Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 24

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 24
Og samt vildi hann vera fyrstur. Einn af þeim! - í stað tungu hékk laufblað af eikartré út úr munninum á honum og tennurnar höfðu einfaldlega verið tálgaðar með hnífi. í staðinn fyrir augu var hann með tvær holur. í holunum blakti á tveimur kertisstubbum. Þetta voru augun. Ekki sá hann langt frá sér með þeim. Samt sagðist hann sjá betur en aðrir, monthaninn þessi! - A höfðinu hafði hann háan hatt sem hann tók ofan þegar einhver yrti á hann, svona var hann kurteis. Svo fór hann einu sinni út að spássera. En það var svo hvasst að það slokknaði á augunum. Þá ætlaði hann að kveikja aftur á þeim en hafði engar eldspýtur. Hann fór nú að gráta með kertisstubbunum sínum því hann gat ekki fundið leiðina heim til sín. Þarna sat hann, hélt um graskershöfuðið með báðum höndum og langaði til að deyja. En það var ekki auðvelt að deyja. Fyrst kom bjalla sem át laufblaðið úr munninum. Svo kom fugl sem pikkaði gat á graskershöfuðið. Og það kom barn sem tók báða kertisstubbana. Þá gat hann dáið. Bjallan er enn að éta laufblaðið, fuglinn er enn að pikka og barnið er enn að leika sér að kertunum. 22

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.