir 2 skulu toknir úr
flokki iorraanna bátanna og gengst oddviti fyrir því, að formeun þeir, sem uppsátur