Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 72

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 72
tækrahúsinu," hugsaði hann og gekk rösklega áfram og kom eftir andartak óforvarandis að slökkvihúsinu. „Það brennur hvergi!“ rumdi hann og hélt önugur áfram. Eftir fáein skref kom hann að veðlánarahúsinu. „Ég á ekki nokkum skapaðan hlut til að veðsetja," og spölkomi síðar baðhúsið. „Ég þarf ekki að baða mig!“ Eftir dálitla stund kom hann að skólahúsinu og þá sagði hann: „Skólaárin mín eru löngu liðin,“ og hristi sinn undarlega haus um leið og hann gekk varlega áfram. „Með tíð og tíma kem ég að rétta hús- inu,“ sagði hann. Það leið ekki á löngu þar til Schwendimann stóð fyrir framan stóra skuggalega byggingu. Þetta var tukthúsið. „Ég á ekki skilið að vera refsað, það er eitthvað annað sem ég á skilið," muldraði hann í barm sér og þrammaði áfram og kom brátt að öðru húsi, nefnilega sjúkrahúsinu. „Ég er ekki veikur, það er eitthvað annað. Ég þarf ekki að láta hjúkra mér, það er eitthvað annað sem ég þarf.“ Hann gekk áfram reikull í spori, það var bjartur heiðríkur dagur, sólin blikaði, snotur strætin iðuðu af fólki og veðrið var svo milt og gott en Schwendimann tók ekkert eftir þessu fallega veðri. Hann kom nú að foreldrahúsinu, húsi æskunnar, húsinu þar sem hann fæddist. „Svo sannarlega vildi ég aftur verða bam og eiga foreldra en for- eldrarnir eru dánir og æskan kemur ekki aftur.“ Hann hélt áfram varkárum, hikandi skrefum og kom auga á danshúsið og síðan kauphúsið. Fyrir fram- an danshúsið sagði hann: „Mér finnst ekki gaman að dansa," og fyrir fram- an kauphúsið sagði hann: „Ég kaupi ekkert og sel ekkert.“ Það tók að kvölda. Hvar átti Schwendimann eiginlega heima? í vinnuhúsinu? Hann langaði ekki lengur að vinna. Eða í gleðihúsinu? „Ég finn ekki lengur til gleði eða unaðar." Það leið ekki á löngu þar til hann stóð frammi fyrir dómshúsinu og þá sagði hann: „Ég þarfnast ekki dómara, ég þarfnast ein- hvers annars.“ Fyrir framan sláturhúsið sagði hann: „Ég er enginn slátrari." Hann taldi sig ekki eiga nokkurt erindi í prestshúsið og í leikhúsið hefur fólk eins og Schwendimann ekkert að sækja og hans líkar stíga ekki fæti sínum inn í tónleikahús. Hann gekk hljóður og sinnulaus áfram og gat varla haldið augunum opnum fyrir þreytu. Honum fannst sem hann svæfi, að hann skálmaði áfram í svefni. Hvenær skyldirðu finna rétta húsið, Schwendimann? - Hægan, hægan, það finnst, hann kom að sorgarhúsinu. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.